Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
27.08.2018 18:00Freyja byrjar í skóla og dagsferð á Hellnum,Arnarstapa og BúðirÞá er hún Freyja Naómí okkar byrjuð í skóla og þá eru öll börnin okkar komin í Grunnskóla. Hér er hún spennt að byrja og takast á við ný ævintýri sem bíða hennar. Hér eru þau öll saman. Bjarki og Freyja frændsystkini að byrja í skólanum. Það var skrýtin tilfinning að horfa á eftir Freyju litlu að fara í rútuna. Hér eru þau öll saman aftast í rútunni Embla,Freyja og Bjarki. Við mamma skelltum okkur í dagsferð með krakkana niður í Skarðsvík og svo niður að Hellnum og kíktum í fjöruna þar og fórum á Fjöruhúsið og fengum okkur kaffi og vöfflu. Hér erum við inn í Skarðsvík. Á Fjöruhúsinu. Í fjörunni á Hellnum. Inn á Arnarstapa. Fundum þessa flottu krabba. Inn á Arnarstapa. Svo fallegt umhverfið séð frá bryggjunni á Arnarstapa. Komin í fjöruna inn á Búðum. Benóný að deba. Hér endaði svo ferðin okkar inn á Búðum. Rákumst á hana Skvísu með lömbin sín. Hún er alveg yndislega kind og það þarf ekki brauð til þess að hún komi svo gæf er hún. Það er þó misjafnt hvernig liggur á henni stundum kemur hún og vill fá klapp en stundum vill hún ekkert koma. Hér erum við í hlíðinni inn í Mávahlið ég og krakkarnir og við fengum öll að klappa henni og knúsa. Gimbrin hennar skildi ekkert í þessu og beið bara eftir mömmu sinni. Jæja það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn á albúmi. Flettingar í dag: 490 Gestir í dag: 42 Flettingar í gær: 1296 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 1188679 Samtals gestir: 69645 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:17:20 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is