Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
29.08.2018 13:47Rifið upp grindurnar og fleiri lömb![]() Þetta er hún Gurra gemlingur með lömbin sín tvö undan Hlúnk. Svakalega væn hjá henni og búin að ganga bæði undir. Gurra er undan Tinna sæðingarstöðvarhrút. ![]() Hér sjást þau betur. ![]() Þau eru næstum jafn stór og mamma sín svo hún hefur mjólkað þeim vel. ![]() Krakkarnir komu með mér að gefa rollunum brauð og voru svo hrædd þegar þær komu hlaupandi að þau hlupu sjálf í burtu he he. ![]() Hér eru Embla,Freyja og vinkona þeirra og nágranni okkar hún Hanna Líf. ![]() Sarabía er með hvíta gimbur undan Móra sæðishrút svo fóstrar hún þennan svart hrút sem er þrílembingur undan Sölku og Móra hans Sigga. ![]() Gimbrin hennar. ![]() Zelda með hrútinn sinn undan Kraft ég er svo spennt að sjá hann betur því hann bar af í vor hann var svo gríðalega sver að framan. ![]() Gimbrin á móti honum. ![]() Lömbin hennar Gló og undan Svan. ![]() Hér er Gló með lömbin sín náði ekki að fá mynd framan í þau. ![]() Orabora 16-012 ![]() Gimbrin hennar og hún er undan Kraft. ![]() Hér er Djásn með svakalegan bola undan Tvist sæðingarstöðvahrút. Hún var tvílembd í vor en hinn á móti drapst á sauðburði. ![]() Verkefni mitt þessa dagana er að rífa upp grindurnar inn í fjáhúsum. Það gekk hálf brösulega fyrst og ég hélt ég væri að rústa hömrunum því annar var kengboginn en svo hringdi ég í Emil og sagði að þetta væri ekkert að gera sig ég myndi bara skemma grindurnar og hamrana en þá komst ég að því að hamarinn var beyglaður eftir hann he he. Þetta fór svo loksins að ganga betur og ég var hætt að detta aftur fyrir mig þegar ég var að nota allt mitt afl til að reyna ná lykkjunum úr. Ég lét þó ekki bugast og náði að finna út að berja vel á lykkjuna áður en ég reyndi að lyfta grindinni upp við lykkjuna og þá var auðveldara að ná þeim úr. Emil er farinn að róa á Skagaströnd og kemst ekkert í að hjálpa mér við þetta en hann og Bói hafa alltaf séð um þetta svo þess vegna er þetta alveg nýtt fyrir mig að losa grindurnar upp. Ekki var svo á þetta bætandi að ég festi sumar grindurnar niður í fyrra og setti allt of margar lykkjur í og negldi þær of fast niður. Þá var ég að festa grindurnar niður í fyrsta skiptið og gerði það vitlaust. Svo það var eins gott fyrir mig að losa þetta sjálf eftir mig. ![]() Jæja kláraði að losa það sem eftir var í morgun og næst verður hægt að dæla út og svo þríf ég grindurnar og fjárhúsin eftir að þeir verða búnir að dæla út. ![]() Lömb undan Nál og Tinna hans Gumma Óla. ![]() Álft með hrúta undan Svan. Annar þeirra er undan Hrímu hennar Jóhönnu sem Álft fóstrar fyrir hana. ![]() Ljósbrá með hrút undan Dranga sæðingarstöðvarhrút og svo er hún fóstra fyrir þessa gimbur sem er þrílembingur undan Dröfn og Berg sæðingarstöðvarhrút. ![]() Hér sjást þau betur. ![]() Hosa með gimbrarnar sínar undan Grettir. ![]() Hér er önnur gimbrin hennar Hosu. ![]() Hér er svo hin. ![]() Sóldögg 14-011 undan Þorsta og Guggu. ![]() Önnur gimbrin hennar Sóldögg og faðir er Ísak. Þessi er alhvít ![]() Þetta er hin á móti og hún er aðeins gul. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 927 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557570 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:31:45 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is