Myndarlegir lambhrútar hjá Óttari sem hann tók myndir af og leyfði mér að deila henni
með ykkur. Sá grái er undan Gráum veturgömlum hrúti sem drapst hjá Óttari í vor en
hann var undan Laufasyni frá Óla á Mýrum. Móðir er Grábotnadóttir.
Sá hvíti er undan Morgun sem er undan Dag frá Hofstöðum sem er undan Hriflon syni.
Móðir er undan Prúð sæðingarstöðvarhrút 11-896 frá Ytri Skógum.
Svakalega gleiður og breiður að framan sá grái og svona fallega dökkgrár. Þetta verða
væntanlega ásettnings eða sölu hrútar hjá Óttari. Nú er spennan heldur betur farin
að magnast hjá öllum enda verður smalað eftir 2 vikur eða 15 sept.