Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
05.09.2018 22:28Lömb 5 september![]() Skuld 16-010 undan Kölska og Svönu með lömbin sín undan Hlúnk hans Sigga. Hlúnkur er undan Máv og Skessu hans Sigga í Tungu. ![]() Anna 15-007 með tvær gimbrar undan Svan. Svanur er undan Máv og Svönu. ![]() Hér sést framan í hana Skuld hún er svo falleg kind. ![]() Hér sést hrúturinn hennar betur. ![]() Ýr 14-016 er undan Garra og Svönu og hér er hún með fallegar gimbrar undan Bjart sæðingarstöðvarhrút. ![]() Það var svo ofboðslega fallegt veður í dag í Mávahlíðinni og Snæfellsjökullinn skartaði sínu fegursta. ![]() Snotra hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Kaldnasa. ![]() Þessir svanir voru á Holtstjörninni. ![]() Stelpurnar að týna ber. ![]() Hvar er Benóný he he þessi mynd minnir mig á hvar er Valli bókina. ![]() Þarna glittir í hann hinum megin við tjörnina en hann kallar þetta Vestfirðina og finnst svo rosalega mikið ævintýri að labba hinum megin og láta ímyndunaraflið fara með sig á Vestfirðina sem hann er svo heillaður af eftir að við fórum þangað í sumar og honum langar að eiga heima á Reykhólum þegar hann verður stór en við erum ekki einu sinni búnað koma til Reykhóla við eigum það eftir en samt langar honum að eiga heima þar he he þótt hann hafi ekki komið þangað. Alveg yndislegt hvað hann pælir mikið í tilverunni. Jæja það styttist óðum í smalamennsku og ég er á fullu þessa dagana að þrífa grindurnar og fjárhúsin og svo ætlar Bói að hjálpa okkur að dæla út því við eigum það eftir og Emil er alltaf að róa núna á Skagaströnd og kemur lítið heim. Bói er líka búnað fá nýjan barka á haugsuguna og gera við hana svo vonandi gengur þetta allt saman vel hjá honum við erum svo þakklát fyrir að Bói aðstoði okkur og hann er með þetta allt á hreinu með viðgerðinar og allt svo ég veit ekki hvernig við færum að ef við hefðum hann ekki með okkur í þessu öllu saman. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is