Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

20.09.2018 09:37

Smalað Svartbakafellið og nágrenni 15 sept

Við Maja og Óli fórum upp hjá Grænsdölum inn í Búlandshöfða og fórum þaðan alla leið yfir
fjallið fyrir ofan Mávahlíð,Tröð og Fögruhlíð. Fyrir ofan Fögruhlíð fundum við kindurnar sem
við misstum deginum áður upp á fjall. Óli stökk niður á eftir þeim og var svo fljótur og léttur
á sér að hann var búnað reka þær alla leið niður að Rauðskriðumel og náði svo að ná okkur
Maju aftur þar sem við vorum komnar upp í Urðir sem eru á leiðinni í átt að Bjarnarskarði.
Óli fór svo upp að Bjarnarskarði og alveg upp að Kaldnasa. Þar fyrir neðan í Borgunum og
Fossakinnunum leyndust kindur út um allt og alveg upp að Rjómafossi.

Við að ganga upp á fjalli.

Hér sést útsýnið af fjallinu yfir í Ólafsvík.

Maja í Urðunum að kíkja yfir í Svartbakafellið og Rjómafoss blasir við hér á móti.

Hér halda Maja og Óli áfram upp og ég hinkra hér eftir og svo förum við öll af stað í einu
niður þegar við sjáum hina koma út Svartbakafellinu. Siggi,Bói,Hannes,sonur hans og mágur fóru upp á Fróðarheiði og ganga þaðan yfir í Svartbakafellið.

Nestið mitt .

Hér sjást rollur lengst upp að Kaldnasa þessar tóku straujið upp í átt að Staðarsveitinni.

Hér er Rjómafossinn.

Þetta var upp á fjalli mér fannst þetta svo fallegt berg minnti mig á bíómynd úr villta
vestrinu eða eitthvað þetta var svona svo er þetta eins og göng eða gil inn í fjallið.

Svo er þessi tjörn líka upp á fjalli fyrir ofan Fögruhlíð svo flott.

Hér eru rollurnar sem Óli kom niður og það kom svo í ljós að það voru þær sem við
misstum í gær og þetta voru engar ókunnugar kindur heldur var þetta Skuggadís frá mér
og Rósa hennar Emblu ásamt fleiri kindum.
Ég var að eltast við einhverjar kollóttar held þær hafi verið í heildina 6 stykki 2 rollur og
2 lömb og ég þurfti að hlaupa langa leið frá Urðunum og alla leið niður að Sneið til að
komast fyrir þær og þegar ég var búnað koma þeim niður fór ég alla leiðina upp aftur því
það voru fleiri sem ég átti eftir að taka fyrir ofan og þegar ég var loksins búnað labba alla
leiðina upp aftur var mér sagt að fara niður aftur að Sneiðinni því þar voru aðrar sem voru
að sleppa aftur upp á fjall. Þegar ég var svo búnað komast niður aftur og fara í veg fyrir
þær var en þá þessi kollótta óþekka að færa sig upp aftur og ég fór aftur upp og var alveg
orðin búin á því en lét mér ekki segjast og hélt ótrauð áfram en þegar ég var komin hálfa
leið upp aftur og hún var ekkert að gefast upp játaði ég mig sigraða og leyfði henni að 
fara. Ég fór svo niður aftur og við Maja náðum hinum niður sem eftir voru.
Bói var í vandræðum í Svartbakafellinu því þar voru rollur sem voru að fara úr fellinu yfir
að Rjómafossi en hann náði að komast fyrir þær sem betur fer. Þar er gata sem kallast
tæpa gata og er mjög glæfraleg í förum hann þurfti að fara inn á hana og svo fikra sig
niður hjá Rjómafossi. Þetta gekk svo allt vel eftir þetta og við náðum öllu niður sem við
vorum með.

Hér er allt á niður leið.

Hér er Skuggadís og Rósu gengi.

Maja á leiðinni niður.

Emil kominn upp hjá sumarbústaðinum hjá Sigrúnu og Ragga að standa fyrir.

Óli og Bói komnir niður.

Féið komið niður í Fögruhlíð.

Allt að hafast hjá okkur.

Sum áttu það til að stökkva og festa sig í girðingu og hér er Siggi að losa eitt.

Kolfinna með gimbrina sína og hrútinn undan Blika hans Bárðar. Hún er mókápótt.

Hér er sonur Hannesar og mágur hans.

Arna kom og hjálpaði okkur að reka þegar við vorum komin niður og líka Bjagga og 
Geirlaug með dóttir sína svo var líka fólk með Friðgeiri frá Knörr sem var að smala
Hlíðina í Hrísum og svo var Karítas frænka og Freyja tengdamamma og Jóhann bróðir
Emils með strákana sína svo við fengum góða aðstoð eftir að við komum niður.
Það var eina sem við sáum að vantaði og við munum bæta á næsta ári er að það hefði
mátt vera tvær manneskjur til viðbótar með okkur Fögruhlíðarmegin því þetta var mjög
erfitt fyrir okkur að reyna ná því sem var þar svona fá. Við fórum upp í fjall þennan dag
kl hálf 10 um morguninn og vorum kominn niður um 4 leytið. Við fengum margt fé niður
og það var slatti frá Friðgeiri og eitthvað frá Óla á Mýrum og Kvíarbryggju. Það væri líka
snilld ef við gætum fengið okkar dróna næsta haust he he Hemmi frændi Emils var að
smala fyrir Friðgeir og hann var með dróna til að sjá hvar kindurnar væru alger snilld.

Það er alltaf gott þegar komið er að þessum tíma eftir smölun kaffi og kræsingar.

Brauðterta var í boði mömmu Huldu og ég gerði rjóma terturnar. Jóhanna sá um að 
græja kaffið og gerði líka kjúklingasúpu sem var alveg æðislegt að fá þegar maður kemur
niður og orðin kaldur og blautur þá er gott að fá heita súpu.

Allir glaðir í kaffinu inn í Tungu.

Hér erum við aftur lögð af stað eftir kaffi að ná tveim lömbum sem eru undan rollu frá
mér sem var keyrt á fyrir þó nokkru síðan og þau voru að leiðinni að koma fyrir utan girðingu þegar við náðum að stökkva á þau og ná þeim með aðstoðar hundsins hans
Hannesar.

Jæja þá er búið að reka inn.

Allar krær orðnar fullar af fé.

Fallegur hvítur hrútur hér.

Það var alveg magnað að þessi gimbur var spök í vor og þurfti pela í smá stund því hún
var klaufi að sjúga og ég reyndi að klappa henni og hún er jafn spök og góð. Það kom 
líka á óvart að það var önnur sem er móbotnótt og hún er enn þá spakari og hún var líka
gæf sem lamb.

Það er mikið af skemmtilegum litum í ár svo ég verð í stökustu vandræðum að velja
ásettningin.

Þetta er búið að vera frábær dagur og ég vil færa öllum innilegt þakklæti fyrir alla 
hjálpina hvort sem það var að smala eða sjá um kaffið og passa börnin. Það er 
æðislegt að eiga svona góða að þið eruð frábær. 

Það er búið að vera mikil törn hjá okkur og þetta er auðvitað umfram allt okkar heitasta
áhugamál og skemmtun sem fylgir þessum tíma.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 788
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715743
Samtals gestir: 47207
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 20:31:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar