Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
26.09.2018 10:03Sláturmat og kjötvinnslaJæja það er búið að vera brjálað að gera þessa dagana. Við rákum inn á sunnudaginn til að flokka sölulömb og sláturlömb sem var mjög mikil vinna því það þurfti að lesa á númer á hverju einasta lambi og svo sleppa rollum út sem voru með ásettningslömb eða búið að taka frá þeim sláturlömb. Á laugardaginn voru 6 rollur heimaslátraðar og fengum við frábæra hjálp með það frá Bárði,Bóa og Sigga og svo var ég og Emil líka. Emil þurfti svo að fara beint út á sjó á Skagaströnd þegar það var búið. Daginn eftir fórum við Bói og Siggi svo í þetta sem ég skrifaði fyrst að flokka lömbin og við fengum góða heimsókn og aðstoð hjá Kristinni bæjarstjóra sem var að kaupa hrút af mér og hann létti okkur vel verkið með aðstoðinni sinni. ![]() Hér er hrúturinn sem Kristinn fær undan Grettir og Ögn og er 86,5 stig. Hann var svo merktur með bláu eins og ásettningslömbin hafa alltaf verið merkt af bræðrunum í Mávahlíð. Ég ætlaði þó að breyta því og merkja þau skærbleik sem er uppáhalds liturinn minn en það var ekki að virka hann var ekki nógu sterkur á þeim svo við héldum okkur við bláa litinn okkar. Við fórum inn í Tungu kl 11 um morguninn til að afgreiða sölu lömb og við vorum komin heim á miðnætti svo mikil var vinnan að sortera þetta allt. Emil birtist svo okkur til aðstoðar eftir kvöldmat því það var von á brælu daginn eftir svo hann skaust heim til okkar. Það eru 17 rollur sem fækkar um sem við létum fara en eina var reyndar keyrt á í sumar og eina seldi ég til Sigurðar Arnfjörð Ólafsvík. Það fækkar þó ekki mikið hjá mér þvi ég set 15 gimbrar á og Jóhanna eina svo verða 2 lambhrútar sem við setjum á en ég á eftir að segja betur frá því þegar við tökum lömbin inn. Af 146 lömbum fóru 75 í sláturhús og 56 lömb eru seld til lífs og sett á eru 19 með lambhrútum. Af þessum 75 lömbum var sláturmatið svona. Meðaleinkunn Gerð 10,56 Meðaleinkunn Fita 7,73 Meðaleinkunn Þyngd 19,9 8 skrokkar fóru í E 2 í E2 4 í E3+ 2 í E3 12 í U3+ 31 í U3 4 í U3- 1 í U4 11 í R2 6 í R3 2 í R3- 1 í R3 Þá er þetta upptalið og ég er bara mjög sátt við þetta enda búnað selja allt af þessu besta úr þessu. Við er búnað vera ótrúlega þakklát fyrir að eiga svona góða að eins og fjölskylduna til að aðstoða okkur Jóhanna er búnað vera eins og klettur fyrir mig að passa börnin og vera með tilbúin mat fyrir okkur þegar við komum heim eftir annasaman dag einnig hefur mamma og Freyja tengdamamma líka passað fyrir okkur. Bói er búnað standa með mér í einu og öllu hvað rollunum tengist en samt er hann hættur en fær engan frið frá mér he he en það góða við það er að hann vill hjálpa og hefur gaman að því. Við erum svo auðvitað með góða samvinnu með Sigga og hjálpumst að í einu og öllu sem tengist þessum tíma. Við vorum heppin að það hitti á brælu hjá Emil þegar háanna tíminn var og hann gat tekið þátt í þessu öllu með mér. ![]() Þetta er Vaíanna hennar Emblu og er veturgömul og alveg gæðablóð. ![]() Hér er Freyja á bak á henni og Embla að klappa henni og knúsa. Hún er alveg frábær eins og heimalingur og eltir okkur en hefur þó aldrei verið heimalingur heldur varð bara svona spök í fyrra sem gemlingur. ![]() Fékk frábæra aðstoð í gær fyrst frá Bóa að hjálpa mér að ná í kjötið og brytja það niður og svo frá mömmu og Jóhönnu að úrbeina með mér og svo hakkaði ég. ![]() Mamma að rifja upp gamla takta úr Mávahlíð sem hún fær að halda við á hverju ári með mér og hefur engu gleymt og er eldsnögg að úrbeina 4 læri fyrir mig. Jæja læt þetta duga í bili og takk fyrir innlitið kæru vinir. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is