Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

08.10.2018 11:47

Eftirleitir 7 okt í Svartbakafelli

Ég og Siggi fórum upp í Svartbakafell rúmmlega 11 í gær og vorum ekki nema í 2 og hálfan
tíma að sækja 14 stykki og koma þeim inn í fjárhús í Tungu. Það má segja að þetta hafi 
gengið frábærlega og þær voru alveg með á hreinu að fara styðstu leið þó þær væru ekki
frá okkur. Læt hérna smá myndasyrpu lýsa atburðar rásinni.
Hér erum við að leggja af stað.
Langt komin á leið og haust litirnir skarta sínu fegursta. Lengst niður frá má sjá í húsin
inn í Mávahlíð.
Siggi að kíkja eftir þeim.
Farin að nálgast snjóinn enda er það hann sem er búnað hrekja þær niður.

Hérna er Svartbakafellið og við þurfum að fara upp að snjónum og svo innst inn til
vinstri í áttina að Rjómafossi til að fara fyrir ofan þær.
Jæja núna erum við að nálgast og förum að geta séð ofan í Skálina en þar eru rollurnar.
Þær eru hérna lengra alveg innst inn af Gilinu og þar ofan í laut sem nefnist Skál.
Á móti fyrir ofan eru Urðirnar og fyrir neðan er Hríshlíðin. Þegar ég var að smala í haust
með Maju og Óla var ég fyrir ofan upp á snjónum og þið sjáið lautirnar hvernig þær eru
á móti og þá er mjög erfitt fyrir mann að sjá fyrir neðan sig og ofan og þess vegna var 
ekki nóg að ég og Maja vorum bara tvær þarna hinum megin því Óli þurfti svo að fara
yfir í Fellið sem við erum núna. En við ætlum að passa okkur næsta haust að fara fleiri
þarna megin upp.
Þetta gekk svo eins og í sögu þær fóru alveg eins og þær áttu að gera niður með Gilinu
og yfir ána réttum megin og yfir í Tungufellið sem blasir hér á móti okkur. Siggi fór fyrir
ofan og ég var fyrir neðan. Við þurftum að fara hér yfir ána til að komast hinum megin.
Svo fallegt hérna í náttúrunni.
Það var ein sem stökk inn í girðingu og við rákum hinar inn og sóttum svo hrútana sem 
voru inn í girðingunni til að ná henni með þeim. Hún ætlaði þó að reyna að stökkva út úr girðingunni en sem betur fer rataði hún ekki á réttan stað og við náðum henni inn.
Hér eru þær svo allar 14 komnar inn svo þetta var bara skemmtilegur brennslu göngutúr
sem gekk svona ljómandi vel. Þær eru sennilega allar frá Friðgeiri á Knörr.

Hér eru þrír Skjaldarsynir frá Bárði og Dóru. Þeir eru sem sagt undan Skjöld sem var
Héraðsmeistari á Héraðssýningunni 2017. Þeir eru allir svo fallegir að Bárður á erfitt með
að gera á milli þeirra og meira segja eru þeir fjórir en ég tók bara mynd af þremum.
Þessi í miðjunni er rosalega líkur Skjöld með alveg eins hornalag.
Mér finnst þessi mjög fallegur hjá þeim.
Hér er Skrýtla með strákana sína þann fremri setjum við á og hinn er seldur.
Ég er vonast eftir að hann gefi mér mórautt með mórauðu.

Jæja nú styttist í spennuna að smala lömbunum heim á næstu helgi og svo er það að 
fara finna nöfn á gripina það er alltaf gaman. Ég reikna með að við smölum á laugardaginn
og tökum þá líka aðra eftirleit Fögruhlíðarmegin við Svartbakafellið í leiðinni.

Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar