Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
17.10.2018 20:37Lömbin tekin inn 13 okt.![]() Við smöluðum síðast liðinn laugardag og hér erum við að smala Búlandshöfðann. ![]() Hér erum við komin áleiðis með þær inn í Mávahlíð. ![]() Emil og Benóný á leiðinni upp á Sneið sem er fyrir ofan Fögruhlíð. ![]() Benóný,Embla og Siggi. ![]() ![]() Hér erum við kominn upp fyrir kindurnar og búnað finna kindurnar hans Óla á Mýrum. ![]() Þær voru mjög þægar við okkur og rötuðu vel heim og við fengum Jóhönnu og Óla og Maju til að hjálpa okkur við að koma þeim heim. ![]() Hér eru þær að renna inn í girðingu við fjárhúsin í Tungu. ![]() Hér eru rollurnar hans Óla á Mýrum og ein frá Kvíarbryggju komnar. Þær voru mjög þægar og fóru beint niður eftir að við náðum þeim. ![]() Núna er svo æðislegur tími framundan að taka frá lífgimbranar og fara skíra þær og mynda þær. Hér er gimbur undan Möggu Lóu og Móra og hún er spök. ![]() Hér er Móbottnótt gimbur sem er systir Möggu Lóu og hún er líka mjög spök. Móra gamla er 2007 módel og hún verður tekin inn á hús í dekur. ![]() Drauma liturinn minn er auðvitað sett á til lífs. ![]() Það má segja að ásettningurinn í ár verði mjög litskrúðugur. ![]() Það verður ein svartbotnótt undan Botnleðju og Ask. ![]() Grána sem ég fékk hjá Óttari á Kjalvegi. ![]() Þessi flekkótta er undan Brælu og Kraft. ![]() Grá kollótt undan Móra sæðishrút. Siggi setur aðra af þessum golsóttu á . ![]() Ég ætla bara aðeins að sýna ykkur sýnishorn núna en svo á ég eftir að setja inn myndir af þeim og dóma seinna. ![]() Hér eru hrútarnir en tveir í sitt hvoru horninu eru seldir og eru í eigu Sigga í Tungu. Sá svarti er frá Óttari og fyrir aftann hann er hrúturinn hans Kristins Bæjarstjóra og svo eigum við þennan móblesótta og hvíta fyrir aftann hann. ![]() Hér er svo svartbotnótti hrúturinn hans Óttars. ![]() Það hefur aldrei verið svona mikið af mórauðu í ásettninginum áður og örugglega ekki svona margir litir svo þetta verður alveg drauma ásettningur hjá mér he he. Ég hlakka til að fara gefa mér tíma í að skíra þær og setja þær svo hér inn á bloggið með stigunum og ættum. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þeim og hrútunum. Það er svo næst á dagskrá hjá okkur Héraðsýning lambhrúta á Snæfellsnesi og má sjá auglýsingu um hana hér inn á heimasíðu Búa Flettingar í dag: 5602 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1562245 Samtals gestir: 77959 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:55:28 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is