Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

23.10.2018 09:05

Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi 2018

Héraðssýning lambhrúta var haldinn núna um síðustu helgi. Hún byrjaði kl 1 á Hofsstöðum í Eyja og Miklaholtshreppi hjá Eggerti Kjartanssyni og endaði þar um rúmmlega 4.
Lárus Birgisson og Eyþór Einarsson voru dómarar. Kvennfélag Eyja og Miklaholtshrepps sá
um kaffi veitingar og súpu og stóðu sig frábærlega. 
Það var gúllassúpa mér til mikilla ánægju he he því ég borða ekki kjötsúpu og hún sló í gegn hjá þeim og var rosalega góð.

20 hvítir hyrndir hrútar , 10 mislitir og 7 kollóttir voru mættir til keppnis vestan megin við
girðinguna. Þeim var svo raðað í uppröðun án þess að vita hvort þeir yrðu í verðlaunasæti.

Seinni sýningin fór svo framm kl hálf 9 um kvöldið í Haukatungu Syðri 2 hjá Ásbyrni og 
Helgu. Það var góð mæting og mjög skemmtileg sýning þar var boðið upp á kaffi ,öl og
kræsingar. Alltaf gaman að koma í glæsilegu fjárhúsin þeirra.

Þar voru mættir 15 hvítir hyrndir hrútar , 5 mislitir og 3 kollóttir sem kepptu svo við þessa
sem voru vestan megin. Alls í heildina voru 35 hvítir hyrndir lambhrútar, 15 mislitir og
10 kollóttir þá bæði vestan og sunnan megin við varnargirðinguna.

Það var vel mætt af fólki á báðar sýningarnar en heldur fleiri sem komu um kvöldið í
Haukatungu Syðri 2 . Þetta voru flottar sýningar báðar og gaman að allir gerðu sér fært að
koma því veðurguðinn var nú ekki allt of góður við okkur eins og hann getur verið þegar
hrútasýningar eru og skall á með rigningu og roki en auðvitað létu bændur það ekki á sig fá.


Ég ætla að byrja á toppnum og segja ykkur frá ofurhrútnum sem vann Farandsskjöldinn
fallega í ár. Það var lambhrútur frá Snæbyrni á Neðri Hól undan Tvist sæðingarstöðvar
hrút og hann var 90,5 stig og er án efa hæðst dæmdi lambhrútur á Snæfellsnesi.
Þetta var glæsilegur hrútur í alla staði og þvílíkar tölur hefur maður ekki séð emoticon
Hér eru feðgarnir stoltir með verðlaunin sín ég óska þeim enn og aftur innilega til
hamingu.

1 sæti lambhrútur frá Neðri Hól nr 43 faðir Tvistur sæðingarstöðvar hrútur

55 kg 105 fótl 35 ómv 2,6 ómf 5 lag

8 9 9,5 9,5 10 20 8 8 8,5 alls 90,5 stig


Ég held að þetta sé hrúturinn en er þó ekki alveg viss en vona að ég hafi á réttu að standa.
Hann var nefnilega vestan megin og þá náði ég ekki að fá mynd af Snæbyrni með hann.

Hér eru verðlaunahafarnir í hyrndu hvítu hrútunum.
1.Snæbjörn Viðar Neðri Hól
2.Ásbjörn og Helga Haukatungu Syðri 2
3. Heiða Helgadóttir Gaul

Í öðru sæti var lambhrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 nr 8131

undan Leyni 16-522. 50 kg 103 fótl 33 ómv 3,0 ómf 4,5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19 8,5 8 8 alls 88,5 stig.


Það gæti mögulega verið hrúturinn sem Ásbjörn heldur í hér. Langur og vel þykkur.


Í þriðja sæti var lambhrútur frá Heiðu á Gaul nr 124 og er undan Bjart sæðingarstöðvarhrút.

54 kg 107 fótl 31 ómv 4,5 lag 

8 9 9 9 9 18,5 8,5 8 9 alls 88 stig.


Hér sést Heiðu hrútur ásamt 5 í uppröðun vestan megin.
Það var Snæbjörn Neðri Hól, Heiða á Gaul, Halla Dís Hoftúni, Eiríkur Helgason með hrút
frá Hjarðafellsbúinu og svo Emil með hrút frá okkur.

Í fjórað sæti var svo lambhrútur frá Guðný og Atla í Dalsmynni 1

nr 12 undan Blíðfinni 16-001 45 kg 108 fótl 35 ómv 2,4 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 18,5 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig


Hér er Guðný með hann 4 hrútur talið frá vinstri.

Hér sést framan í hann, hann er kolóttur og hefur fengið nafnið Korgur hjá Guðný þetta 
var einstaklega fallegur og vel holdfylltur hrútur.

Í fimmta sæti var hrútur frá Höllu Dís og Kristjáni í Hoftúni.

nr 141 undan hrút 16-252. 53 kg 101 fótl 35 ómv 4,5 ómf 5 lag.

8 9 9 9,5 9,5 19,5 8 8 9 alls 89,5 stig.



Kollóttu lambhrútarnir.

Í fyrsta sæti var hrútur nr 16 undan Koll. 46 kg 108 fótl 35 ómv 3,2 ómf 5 lag.

8 9 9,5 9,5 9 19 8 8 9 alls 89 stig.


Hér sést í þessa kollóttu sem voru í uppröðun vestan girðingar. Eirikur með frá 
Hjarðafelli svo Eyberg í Hraunhálsi með besta og svo annar frá Hjarðafelli og svo
sá sem var í öðru sæti hjá Kristjáni á Fáskrúðabakka.


Hér eru verðlaunahafarnir fyrir bestu kollóttu. 
Guðlaug Sigurðardóttir Hraunhálsi.
Kristján Fáskrúðarbakka.
Guðbjartur Hjarðarfelli.


Hér er besti kollótti lambhrúturinn 2018 frá Hraunhálsi.

Í öðru sæti var lambhrútur frá Kristjáni á Fáskrúðarbakka undan Vöðva.

nr 19 47 kg 110 fótl 34 ómv 4 ómf 4,5 lag

8 8,5 8,5 9 9 18,5 9 8 9 alls 88 stig.

Í þriðja sæti var lambhrútur frá Hjarðarfellsbúinu undan Magna.

nr 431 61 kg 111 fótl 35 ómv 3,5 ómf 4,5 lag

8 9,5 9 9,5 9 18,5 9 8 9 alls 89,5 stig.

Í fjórað sæti var einnig Hjarðarfellsbúið með hrút undan Hnöll.

nr 716 52 kg 106 fótl 32 ómv 4,1 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 19 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

Í fimmta sæti var lambhrútur sunnan girðingar frá Arnari og Elísarbetu á Bláfeldi undan Koll.

nr 49 51 kg 108 fótl 31 ómv 4,2 ómf 4 lag

8 8,5 8,5 9 9 ,8 9 8 9 alls 87 stig.

Þeir voru rosalega öflugir kollóttu hrútarnir í ár og gáfu hvítu hyrndu ekkert eftir í stigun.


Hérna eru Arnar og Elísarbet með 3 kollóttu hrútana sem kepptu sunnan girðingar á
Haukatungu Syðri 2. Einn af þessum hefur því verið í 5 sæti.


Miklar pælingar hjá Lárusi og Eyþóri yfir öllum þessum stór glæsilegu hrútum.
Guðmundur Ólafsson Ólafsvík er þarna með þeim á myndinni.

Mislitu lambhrútarnir

Í fyrsta sæti var svartbotnóttur lambhrútur frá Óttari Sveinbjörnssyni Kjalvegi undan 
Fóstra 17-378.

nr 374 57 kg 104 fótl 31 ómv 3,6 ómf 4,5 lag

8 8,5 9 9 9 19 8 8 8,5 alls 87 stig.


Hér er besti misliti lambhrúturinn 2018 frá Óttari á Kjalveg.


Hér eru verðlaunahafarnir í mislitu hrútunum.

Emil tók við verðlaunum fyrir fyrsta sæti fyrir Óttar sem er staddur erlendis.
Elísabet Bjarnardóttir Bláfeldi.
Arnar Ásbjörnsson Bláfeldi.

Í öðru sæti var svartur lambhrútur frá Arnari og Elisabetu Bláfeldi undan Hermil

nr 83 50 kg 107 fótl 32 ómv 2,1 ómf 4,5 lag

8 9 8,5 9,5 9,5 19 8,5 8 8 alls 88 stig.

Í þriðja sæti var einnig hrútur frá þeim undan Hermil og hann er grár.

nr 234 47 kg 108 fótl 30 ómv 1,9 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18,5 læri 8 8 8,5 alls 87 stig.


Hér er verið að skoða mislitu hrútana í Haukatungu Syðri 2. Hér sést í hrútana frá
Arnari og Elisarbetu þann svarta sem var í öðru sæti og gráa sem var í þriðja sæti.

Í fjórað sæti var svartur lambhrútur frá Óttari á Kjalvegi undan Fóstra eins og sigurvegarinn.
Móðir hans er systir Kletts sem er Kveik sonur frá Óttari.

nr 385 54 kg 105 fótl 30 ómv 3,3 ómf 5 lag

8 8,5 9 9 9,5 18,5 8 8 8,5 alls 87 stig.


Hér er mynd af þessum svarta hans Óttars sem hefur fengið nafnið Svarti Pétur.

Í fimmta sæti var svartur lambhrútur frá Guðmundi Ólafssyni Vallholti 24 Ólafsvík.

nr 193 undan Kölska 55 kg 110 fótl 32 ómv 2,3 ómf 4,5 lag

8 8,5 8,5 9 9 18,5 8,5 8 8,5 alls 86,5 stig.


Hér sést í þá sem voru í uppröðuninni vestan girðingar og þar er Gummi með svarta
hrútinn sinn sem var í 5 sæti.

Þá er þetta upptalið með verðlaunasætin í öllum flokkum og óska ég öllum innilega
til hamingju með þessa frábæru gripi sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni.

Ég ætla svo að setja smá myndasyrpu hér af sýningunum.


Hér er verið að skoða kollóttu hrútana vestan girðingar á Hofsstöðum.

Hér eru allir spenntir að fylgjast með.

Hér er verið að skoða mislitu hrútana vestan megin.

Hér er önnur.

Mikið af fallegum hrútum veit nú ekki hver á þessa en fallegir eru þeir.

Verið að skoða hvítu hyrndu hrútana sem voru 20 alls vestan girðingar.

Hér er önnur.





Sérstakur á litinn frá Guðmundi Ólafs Ólafsvík golsubíldóttur.

Jæja þá er búið að raða öllu upp hérna megin og þá er að fara í smá pásu og halda svo
áfram í Haukatungu Syðri 2 í kvöld.

Ég fór með Stjórann fyrir Kristinn Bæjarstjóra en hann komst ekki í uppröðun en það
var bara gaman að fara með hann fyrir Kristinn og taka þátt enda vígalegur og fallegur
hrútur. Kristinn var staddur erlendis þegar sýningin var. Hann heitir ekki Stjóri mér 
fannst bara passa vel við hann að kalla hann það he he.

Við fórum með þennan frá okkur eða Jóhönnu sem er með okkur í húsum en hann er 
ættaður alveg í okkar fé. Hann er undan Svan Máv syni og Hrímu rollu frá Jóhönnu sem
er undan Brimil sem var Borða sonur hjá okkur. Hann komst í topp 5 í uppröðun
vestan megin. 51 kg 112 fótl 37 ómv 3,1 ómf 5 lag

8 8,5 8,5 10 9,5 18,5 8,5 8 8,5 alls 88 stig.

Hann var svo seldur til Hlífars á Víðiholti í Varmahlíð.


Hér er svo mynd af myndarlegu kvennfélagskonunum úr Eyja og Miklaholtshreppi sem 
voru með frábæru súpuna,kaffið og kræsingarnar á Hofsstöðum. Vona að ég fari með
rétta frásögn að þetta sé kvennfélag þeirra annars meigiði endilega leiðrétta mig í 
kommenntum hér fyrir neðan.

Jæja það eru svo myndir hér inn í albúmi af Sýningunni vestan megin.

Hér koma svo nokkrar myndir af Sýningunni í Haukatungu Syðri 2.


Verið að fylgjast með í Haukatungu Syðri 2.

Mér fannst alveg frábært að sjá þessar litlu verðandi bónda konur fylgjast með af svo
mikilli athygli og stóðu bara svo prúðar og stilltar.







Verið að skoða hvítu hyrndu sem voru 15 alls sunnan megin.



Hér eru glæsilegar og gómsætar kræsingar hjá þeim í Haukatungu og glæsilegu
verðlaunagripirnir standa fyrir aftann.
Það voru svo veitt auka verðalaun fyrir efstu þrjú sætin í hverjum flokki og sáu
Sauðfjárræktar félögin um það. Það voru egg og hamborgarar sem koma alltaf að góðum
notum og svo var smá bland kinda spil, kertastjaki og hrúta spjald til að hengja upp.

Svo tók við þó nokkur bið eftir að dómararnir kæmu sér saman um útslitin enda erfitt
val á öllum þessum glæsilegu hrútum.







Allir spenntir að fylgjast með úrslitunum.

Hér er Lárus að afhenda Snæbyrni Farandsskjöldinn glæsilega til eins árs.
Þetta er stórglæsilegur gripur.

Hér er svo búið að afhenda honum verðlauna skjöldinn fyrir besta lambhrútinn 2018 á
Snæfellsnesi.
Þetta var frábær dagur og glæsilegir gripir.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af Sýningunni í Haukatungu Syðri 2.

Svo endilega kíkið inn í albúmin.



Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar