Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

05.11.2018 20:36

Gefið ormalyf og fullorðinsmerkin sett í lömbin.

Síðast liðinn sunnudag gáfum við gimbrunum og lambhrútunum ormalyf og settum í þau fullorðinsmerkin. Bæði gimbrarnar og lambhrútarnir eru mörg að verða gæf og hefur ásettningshópurinn aldrei verið eins gæfur sem gerir gjöfina og umhirðuna miklu skemmtilegri.
Hér er Freyja dóttir okkar að knúsa hana Hörpu sem er alveg einstaklega gæft lamb.
Hér er hin dóttir mín Embla búnað hlamma sér á bak á Vaíönnu sem er veturgömul og 
er líka alveg einstaklega gæf.
Benóný sonur okkar að klappa Kaldnasa sem er uppáhalds hrúturinn hjá krökkunum hann
er líka alveg einstaklega blíður og góður við alla.
Embla og Aníta vinkona hennar að klappa Dröfn sem leyfir bara krökkunum að klappa
sér en vill ekki sjá að tala við okkur fullorðnu he he.
Það var milt og fallegt veður í Fróðarhreppnum um daginn en nístings kuldi.
Já það er alveg að koma vetur og orðið allt svo gult og kuldalegt og Snæfellsjökulinn
orðinn hvítur á ný.
Harpa komin með fullorðins merki ásamt öllum hinum.
Heyjið virðist fara vel af stað í þau og gimbrin sem við sóttum seinast er strax komin
með hornhlaup.
Þau voru skuggaleg börnin okkar Embla Marína, Benóný Ísak og Freyja Naómí á leiðinni
á Halloween skóla ball.
Freyja með sínum uppáhalds Dröfn ,Harpa og Gulla.

Það eru 3 gimbrar Harpa, Lóa og Ósk sem eru alveg draugspakar og elta mann og svo eru
fleiri sem eru forvitnar og á ég von á því að þær verði flestar gæfar í vetur.

Svarti Pétur hans Óttars er alveg spakur og Botni. Minn hvíti hann Jökull Frosti er mjög
spakur og svo er Zezar sá móflekkótti alveg að koma til og líka hrúturinn hans Kristins
svo þetta er bara gleði og gaman að koma í fjárhúsin á hverjum degi.

Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 900
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1350291
Samtals gestir: 74528
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:32:57

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar