Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
08.12.2018 18:5818 nóvember var kindunum smalað inn í Tungu![]() Það var smalað inn fyrir Höfða og Mávahlíðina á sunnudaginn 18 nóv en ekki á laugardaginn eins og stóð til vegna veðurs. ![]() Fallegur foss fyrir neðan þjóðveginn í Búlandshöfðanum. ![]() Lagðar vel af stað undir Höfðanum. ![]() Hér kemur brattur kafli. ![]() Ein leyndist fyrir aftan mig og kemur hér og ætlar sko ekki að verða eftir. ![]() Hér er ég að komast fyrir Höfðann og í áttina að Mávahlið. ![]() Embla mætt að hjálpa mér. ![]() Flottur Mávahlíðarfossinn i baksýn. ![]() Þessi gafst upp. ![]() Embla og Freyja hjálpuðu mér að passa hana þangað til Bói kæmi með kerruna. ![]() Svo lá leiðin upp hjá Fögruhlíð upp á Sneið og reka þær niður í Hlíð. ![]() Hér sést niður í Fögruhlíð og Holtsána. ![]() Þetta gekk svo allt saman vel og hér eru þær komnar allar saman inn í Tungu. ![]() Freyja að tala við vinkonur sínar. ![]() Freyja og Hrafna eru bestu vinkonur. ![]() Ég þurfti svo að fara aðra leit daginn eftir að sækja þessar en þær hafa skotið sér upp hjá Kötluholti þegar við vorum að smala hlíðina og sáum ekki til þeirra. ![]() Það var ansi kalt þegar ég sótti þær og ég þurfti að skilja bilinn eftir á Holtshæðinni og þurfti svo að labba til baka í hávaða roki og sækja hann. ![]() Freyja Naómí okkar sem fer alveg að detta í að verða 6 ára núna 12 desember var að missa sína fyrstu tönn og auðvitað var henni skellt undir koddann um kvöldið. Það eru svo fleiri myndir af smöluninni hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is