Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

27.12.2018 23:49

Smalað fé frá Hoftúni sem endaði svo í sjálfheldu.

Siggi rakst á fé inn í Búlandshöfða og komst að því að hann Kristján í Hoftúni átti þessa kind
og tvö lömb svo hann hafði samband við hann og hann og Gísli á Álftavatni, Snæbjörn á 
Neðri Hól og sonur hans komu og við aðstoðuðum þá við að reyna ná þeim. Fyrst fór allur
tíminn í að finna þær og þær fundust svo og við fórum að reyna ná þeim og þeir náðu að
fanga rolluna og eitt lamb. En eitt lambið leitaði niður í kletta í fjörunni og var of hættulegt 
að reyna styggja það, var þá hugmyndin að sleppa rollunni og athuga hvort lambið myndi
þá stökkva sjálft upp úr sjálfheldunni en það vildi þá ekki betur til en að rollan fór sömu leið
og lambið og hreyfði sig hvergi þó reynt væri að styggja við þeim. Það var svo annar hrútur
sem var auka með þeim og við náðum að elta hann uppi og króa hann af hann var svo ekki
frá þeim heldur frá Kvíarbryggju fangelsinu. Snæbjörn ætlaði að reyna klifra upp klettana til 
að komast að rollunni en það var of mikill klaki og of hátt að klifra svo hún var skilin eftir.
Ég frétti svo nokkrum dögum seinna að hún hafi náðst inn í Grundarfirði.
Hér sést í lambið og hundinn að passa það.
Hér erum við fyrir neðan Búlandshöfðann og niður á Mávarhlíðarhellu.
Hér er svo rollan komin í sjálfhelduna líka og vill sig ekkert hreyfa.
Hér sést innst inn í fjörunni í klakanum þar er rollan.
Hér eru Siggi og Snæbjörn að færa sig nær og Snæbjörn er á ísbroddum og ætlar að
athuga hvort hann geti klifrað upp að henni.
Hér sést Snæbjörn fyrir neðan en aðstæður voru ekki nógu góðar til að klifra.
Svo þeir fóru heim með aðeins annað lambið og kindin náðist svo eins og ég sagði 
nokkrum dögum seinna inn í Grundarfirði svo það hefur verið mikil ferð á henni.


Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar