Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
02.05.2019 15:42Tenerife ferð apríl 2019Við fjölskyldan skelltum okkur í byrjun apríl til Tenerife og það var æðisleg ferð og mikið gert. Benóný hafði langþráðan draum að fara í sundlaugargarðinn Siam Park og var sá draumur að veruleika og það var yndislegt að fá að upplifa hann með honum. Við fórum einnig í Aqualand sem er annar vatnsleikjagarður og þar fengu krakkarnir svakalega upplifun að vera með höfrungum og leika við þá. Við gerðum margt skemmtilegt með góðum vinahóp af kunningjum okkar sem voru líka á Tenerife. Það var farið í þrenn skonar dýragarða en engin var þó eins og stóð þar efst upp úr Loro Parque sem er svakalega stór og flottur dýragarður. Þar var einstök háhyrninga sýning og var það geggjað bara að fá að sjá þá svona í návígi. Við vorum á fremsta bekk og var boðið poka en tókum ekki veskið með okkur svo við bara nei nei þetta hlýtur að vera í lagi en svo hófst sýningin og háhyrningurinn kom ósköp sakleysislega til okkar og sneri sér svo við og gusaði yfir okkur með sporðinum og við vorum gersamlega á floti það lak úr okkur he he og Freyja mín var svo hrædd og blaut að hún fór að hágrenja greyjið. Við vorum á Amerísku ströndinni á hótelinu Parque Santiago 4 í sömu íbúð og við vorum seinast fyrir ofan matvörubúðina og hún er alveg æðisleg jafn stór að utan sem innan og hægt að vera í sólbaði á svölunum þar voru bekkir fyrir okkur öll. Það var frekar kalt fyrstu dagana hjá okkur en svo varð hlýtt og gott og við vorum ekkert tilbúin að koma heim í rigninguna og rokið. En jæja ætla núna bara láta myndirnar tala sínu máli. ![]() Hérna er Freyja með naggrís í Monkey Park ![]() Og hér er Benóný. ![]() Og Embla með naggrís líka þetta var voða spennandi fyrir þau. ![]() Freyja aftur með naggrís. ![]() Freyja í gokart. ![]() Benóný í gokart. ![]() Í sundlaugargarðinum. ![]() Benóný alsæll í rennibrautunum á hótelinu sem við vorum á. ![]() Meistarinn sjálfur mættur í langþráða drauminn Siam Park. ![]() Það var mikið stuð á strákunum í rennibrautunum. ![]() Benóný og Aron við Sincha rennibrautina en hún stóð upp úr hjá Benóný og var skemmtilegust. ![]() Hér kemur Benóný niður með Emma og Bergrúni og fannst þetta alveg æði. ![]() Svalirnar hjá okkur náðu allan hringinn um íbúðina. ![]() Freyja og Bergrún. ![]() Benóný fyrir utan leiksvæðið í Síam Park og var pínu kalt þegar sólin hvarf. ![]() Í Tívoli sem við fórum með Olafvíu og Arnóri og krökkunum. ![]() Við fórum öll saman í Jungle Park sem sagt við og Eva,Emmi og krakkarnir og Ólafvía, Arnór og krakkarnir. Það var rosa stuð. ![]() Benóný og Magnús í Aqualandi. ![]() Það voru rosalega flottar rennibrautirnar. ![]() Magnús fór í þessa sem var eins og klósettskál og sturtað niður og Benóný langði svo geggjað mikið í hana en þorði því ekki því hann hélt að hann gæti ekki synt frá henni. ![]() Benóný fór í þessar báðar. ![]() Hann fór í þessar líka. ![]() Í Loro Parque á sæljóna sýningu. ![]() Benóný,Freyja,Eyrún,Embla og Bergrún. ![]() Á háhyrninga sýningunni. ![]() Svaka fjör. ![]() Stelpurnar fengu svo flotta málingu. ![]() Emil og Arnór skelltu sér á túnfisk veiðar en því miður fengu þeir engan túnfisk en sáu þá. ![]() Svo flottur hópur Aron,Magnús,Embla,Benóný og Freyja. ![]() Benóný var mjög erfiður að borða úti og hér var tilraun til að láta hann borða pizzu botn og hann borðaði hann. ![]() Í mínigólf. ![]() Benóný og Freyja í minigolf. ![]() Freyja og Embla ![]() Við fjölskyldan skelltum okkur í fiska spa rosa gaman. ![]() Flottu gullin okkar. ![]() Freyja Naómí. ![]() Fórum út að borða saman með Evu og Emma á Hard Rock. ![]() Á leiðinni í dýragarðinn. ![]() Á leiðinni í hótel garðinn. ![]() Mörgæsa landið í Loro. ![]() Freyja Naómí. ![]() Embla Marína. ![]() Benóný Ísak. ![]() Gaman í rennibrautunum. ![]() Benóný. ![]() Þessi var tekin í flugvélinni á leiðinni út allir rosa spenntir. Jæja þá er ég búnað skella þessu helsta inn og svo er fullt af myndum inn í albúmi af ferðinni. Flettingar í dag: 341 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 7323 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1570243 Samtals gestir: 77990 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 21:57:58 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is