Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
26.05.2019 22:23Fjölskyldan stækkar og stúlka er væntanleg í september![]() Það er komið að því að afhjúpa leyndarmálið okkar að ég framfylgi sauðburðinum fram í september en þá eigum við von á okkar 4 barni og er ég komin rétt yfir 5 mánuði. Já sem sauðfjárbóndi er þetta afleidd tímasettning ég er búnað þurfa fara mjög varlega á sauðburðinum og vera með hanska og grímu ef ég þyrfti að veita burðarhjálp. ![]() Best að hafa allt öryggi í lagi því maður tryggir það ekki eftir á. Ég veit ég er alveg hrikaleg með þessa grímu og ég var alveg í hláturskasti þegar Emil kom með hana. ![]() Við ákváðum fyrst þetta er seinasta skiptið að fá að kíkja í pakkann og vita kynið. Við fengum aldrei að vita kynið með hin börnin. Hér eru börnin okkar að deyja úr spenningi að fá að sprengja blöðruna og sjá hvort það er stelpa eða strákur. Það kom svo í ljós að við eigum von á þriðju stelpunni og Benóný okkar var ekki sáttur við fréttirnar honum langði svo í bróðir og hélt að það væri alveg hundrað prósent að það væri strákur svo það tók smá tíma fyrir hann að melta að það væri stelpa. Stelpurnar hins vegar voru mjög glaðar með það eins og við öll. ![]() Nóg um að vera í sveitinni hjá Freyju og Bóa þar eru komnir hænu ungar. ![]() Hér er Freyja með einn. ![]() Benóný með tvo. ![]() Og enn bætist við held þeir séu orðnir 18. Hér er Embla. ![]() Hér er súpan af ungum. ![]() Hér er krefjandi verkefni í byggingu í sveitinni hjá Freyju og Bóa Costco kastalli. ![]() Emil ,Bói og Jóhann að setja saman. ![]() Þetta er allt að koma hjá þeim. ![]() Krakkarnir alsælir búnað koma rennibrautinni fyrir í brekkunni á meðan byggingin stendur yfir. ![]() Eyrún frænka Emils dóttir Jóhanns bróðir hans og Þórhöllu útskrifaðist á laugardaginn. Jæja læt þetta duga að sinni það eru svo fleiri myndir inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is