Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.05.2019 21:22

Sauðburður í hámarki 15-23 maí

Sauðburður hefur gengið vel og hér er Embla að klappa sæðingarhrút undan Kraft sem
er alveg einstaklega spakur og eru eiginlega bara öll lömbin gæf ef maður gefur sig að þeim.
Gott að kúra saman.
Margar útgáfur af litum hér er móflekkóttur og móhosóttur hrútur og móhöttótt gimbur.
Freyja að klappa hrútnum hennar Vaíönnu.
Skrautlegir hrútar tvílembingar undan gemlingum.
Þrílembingar undan Eik og Ask.
Hér eru flottir litir þessi með hvíta vaffið fremri er tvílembingur undan gemling sem var
vanin undir. Hann er undan Botna hans Óttars.
Krökkunum finnst voða gaman að koma í fjárhúsin núna.
Vaíanna komin út með hrútinn sinn og annan sem var vaninn undir hana og er tvílembingur
undan Óskadís gemling og Zesari.
Eik með þrílembingana sína en þeir ganga tveir undir.
Mamma átti afmæli þann 18 maí og varð 69 ára. Hér er hún með ömmu stelpurnar sínar.
Héla hans Sigga með hrút frá Randalín gemling sem var vaninn undir hana og svo 
gimbrina sína undan Ask.
Anna með flottar gimbrar undan Korra Garra syni frá Sigga.
Emil og Siggi að klaufsnyrta lambhrútana áður en þeim var hleypt út.
Það varð nú ekki mikill galsi í þeim og ég fékk engar myndir af slagsmálum.
Hrifla með hrútinn sinn undan Ask og hrút undan Tölu sem var vaninn undir hana því
hún fæddi nýdána gimbur sem hafði drepist fyrir nokkrum dögum.
Snælda með hrút undan Einbúa sem er Ísak sonur frá mér og Bárði.
Snúlla hennar Jóhönnu með lömbin sín undan Stjóra.
Harpa gemlingur með hrútinn sinn undan Zesari.
Gemsarnir glaðir að komast út hér er Randalín og Poppý.
Fallegur hrúturinn hennar Óskadísar gemlings og Zesars.
Hann er tvílembingur en gengur einn undir.
Undan Poppý og Zesari.
Hrútur undan Randalín gemling og Botna hans Óttars tvílembingur en gengur einn undir.
Svala gemlingur með gimbur undan Stjóra.
Hrúturinn hennar Poppý gemlings og Zesars. Zesar er undan Tinna hans Gumma sem er 
undan Dreka sæðis hrút. Ég er mjög spennt að sjá hvernig lömbin hans Zesars koma út.
Randalín gemlingur með hrútinn sinn undan Botna Óttars.
Dröfn með gimbrina sína unda Gosa frá Gumma Óla sem er undan Bjart sæðishrút.
Þessi gimbur virkar rosalega sver og falleg.
Hlussa 17-005 með lömbin sín undan Hlúnk Máv syni frá Sigga.
Sprengja 17-003 með lömbin sín undan Botna Óttars.
Magga Lóa með lömbin sín svarthosótta gimbur og móflekkóttan hrút.
Þau eru undan Zesari.
Botnleðja með hrút og gimbur undan Ask.
Svakalega þykkur hrútur undan Rósu og Kaldnasa.
Hann er kollóttur.
Gurra með lömbin sín undan Grettir Máv syni frá Sigga.
Kolfinna með gimbranar sínar undan Máv sæðishrút.
Hexía með gimbrar undan Víking frá Bárði og Dóru.
Dúfa hennar Jóhönnu með hrút og gimbur undan Kaldnasa.
Hrafna með hrútana sína undan Kaldnasa.
Tala með hrútinn sinn undan Kraft sæðishrút.
Þessi fyrri hluti af sauðburði gekk afburðarvel og svo flott að geta sett allt út fljótlega því
nóg er grasið allsstaðar.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessum hluta.



Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar