Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

31.05.2019 23:01

Bekkurinn hans Benónýs kemur í fjárhúsin og meiri sauðburður

Bekkurinn hans Benónýs kom í heimsókn í fjárhúsin um daginn með rútu.
Það var mikið stuð og þau skemmtu sér vel og það var mjög gaman að fá þau.
Það dundi yfir okkur óheppni í burði seinni hlutann af sauðburðinum þá kvíðslitnuðu
tvær kindur á nánast sama tíma og það veturgamlar ær sú fyrri var Ronja sem er hér og
við bundum hana upp með efni svo lömbin gætu komist betur að spenunum.
Og hér er hin hún Glóð og ekki var það á bætandi að þær skyldu báðar vera af mórauða
stofninum mínum. Þessi blummar sig vel og lömbin dafna vel hjá henni en hin
hún Ronja mjólkar aðeins einu lambi svo við vöndum undan henni.
Terta gemlingur bar fyrsta lambinu undan Jökul Frosta sem er Berg sonur.
Hér er það gimbur.
Hér er Gersemi að fara út með lömbin  sín golsóttan hrút og botnótta gimbur undan Ask.
Bræla með hrút og gimbur undan Gretti Máv syni frá Sigga.
Jökulrós með lömbin sín undan Kaldnasa.
Kastalinn er á fullu í byggingu.
Hér er hann kominn á réttan stað og aðeins eftir að setja rólurnar upp.
Krakkarnir eru alveg í skýjunum með þetta.
Hér eru frændurnir saman Benóný og Bjarki Steinn.
Sólhúsið er allt í vinnslu líka hjá Bóa og Freyju en það hefur aðeins verið á hakanum út
af Kastalanum.

Af sauðburðinum að segja þá er aðeins búið að vera bras það var gemlingur að bera sem
var búnað vera svo lengi og engin útvíkkun að ráði og svo kom í ljós að það var á bakinu
lambið og komst þar af leiðandi ekki upp í grind og þegar það náðist að koma því rétt var
það dautt naflastrengurinn hefur slitnað en hún fékk í staðinn annað lambið frá þeirri
kviðslitnu henni Ronju.

Annar gemlingur bar svakalega sveru lambi sem voru mikil átök að ná úr og náðist það
lifandi, og með því að blása það með hárþurrku komst það á lappir en náði þó aldrei að 
sjúga almennilega og við gáfum því pela og mjólkuðum gemlinginn en það lamb dó svo
eftir tvo daga það hefur örugglega eitthvað kramist innvortis við þessa erfiðu fæðingu.

Svo það er búið að ganga svona leiðinlega í restina. Siggi er búnað fá 4 auka lömb það voru
tvær ær sónaðar með 2 og komu með 3 og tvær sónaðar með 1 og komu með 2.

Ég fékk tvö aukalömb ein var sónuð með 1 og kom með 2 og ein var sónuð með 2 en
kom með 3.

Eitt lamb fótbrotnaði hjá mér og við settum á það spelku og er það búnað vera með 
spelkuna í 2 vikur á sunnudaginn þá ætlum við að prófa taka af því og sjá hvernig það er.

Það eru 3 eftir að bera hjá mér tvær sem verða 5 og 8 júní og einn gemlingur sem ég veit
ekki alveg hundrað prósent hvenær hann ber. Hjá Sigga er ein eftir sem fer að bera bara
núna í nótt eða á morgun og þá er sauðburður búinn hjá honum.

Sauðburðurinn hjá Sigga hefur gengið eins og í sögu fengið aukalömb og frjósemi og 
hann hefur ekki misst eitt einasta lamb og ekkert komið dautt.

Jæja læt þetta duga að sinni kem svo með endalegar tölur og myndir í næsta bloggi.

Hér eru svo myndir af þessu í albúmi.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar