Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
13.06.2019 23:10Sauðburðar lok loksins 12 júníÞað eru búnað vera ansi margar fýluferðirnar inn eftir að athuga seinustu kindurnar tvær sem voru eftir en loks kom þó að því að Mjallhvít bar í hádeginu 11 júní tveim risa stórum hrútum undan Korra. Svo bar Frostós kvöldið eftir. ![]() Hér er hún nýborin. ![]() Mjög jafnir og flottir hrútar hjá henni. ![]() Orðin stór lömbin undan Glóð og Zesari. Gimbrin er mórauð og hrúturinn móflekkóttur. ![]() Ég var að reka tvær kindur hjá mér um daginn sem voru komnar alla leið að Brimisvöllum og þá tók þessi fallega meri á rás með folaldið ekkert smá flott. ![]() Það var mikill leikur í þeim. ![]() Jæja daginn eftir hjá Mjallhvíti hrútarnir orðnir vel sprækir. ![]() Sauðburður kláraðist svo 12 júní þegar Siggi dró úr þessum gemling fyrir mig þennan stóra myndarlega hrút undan Jökul Frosta. Hann var stór og stirður og lengi að komast á lappir en svo hafðist þetta allt fyrir rest. ![]() Hér er hann orðinn sprækur. ![]() Hér er svo Frostrós komin út með hrútinn daginn eftir 13 júní. ![]() Mjallhvít kominn út með hrútana sína. ![]() Hér er Dúfa með lömbin sín inn í Fögruhlíð. ![]() Magga Lóa með lömbin sín undan Zesari. ![]() Eik er með henni svo þær mæðgurnar eru saman Eik er með hrút og gimbur undan Ask. ![]() Kriu egg á Mávahlíðar rifinu. ![]() Krían. Mikil gleði hjá mér að sauðburður sé búinn loksins enda ansi langt liðið á júní svo núna getur maður farið að slaka á og gera eitthvað með krökkunum. Emil er kominn í útilegu á Bolungarvík og verður að róa þar í einhvern tíma svo ég er bara ein með krakkana. Við bárum á túnin 6 júní og það er enn bara þurrkur í kortunum en það var vel rakt í morgun eftir þokuna sem var gær. En upp á áburðinn að gera væri fínt að fá smá rigningu fyrir okkur. Jæja það eru svo myndir af þessu öllu saman hér inn í albúmi . Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is