Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
20.07.2019 12:33Fyrsta útilegan júlí 2019Við fórum svo norður aftur fyrst það var ekki útlit fyrir heyskap næstu vikuna. Okkur langaði svo að eyða smá tíma fyrir norðan það er svo æðislegt að vera þar. Við byrjuðum á því að keyra til Blöndósar og gistum þar eina nótt. Fórum svo í sund þar áður en við héldum áfram til Akureyrar. Fyrst var þó tekinn rúntur í gegnum Sauðárkrók til að athuga hvort það væri nokkuð komin ný rennibraut þar en svo var ekki svo við héldum áfram til Akureyrar. Við fórum á tjaldstæðið á Hömrum sem er alveg frábær staður til að vera á. ![]() Gullin mín í fyrstu útilegunni 2019 hér eru þau í hjólhýsinu á Blöndósi fyrstu nóttina. ![]() Benóný mættur í leiktækin á Hömrum. ![]() Freyja að stökkva á milli steina. ![]() Embla að labba á kaðlinum. ![]() Þau voru alveg að elska þetta leiksvæði enda nóg að gera. ![]() Þórhalla og Bjarki komu og gistu hjá okkur eina nótt. ![]() Hér eru þau búnað græja sig fyrir að fara á hjólabát. ![]() Og Freyja líka. ![]() Hér eru þau svo komin af stað rosa stuð. ![]() Donna fór með okkur í útilegu. ![]() Mætt í jólahúsið að barna óska brunninum ég hef nú lúmskan grun um að Benóný hafi óskað þess að stelpan í maganum mínum breytist í strák he he. Við byrjuðum daginn á því að fara í sund á Akureyri og fórum svo yfir í jólahúsið og þaðan yfir á Kaffi kú. ![]() Benóný Ísak. ![]() Alltaf gaman að kíkja hingað. ![]() Það er nú bara það. ![]() Feðgarnir saman. ![]() Mætt á Kaffi Kú. ![]() Krökkunum finnst það alveg ómissandi að fara ekki hingað í hvert skipti sem við komum norður svo þetta er orðinn árlegur viðburður. ![]() Við kíktum svo til Dalvíkur til að prófa nýju rennibrautirnar þar og Benóný var alveg dáleiddur af þeim fannst þær svo fallegar og mjög gaman að renna í þeim og hafði orð á því að þetta væru skemmtilegustu rennibrautirnar sem hann hafi farið í . ![]() Í bakaleiðinni lá leið okkar svo á Möðruvelli í heimsókn til Birgittu og Þórðar sem er orðin árleg heimsókn hjá okkur þegar við komum norður. Birgitta tók einmitt saman á heimasíðunni sinni hversu oft við værum búnað koma og má sjá það hér Við kynntumst í gegnum heimasíðuna okkar 24 júlí 2011 og hittumst svo fyrst 20 júní 2012. Það er svo frábært að hafa kynnst þeim hjónum Birgittu og Þórði alltaf svo yndisleg og gaman að koma til þeirra við þökkum kærlega fyrir okkur. ![]() Hér er svo árlega myndatakan af okkur júlí 2019 og Týri og Donna ákváðu að vera með líka he he Donna að fela sig undir hjólhýsi og Týri að biðja hana að koma að leika. ![]() Kúlan stækkar óðum og orðin frekar þyngri á mér og get ekki gert alla hluti jafn auðveldlega og áður en mér líður mjög vel núna 20 júlí er ég komin 7 mánuði á leið. ![]() Bílinn okkar og hjólhýsið. Við alveg elskum að ferðast um í húsinu það er svo kósý. ![]() Ég var búnða hringja nokkrum sinnum í sundlaugina á Húsavík fyrir Benóný og athuga hvort hún væri búnað opna nýju rennibrautina þegar við fórum austur og svo loksins núna þegar við vorum fyrir norðan var nýbúið að opna hana og auðvitað fórum við í hana. ![]() Rennibrautin á Húsavík. Svo nú getur Benóný verið sáttur þegar við förum heim því hann er búinn að prófa allar nýju rennibrautirnar fyrir norðan sem honum langaði í. ![]() Við í göngu á tjaldstæðinu á Hömrum. ![]() Benóný að borða dominos brauðstangir sem er uppáhalds maturinn hans. ![]() Kósý Benóný uppi í kojunni og stelpurnar saman niðri. ![]() Fórum í heimsókn til Arons frænda Emils og fjölskyldunar hans þau búa á Blöndósi. Hér eru þær frænkur saman að máta kjóla Sunnefa,Freyja og Embla. ![]() Emil varð svo fyrir því óláni að enda ferðalagið okkar svona. Við komum heim á sunnudags kvöldið og þegar Emil var búnað leggja hjólhýsinu í stæðið og var að færa vinnubílinn sinn aftur í stæðið hjá okkur stökk hann úr vinnubílnum og lenti á mosa á stéttinni og missteig sig svona rosalega að það bólgnaði svakalega á honum fóturinn. Ég hringdi strax á lækni og Jóhann bróðir Emils fór með hann og lét mynda og skoða fótinn. Hann gat ekki stigið í hann fyrstu dagana og var með hækjur en sem betur fer sást ekki brot á myndunum sem voru teknar en hann mun vera aumur og basla við þetta í 3 til 4 vikur áður en hann jafnar sig alveg. Þetta mun ekki koma sér vel fyrir okkur því nú er heyskapur að fara hefjast. Þetta var samt æðsilegt ferðalag og við fengum hlýtt og gott veður allan tímann og við fórum líka í sund í Þelamörk og Hrafnagili. Birgitta vinkona og krakkarnir hennar komu með okkur í sund á Hrafnagili og það var mjög gaman við fórum svo aftur í heimsókn til Birgittu áður en við fórum af stað vestur. Á heimleiðinni gistum við svo aftur inn á Blöndósi og fórum svo heim daginn eftir. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu ferðalagi okkar. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is