Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

26.07.2019 21:51

Heyskapur

Byrjað að slá 17 júlí í Fögruhlíð.

Hér eru Bói og Emil að slá. 
Siggi að snú inn í Tungu.

Emil að gera klárt fyrir Jóhönnu.

Verið að slá inn í Kötluholti.

Slegið inn í Mávahlíð.

Verið að rúlla inn í Kötluholti.

Verið að rúlla inn í Tungu.

Rúllað inn í Mávahlíð.

Siggi að plasta.

Krakkarnir hafa verið dugleg í blíðunni að veiða síli meðan heyskapurinn var.

Hérna eru Embla,Freyja og Aníta að veiða inn í Kötluholti síli.

Við fórum svo líka upp á Hofatjörn sem er fyrir ofan Kötluholt og þar var sko gaman að
veiða þau veiddu þau og bjuggu til gildru úr leirnum í botninum svo var þeim sleppt út
aftur þegar þau voru hætt.

Hér er fjörið Aníta og Þráinn vinir krakkana komu með okkur og Bjarki Steinn frændi
þeirra og það var geggjað gott veður 18 stiga hiti.

Benóný.

Hér eru þau búnað búa til holu fyrir sílin.

Hér erum við á leiðinni niður aftur og það glittir í Mávahlíð þarna bak við.

Það er enn mikil gleði að leika sér í kastalanum hjá ömmu og afa í sveitinni.

Aníta og Embla með hænu ungana í sveitinni.

Þráinn bróðir Anítu með hænu.

Freyja Naómí.

Benóný með tvær í takinu.

Þau eru alveg sjúk í hænurnar þær eru svo gæfar og skemmtilegar.

Heyskapur gekk vel og það voru 99 rúllur í heildina af Fögruhlíð,Kötluholti og Mávahlíð.
Við byrjuðum 17 júlí og vorum búin 25 júlí að keyra allar rúllur út á Tungu.
Aðal traktorinn bilaði reyndar alveg í restina það kom gat á gírkassann en sem betur fer
var þá búið að binda allt og klára heyja. Gamli vörubílinn sem við notum til að keyra 
rúllurnar er líka bilaður en hann er búnað lifa ótrúlega lengi svo það var bara orðið 
tímaspursmál hvenær hann gæfist upp.

Árás með gimbur undan Botna hans Óttars.

Hér er hin á móti.

Ronja.

Gimbrin hennar undan Zesari. Hún er rosalega ljós móbottnótt.

Hrifla með hrútinn sinn undan Ask og fóstrar annan undan Tölu og Kraft sæðishrút.

Ljósbrá með hrútinn sinn undan Hlúnk.

Þessi eru móðurlaus. Þau eru undan Móheiði og Kaldnasa. Móheiður varð afvelta um
miðjan júní.

Gimbur undan Ísól og Svarta Sambó sem er hrútur frá Bárði.

Þessir virka svaka bolar þeir eru undan Sprengju og Botna hans Óttars.

Skuld með gimbrina sína undan Fáfni sæðingarhrút.

Kvika með lömbin sín undan Zesari. Grámórauð gimbur og mógolsóttur hrútur.

Poppý gemlingur með móhosóttan hrút undan Zesari.

Hrúturinn hennar Ljósbrá og Hlúnk.

Hláka hans Sigga með lömbin sín undan Grettir.
Gæfa með lömbin sín undan Gosa hans Gumma Óla.

Svaka boli undan Rósu og Kaldnasa.

Mér finnst þessi svo flottur hann er undan Ljósbrá og Hlúnk.

Undan Dúfu hennar Jóhönnu hvít gimbur og flekkóttur hrútur faðir Kaldnasi.

Þessi lömb eru frá Gumma Óla Ólafsvík.

Lömb frá Jóhönnu. 

Það er búið að vera leiðinda ástand á kindunum sem ganga fyrir neðan Tungu og Hrísar
þær eru alltaf að koma sér í vandræði og flæða. Við erum búnað þurfa reka þær nokkurm
sinnum í sumar af hólmunum sem eru í Tunguósnum. Svona var staðan einn daginn.

Það hélt svo áfram að falla að og enn var meira eftir svo við fórum sitt hvorum megin
og reyndum að öskra á þær. Þetta endaði svo með því að allar syntu í land nema ein
tók aðra stefnu og náði ekki í land og drukknaði. Mjög dapurt það var hún Skuld sem
var undan Svönu og Kölska en lambið hennar náði í land og lifir.

Skrýtla með þrílembingana sína undan Viking hans Bárðar.

Gimbrin hennar.

Hrúturinn hennar.

Hin gimbrin hún er minnst en hún var það líka fædd.

Elka með gimbrina sína undan Hlúnk. Hún á að vera með hrút líka en vonandi er hann
bara búin að villast undan og sé einhver staðar.

Þetta er þrílembingur undan Þoku og Ask.

Hér er einn hrútur af þrílembingunum.

Hér er svo sá þriðji og annar hvor botnótti hrúturinn er sá sem fótbrotnaði í vor og það
sér ekki á honum og ég get ekki séð hvor hrúturinn það var svo það hefur heppnast
vel þegar Siggi spelkaði hann fyrir okkur.Við sjáum það svo í haust hvor hrúturinn þetta var
því ég skrifaði það niður hjá mér.

Hér er svo Þoka með þau öll.

Jæja þá er þetta komið hjá mér það eru svo myndir hér og hér af  þessum tveim albúmum af 
heyskapnum og öllu saman.


Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar