Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.09.2019 16:11

Skipt um þak á fjárhúsunum í Tungu

Seinustu helgi var skipt um þakið á fjárhúsinu hjá Sigga. Hannes vinur Sigga kom með
strákana sína og svo var Bói,Óli,Maja og Jóhanna að hjálpa Sigga að setja þakplöturnar á.
Þetta gekk rosalega vel og kláraðist það á laugardeginum og svo sá Siggi um það sem eftir
var á sunnudeginum.
Hér má sjá þá að verki. Ég gat ekkert hjálpað nema með því að henda í eina skúffuköku og
fara með til þeirra.
Hér er Jóhanna að safna saman þakplötunum gömlu.
Stelpurnar komu með mér og voru að leika sér upp á rúllunum.
Ég fór svo kindarúnt og rakst á þessa sem er frá Gumma Óla Ólafsvík með fallega
móhosóttan hrút.
Hér er svo annar grár frá Gumma líka.
Tvær systur undan Máv sæðingarstöðvarhrút. Þær einu sem ég fæ undan honum í ár.
Hrútur og gimbur undan Brælu og Gretti Máv syni frá Sigga.
Villimey með hrúta undan Gosa hans Gumma Óla. Gosi er undan Bjart sæðingarhrút.
Hér sjást þeir betur.
Snúlla hennar Jóhönnu með tvær gimbrar undan Svan Máv syni og önnur þeirra er alveg
hyrnd og hin kollótt.
Hrútur undan Snædrottningu og Kraft sæðingarstöðvarhrút.
Lömbin hennar Möggu Lóu svarthosótt gimbur og móflekkóttur hrútur.
Sá loksins fallega mórauð lömb undan Zesari sem eru ekki svona ljós eins og hin.
Þetta er hrútur og gimbur undan Mónu Lísu.
Hrúturinn er mósokkóttur og gimbrin móhöttótt með blesu.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af þessu.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar