Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
21.09.2019 21:34Smalað 20 sept Búlandshöfða og Mávahlíð![]() Þessi hópur var niðri í Búlandi og það var nóg að blístra á þær og hóa og þá fór allt gengið af stað. ![]() Þessir pungar komust alla leið úr Höfðanum og inn í Tungu. Þetta eru veturgömlu hrútarnir Stjóri og Zesar. ![]() Hérna er gott rennsli á þeim undir Búlandshöfðanum. ![]() Þær fara hér vel af stað í áttina að Mávahlíð. ![]() Emil að verða kominn á Mávahlíðar helluna. ![]() Siggi að fara upp Mávahlíðar helluna. ![]() Hér er Magnús frændi hans Gumma Óla að hjálpa okkur inn í Mávahlíð að smala. ![]() Hér er Gummi á hestunum á Mávahlíðar rifinu að smala og það ringdi svakalega á okkur. ![]() Allir vel blautir og verið að tala sig saman um að fara raða sér upp í Fögruhlíð og upp á Sneið. ![]() Embla svo dugleg og einbeitt á svipinn he he. ![]() Jóhanna gegnum blaut það var svo svakaleg rigning. ![]() Ef vel er að gáð má sjá Magnús upp í hlíð með hundinn og kindurnar fyrir framan. ![]() Kristinn kom og hjálpaði okkur beint af fundi úr Rvk og í regngallann að smala. ![]() Verið að reka inn. ![]() Emil og Gummi. Það heimtist mjög vel og vantar bara eina kind hjá mér með lömb svona fljótt á litið og Siggi er búnað fá allar sínar kindur nema ein sem gafst upp í Mávahlíð. En hvað lömbin varðar kemur það í ljós þegar við verðum búnað vigta hvort vanti mikið af þeim eftir sumarið. Ég hef þó misst nokkrar kindur það var Skuld sem drukknaði, Móheiður varð afvelta og Frenja skilaði sér ekki og lömbin komu. Við Emil og Jóhanna byrjuðum að smala Búlandshöfðann um hálf 11 leytið og vorum búnað koma fénu yfir Höfðann og inn að Mávahlíðarhellu um 1 leytið svo kom Guðmundur Ólafsson Ólafsvík og Magnús Óskarsson frændi hans og hjálpuðu okkur Gummi var á hestbaki og Maggi með tvo hunda. Siggi var kominn með okkur um 1 leytið og tók Hlíðina okkar megin í Höfðanum. Kristinn bæjarstjóri kom svo kl 4 og þá vorum við komin með féið inn í Tröð og Maggi var upp í Hlíð milli Mávahlíð og Fögruhlíð og Siggi og Emil voru Fögruhlíðar megin í Hlíðinni til móts við Magga og svo rann féið vel niður í Fögruhlíð og þaðan rekið í gegnum Fögruhlíð og svo Kötluholt og upp að Fjárhúsum í Tungu. Ég fékk aðeins að hreyfa mig með því að standa fyrir í Tungu og Friðgeir á Knörr kom líka og hjálpaði mér að komast fyrir þær því ég náði nú ekki að vera fljót í förum. Þetta var flottur dagur með frábæru fólki, við skoðuðum þó lömbin ekki mikið enda ekki spennandi að sjá þau svona rennandi blaut. Friðgeir átti eina sem kom með þessu og svo var slatti frá Gumma Óla og ein frá Bibbu og Valla Grundarfirði. Læt þetta duga að sinni og það eru fleiri myndir hér inn í albúmi af smöluninni. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is