Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
22.09.2019 22:40Vigtað,Klippt rass ull og smalað 21 septFengum frábæran liðsauka að hjálpa okkur í gær við vigtun, klippingu og smölun. Það var ausandi rigning og rok svo við skelltum okkur bara í inni vinnu þangað til veðrið myndi ganga niður. Maggi bróðir kom vestur til hjálpa og fékk með sér Snorra Rabba betur þekktan sem snapparann Varginn og Raggi frændi kom líka hann er líka mikið með Snorra í snappinu. Þeir fengu hörku líkamsrækt út úr vigtuninni og það var svo gaman að sjá hvað þeim fannst þetta gaman. Eftir hádegi komu svo Maja og Óli og þá var farið að smala. Af vigtinni að segja þá var þyngsta lambið 63 kg og léttasta 32 sem er fjórlembingur við eigum svo eftir að heimta eina kind og vigta 2 lömb sem voru úti á túni svo ég á eftir að reikna út meðalþyngdina. ![]() Hér er Maggi bróðir að halda fyrir Sigga meðan hann klippir. ![]() Hér heldur Snorri fyrir Emil meðan hann klippir. ![]() Raggi að draga í vigtina og Emil vigtar. ![]() Snorri að lesa á númerið til að gefa mér upp hvort þetta sé frá mér eða Sigga og hvaða númer sé á lambinu til að skrá niður lífþungann. ![]() Jóhanna að passa að þau stökkvi ekki yfir. ![]() Flottir frændur Snorri og Emil. ![]() Siggi að draga í vigtina. ![]() Maggi bróðir að lesa á númerið fyrir mig. ![]() Snorri og Maggi að fara upp á sexhjólinu það var alveg ótrúlegt hvað hann komst langt upp á fjall á því. Það er gamal rafveituvegur sem hann náði að keyra alveg upp. Maja systir og Óli mágur komu líka að smala og Snorri skuttlaði þeim og Sigga fyrst upp á fjall og kom svo og náði í Magga og krakkana sína Björn Óla og Birgittu og þau voru svo dugleg að hjálpa okkur líka að smala. ![]() Embla og Birgitta voru svo duglegar að hjálpa til að smala. ![]() Hér er Siggi kominn niður með kindurnar sem voru lengst uppi hjá Kaldnasa. ![]() Hér halda þær áfram upp Rauðskriðumelið inn í Fögruhlíð. ![]() Hér eru smalarnir að reka þær niður í Fögruhlíð. ![]() Komnar vel áleiðis inn í Kötluholt. ![]() Óli og Siggi kátir með daginn. ![]() Snorri sá mink við Holtsána og var ekki lengi að ná honum. ![]() Flottur smala hópur Raggi, Maggi,Snorri,Birgitta og Benóný. ![]() Það var svo skellt í eina hópmynd af okkur með smölunum. Eins og sést þá er enn allt rólegt hjá mér og prinsessan ekkert farin að drífa sig í heiminn. En settur dagur er 29.sept en ég var að vona að ég kæmi með hana fyrr er alveg til í að fara klára þetta. ![]() Benóný var svo glaður að fá að prófa fara á hjólið með Snorra. ![]() Hér er ein mynd sem sýnir hvar Snorri er að keyra hjólið upp á fjall lengst fyrir ofan Sneiðina sem er lengst upp á fjalli í Fögruhlíðar landinu. ![]() Ég varð að láta mér duga að hafa myndavélina og kíkirinn til taks því ekki gat ég mikið smalað aðeins fylgst með úr fjarska. ![]() Hérna er svo féið komið inn í fjárhús og þetta var allt aðkomu fé frá Óla á Mýrum og svo var ein frá Gumma Óla Ólafsvík. Þetta var rosalega flottur dagur og mikið afrekað og við erum rosalega þakklát fyrir aðstoðina frá öllum þetta var alveg æði. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is