Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
23.09.2019 12:12Heimtum seinustu kindina í gær 22 septGummi Óla sá Sprengju okkar rétt hjá Brimisvöllum á laugardaginn og við vorum öll svo þreytt eftir daginn að við ákváðum að biða þangað til núna sunnudag að leita hana uppi. Við fundum hana og Emil og Embla Marína dóttir okkar ráku hana áleiðis svo fengum við Magga bróðir og Snorra og krakkana hans aftur til liðs við okkur. Emil náði að stökkva á lömbin og Snorri og Maggi náðu Sprengju. Þau voru alveg búin það var svo heitt úti 17 stiga hiti og búnað ganga dágóða spöl svo það var leikur einn að stökkva á þau. Snorri var svo með kerruna tilbúnað og við náðum að henda þeim upp á og fara með þau inn í girðingu. Þetta var geggjað að ná henni svona svo stuttu eftir þetta gerði hann alveg helli dembu af rigningu svo við vorum að þessu á alveg hárréttu augnabliki. ![]() Hér er Embla og Emil að reka hana. ![]() Embla svo dugleg að smala. ![]() Hér eru þau komin með hana inn í Hrísar. Fjallið fyrir aftan er Mávahlíðin og brekkan upp er byrjunin á Búlandshöfðanum. ![]() Emil búnað fanga hrútana og Embla,Björn Óli og Birgitta fylgjast með. ![]() Þá er hún komin um borð í glæsilegu kerruna hjá Snorra. ![]() Þetta var stutt vegalengd svo það fór mjög vel um þær í kerrunni upp að fjárhúsum. ![]() Það er vel skrautlegt í girðingunni hjá okkur. ![]() Þær eru mjög rólegar bara og nú verður spennandi í dag að fá dóminn á lömbin. Það verður stigað hjá okkur eftir hádegi í dag. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is