Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
06.10.2019 16:39Prinsessan okkar fæddist 27 septemberÉg náði ekki markmiðinu mínu að eiga litlu þann 19 sept en það var líka bara langsóttur draumur því ég var ekki sett fyrr en 29 september. Hún mætti þó fyrr í heiminn og kom föstudagsmorguninn 27 september kl 07:27 upp á Akranesi. Hún var 14 merkur eða 3502 grömm og 50 cm. Allt gekk vel og okkur heilsast vel. Við vorum á Akranesi í 2 daga með deginum sem við komum. Á föstudeginum missti ég af Hrútasýningu veturgamla og var svo lánsöm að eiga góðan vin hann Kristinn Bæjarstjóra sem sendi mér upplýsingar og myndir beint af sýningunni það var mjög gaman og spennandi að fá að fylgjast með. Zesar minn var í þriðja sæti í mislita flokknum og svo gaf ég hann honum Fífil inn í Stykkishólmi því ég set annan á mógolsóttan sem ég er að vona að gefi betri mórautt en Zesar hann var að gefa svo grámórautt en að öðru leiti var hann mjög góður og var að gefa góða gerð og flottan bakvöðva. Prinsessan okkar er fullkomin í alla staði og ljósmóðirin gaf henni 10 í einkunn eftir fæðinguna. Hún er alveg draumur og sefur og drekkur og ég er farin að vekja hana því hún getur sofið svo mikið í einu og þá er ég alveg að springa því ég er með svo mikla mjólk he he. Við komum svo heim á laugardaginn og Emil þurfti að fara beint út í fjárhús að sinna kaupendum sem voru að koma sækja lömb en ég og litla prinsessan vorum bara heima og Embla,Freyja og Benóný voru svo spennt að fá hana heim og að hún væri komin úr maganum he he. ![]() Hér er svo prinsessan okkar. ![]() Hér er hún í fallega heimferðarsettinu sem Eva Brá mamma hennar Unnar prjónaði og Unnur var svo yndisleg að gefa henni það. ![]() Embla svo stolt stóra stóra systir eins og hún segir það. ![]() Freyja er stóra systir svo montin með litlu. ![]() Benóný líka rosalega ánægður með litlu systir. ![]() Jóhanna frænka Emils var svo frábær að sauma kinda rúmföt og svo keyptum við á hana þessi kinda föt. ![]() Embla og Birgitta flottar frænkur með litlu. ![]() Amma Freyja og afi Bói með prinsessuna. ![]() Amma Hulda svo stolt amma. ![]() Í fyrsta skiptið í baði. ![]() Fannst svo kósý í baðinu að hún var ekki alveg sátt að vera tekin upp úr. ![]() Freyja að missa framtönn með hjálp pabba sins og Köru frænku. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is