Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

28.10.2019 11:12

Héraðssýning lambhrúta 2019

Héraðssýning lambhrúta var haldin núna um þar seinustu helgi eða 18 október og fór fyrri
sýningin fram í Kolbeinsstaðarhreppi í Haukatungu Syðri 2. Ég komst ekki á þá sýningu en
Kristinn Bæjarstjóri,Gummi Óla og Óttar fóru þangað og Kristinn tók myndir fyrir mig og 
leyfði mér að fylgjast með í símanum. Það voru 2 kollóttir hrútar ,12 hvítir hyrndir og 9 mislitir.
Þeim er svo raðað í 5 bestu áháð verlaunasæti og þeir keppa svo við þá vestan megin.
Hér eru 5 bestu austan girðingar. Sá sem Elísabet heldur í var í öðru sæti í hvítu hyrndu.
Hér er önnur mynd tekin af Kristni þegar hann fór á fyrri sýninguna.

Seinni sýningin fór svo fram í Bjarnarhöfn hjá Sigríði og Brynjari og hófst kl 13:00.
Það var mjög flott aðstaða hjá þeim og skemmtileg fjárhús.
Dómarar voru Lárus Birgisson og Anja Mager.
Þar voru mættir 15 kollóttir, 21 mislitir og 25 hvítir hyrndir og þeir keppa svo við hina sem
voru kvöldið áður í Haukatungu Syðri 2. Alls í heildina báðum megin voru 17 kollóttir
30 mislitir og 37 hyrndir hvítir. Það var rosalega vel mætt á sýninguna og ég held ég hafi
talið rúmmlega 100 manns. Sauðfjárræktarfélag Helgafellssveitar var ásamt okkar félagi
með kaffi veitingar og súpu en Lauga og dóttir hennar sáu um aðal vaktina í því og Sigga
um að hella upp á kaffið. Við fengum köku hjá Eiríki með mynd af hrútunum Topp og
Herkúles sem voru miklir höfðingjar hjá mér. Eiríkur kom líka með brauð með súpunni.
Við seldum svo happdrættismiða og það seldust 104 miðar. Í verðlaun voru 2 gimbrar
ein frá mér flekkótt með 18 í læri og 30 ómv og hin var mórauð frá Skyldi en hún var 
óstiguð. Það skemmtilega við gimbrina mína var að ég var búnað gera hana gæfa svo hún
varð enn þá eftirsóknarverðari.
Hér er gimbrin sem ég setti í happdrættið hún er undan Svan sem er Máv sonur frá 
okkur og kind sem heitir Vofa og á ættir í Grábotna.
Hér er Héraðsmeistarinn 2019 en það var stórglæsilegur gripur í eigu Snæbjörns á 
Neðri Hól og er undan Hnykill sem var einnig héraðsmeistari í fyrra svo Snæbjörn getur
sett skjöldinn aftur upp á vegg hjá sér. Mér fannst æðislegt líka að sjá að skjöldurinn færi
loksins ekki bara á hvíta hrútinn því þetta hefur ekki áður skeð að skjöldurinn færi í annan
flokk heldur enn hvíta hyrnda flokkinn.
Ég var búnað mynda hrútinn áður en ég vissi að hann myndi vinna og náði þessari fínu
mynd af honum. Hann er glæsilegur og feikilega vel gerður og holdfylltur.
Hann var í fyrsta sæti í mislita flokknum. 

1.sæti frá Neðri Hól stigaðist svona.

43 kg 105 fótl 36 ómv 2,7 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19,5 7,5 8 9 alls 89 stig.

2.sæti var hrútur frá Svan og Höllu í Dalsmynni undan Óðinn sæðingarstöðvarhrút.

49 kg 107 fótl 35 ómv 3,3 ómv 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 18,5 8 8 9 alls 88,5 stig.

3.sæti var hrútur frá Jón Bjarna og Önnu Dóru undan Jökull.

62 kg 111 fótl 34 ómv 4,1 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9 19 8 8 9 alls 88,5 stig.

4.sæti var hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan hrúti frá þeim.

50 kg 104 fótl 30 ómv 2,2 ómf 4,5 lag

8 8,5 9 9 9,5 18,5 8 8 8 alls 86,5 stig.

5. sæti var hrútur frá Laugu og Eyberg Hraunhálsi undan hrút frá þeim.

50 kg 107 fótl 35 ómv 2,7 ómf 4,5 lag

8 9 9 9,5 9,5 18 7,5 8 8,5 alls 87 stig.

Hér eru verðlaunahafar í mislita flokknum.

1.Snæbjörn Viðar Narfason

2. Halla Dalsmynni

3.Sól og Saga frá Bergi

Hér koma nokkrar myndir af sýningunni af mislita flokknum.
Hér er Snæbjörn á Neðri Hól, Heiða á Gaul,Gummi Óla og Kristinn Bæjarstjóri.
Hér eru Hildur Ósk og Saga Björk.
Flottur hópur hér af mislitu hrútunum.
Hér er mynd af mislitu hrútunum austan megin við girðinguna í Haukatungu Syðri 2 sem
Kristinn tók fyrir mig.

Hér eru Sigga og Brynjar í Bjarnarhöfn með gullfallega hrútinn sinn sem var efstur í 
hvíta hyrnda flokknum og er hann líka undan Hnykil frá Snæbyrni á Neðri Hól.
Hér er hann alveg glæsilegur hrútur á velli og vel gerður í alla staði.

1.sæti Frá Bjarnarhöfn 

48 kg 105 fótl 35 ómv 2,8 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 9 alls 88 stig.

2.sæti hrútur frá Arnari og Elísabetu undan Fáfni sæðingarstöðvarhrút.

52 kg 110 fótl 34 ómv 2,3 ómf 4,5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19,5 7,5 8 8,5 alls 88,5 stig.

3.sæti hrútur frá Guðmundi Ólafssyni Ólafsvík undan Gosa heimahrút.

51 kg 103 fótl 40 ómv 2,7 ómf 4,5 lag

8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.

4.sæti hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan Soldán heimahrút.

50 kg 108 fótl 30 ómv 3,3 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9,5 19 9 8 8,5 alls 89 stig.

5.sæti Herdís og Emil með hrút undan Ask heimahrút.

54 kg 110 fótl 36 ómv 2,3 ómf 5 lag

8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig.

Hér eru vinningshafarnir fyrir hvítu hyrndu hrútana.

1.sæti Sigríður í Bjarnarhöfn.

2.sæti Elísabet og Arnar Haukatungu.

3.sæti Guðmundur Ólafsson Ólafsvík.

Hér koma svo nokkrar myndir af þessum flokki.

Hér eru hjónin á Hjarðarfelli Harpa og Guðbjartur með fallega hrúta.
Hér má sjá hvern gripinn á eftir öðrum fallegri.
Skemmtilega fallegar lopapeysur líka.
Hér má sjá Kristinn Bæjarstjóra með nýja hrútinn sinn sem tók við af Stjóra sem
var hrúturinn hans í fyrra. Hann er með fallegan hrút fyrir 
sýninguna og getur þá líka farið með hann á næstu sýningu veturgamla á næsta ári.

Besta kollótta hrútinn áttu Harpa og Guðbjartur á Hjarðafelli ég náði ekki mynd af honum
en ég á einhverjar myndir af kollóttu hrútunum þeirra svo hver veit hvort það sé sá
hrútur sem vann svo ég set hérna eina mynd af hrútnum sem ég tók mynd af.
Hér er mynd af einum en ég er ekki viss hver átti þennan hrút en látum hana fylgja hér.

1.sæti undan Guðna frá Hjarðafellsbúinu.

42 kg 109 fótl 37 ómv 3 ómf 5 lag

8 9 9 10 9 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.

2.sæti hrútur frá Óla Tryggva Grundarfirði.

55 kg 109 fótl 34 ómv 4,9 ómf 5 lag

8 9 9 9,5 9,5 19 8 8 8,5 alls 88,5 stig.

3.sæti er hrútur frá Kristjáni á Fáskrúðarbakka undan Bjart heimahrút.

50 kg 109 fótl 37 ómv 3,3 ómf 4,5 lag

7,5 9 8,5 9,5 9 18,5 9 8 8,5 alls 87,5 stig.

4.sæti er hrútur frá Ásbyrni og Helgu Haukatungu Syðri 2 undan Guðna sæðishrút.

49 kg 108 fótl 33 ómv 4,5 ómf 4 lag

8 9 9 9 9 18 9 8 8,,5 alls 87,5 stig.

5.sæti er hrútur frá Brynjari og Siggu Bjarnarhöfn undan Tind.

47 kg 111 fótl 34 ómv 3,4 ómf 4,5 lag

8 9 9 9 9 10 8 8 9 alls 87 stig.

Hér eru verðlaunahafarnir í kollótta flokknum.

1.sæti Guðbjartur á Hjarðafelli.

2.sæti Ólafur Tryggvason Grundarfirði.

3.sæti Kristján á Fáskrúðarbakka.

Hér koma svo nokkrar myndir úr þessum flokki.
Hér má sjá kollóttu hrútana.
Fallegir hrútar og fallegar peysur.
Hér er einn fallegur kollóttur veit ekki hver á hann.

Hér er fallegi farandsskjöldurinn.
Hér er verðlaunaplattinn fyrir hvítu hrútana.
Fyrir kollóttu hrútana.
Og fyrir mislitu hrútana.
Flottir félagar hér á ferð Fífill Stykkishólmi og Óttar Sveinbjörnsson Kjalvegi.
Embla dóttir okkar kát með pabba sínum á hrútasýningunni.
Glæsilega tertan sem Eiríkur gerði fyrir hrútasýninguna. Á myndinni eru hrútar frá mér 
sem hétu Herkúles og svo sonur hans Toppur.
Fallegur hvíti hrúturinn sem við komum með og er í eigu Kristins Bæjarstjóra hann komst
þó ekki í uppröðun var aðeins farinn að leggja af. Hann er 88,5 stig.
Þórunn og Guðný kátar með sýninguna.
Dóra, Þórsi og Elva skemmtu sér líka vel.
Hér er nýja prinsessan okkar í kinda fötunum á fyrstu hrútasýningunni en hún var nú 
reyndar bara út í bíl með Huldu ömmu sinni sem var svo góð að passa hana fyrir mig 
meðan ég kom bara aðeins út í bíl til að gefa henni að drekka og skipta á henni.
Hér er Dóra í Grundarfirði og Halla á Lýsuhóli með happdrættis gimbranar sem þær unnu.
Gummi Óla með hrútinn sinn sem lenti í þriðja sæti í hvítu hyrndu.
Ég fékk þessa fallegu kinda púða til að gefa í verðlaun frá nágranna mínum henni
Ólöfu Sveinsdóttur en hún prjónaði þá og er hægt að fá þessa fallegu púða í búðinni
Gallerý Jökull í Ólafsvík ásamt fullt af öðru fallegu handverki.
Hér eru Lárus og Anja að fara lesa upp úrslitin.
Hér er Saga frá Bergi,Ólafur Helgi Ólafsvík,Sigurður í Tungu og Snæbjörn á 
Neðri Hól í hyrndu hvítu hrútunum.
Hér má sjá fólks fjöldann sem saman var kominn á sýninguna.
Hér erum við svo komin heim eftir langann dag á hrútasýningu og Hulda amma búnað
sitja út í bíl með litlu mína í 5 tíma meðan sýningunni stóð alveg gull að eiga svona góða
mömmu að sem gerir allt fyrir mann emoticon

Það eru svo fullt af fleiri myndum af sýningunni hér inn í albúmi.



Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 900
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1350250
Samtals gestir: 74526
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:11:48

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar