Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
02.11.2019 13:54Skírnin hjá Ronju RósSunnudaginn 27 okt var yngsta prinsessan okkar mánaðar gömul og varð skírð í Brimisvallarkirkju í Fróðarhreppi. Veislan var svo heima hjá okkur og þetta var bara lítið og þæginlegt. Við fórum til Reykjavíkur þessa helgi og pöntuðum skírnartertu þar og tókum hana svo með okkur vestur. Embla Marína dóttir okkar hélt á henni undir skírn og Ágúst bróðir minn og Karítas frænka voru skírnarvottar. Óli mágur minn sá um að taka allar flottu myndirnar af okkur hann er alveg snillingur í því og við erum rosalega þakklát fyrir að eiga svona frábæran myndasmið í fjölskyldunni. ![]() Hér er búið að skíra hana Ronju Rós og hér erum við fjölskyldan ásamt skírnarvottum. ![]() Hér er hún sátt að bíða eftir nafninu. ![]() Svo tók gráturinn við og hún varð öskureið og vildi bara drífa þetta af og hér er Embla að reyna róa hana niður áður en hún fékk nafnið sitt. ![]() Karítas Bríet skírnarvottur með Ronju Rós. ![]() Ágúst bróðir skírnarvottur með Ronju Rós. ![]() Hulda amma svo stolt með Ronju Rós. ![]() Freyja amma og Bói afi svo stolt með gullið sitt. ![]() Skírnartertan hennar. ![]() Jóhanna frænka með Ronju Rós í nýja flotta kjólnum sem amma Freyja og afi Bói gáfu henni frá Tenerife. ![]() Fékk þessi flottu kinda rúmföt frá Steinari og krökkunum. ![]() Hér er Brimisvallarkirkja þar hvíla ættingjar sem eru farnir frá okkur eins og pabbi minn Leifur Þór Ágústsson,Þorsteinn Ágústsson og Ragnar Ágústsson sem eru bræður pabba og einnig eru systur þeirra og foreldrar og fólk úr sveitinni eins og Kalli og Fríða í Tröð og Hemmi og Gilli í Hrísum og Gerða mamma hans Sigga í Tungu. Svo skrítið hvað það er stutt síðan að allt þetta fólk var í sveitinni og þá var búið á öllum bæjum en núna er bara búið í Tungu,Brimisvöllum og Geirakoti. Mér þykir alveg einstaklega vænt um sveitina og tengi ótrúlega mikið við náttúruna þar. Við erum líka svo ótrúlega heppin að eiga góðan vin að, hann Sigga í Tungu sem við fáum að vera með kindurnar hjá í góðu samstarfi og njóta áfram sveitalífsins. ![]() Hér er svo Fríða fænka sem er eina systir hans pabba sem er á lífi. Við förum alltaf í heimsókn til þeirra þegar færi gefst þegar við förum til Reykjavíkur. Hér fékk hún að sjá Ronju Rós rétt áður en hún fékk nafnið sitt. Fríða og Helgi eiga sumarbústað í sveitinni inn í Fögruhlíð og þau komu þangað einu sinni í sumar en hérna áður fyrr voru þau vön að koma og eyða stórum hluta af sumrinu þar. ![]() Benóný var sáttur við daginn og hér er hann að leika sér með skip núna á hug hans allan sökkvandi skip titanic ásamt mörgum fleirum. Rennibrautirnar og sundlaugarnar fara i frí á veturnar. ![]() Flottar frænkur í veislunni Kamilla Rún og Embla Marína. Það eru svo fleiri myndir af skírninni hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is