Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
07.11.2019 11:24Smalað,keypt hrút og gimbur á FáskrúðabakkaÞegar við fórum suður um daginn fyrir skírnina þá komum við á Fáskrúðabakka hjá kristjáni og fengum hjá honum veturgamlan hrút sem var í öðru sæti á Héraðssýningunni í fyrra og stigaðist svona sem lamb. Frá Fáskrúðarbakka undan Vöðva. nr 19 47 kg 110 fótl 34 ómv 4 ómf 4,5 lag 8 8,5 8,5 9 9 18,5 9 8 9 alls 88 stig. Við keyptum líka gimbur sem er hvít kollótt og er með 9 framp 37 ómv og 18 læri og við erum svakalega ánægð með hana enda svakalega fallegt fé hjá honum Kristjáni á Fáskrúðabakka. ![]() Hér er gimbrin og fékk hún nafnið Björt. ![]() Hér er svo hrúturinn og hann heitir Bjartur. ![]() Þessi er svo fallegur og þetta er nýji hrúturinn hjá Kristinn Bæjarstjóra. ![]() Hér er betri mynd af honum Kristinn verður að finna nýtt nafn á hann eða halda Stjóra nafninu. ![]() Hér er hrúturinn okkar Vaskur undan Ask og Hriflu og ég hef mikla trú á honum hann er undan uppáhalds kindinni minni Hriflu sem er undan Hlussu gömlu og Hriflon. Hann er 89,5 stig ![]() Hér er önnur mynd af honum. ![]() Þetta er svo Kolur mógolsóttur og hann á að halda við mórauða stofninum. Hann er 86,5 stig með 18,5 læri og 34 ómv. ![]() Þessi er frá Sigga og er undan Röst og Gosa frá Gumma Óla sem er undan Bjart sæðingar stöðvarhrút og er 87,5 stig með 36 ómv og 18,5 læri. ![]() Við fórum að smala hlíðina í Búlandshöfða og Embla kom með mér og fannst mjög gaman að fá að fara svona hátt upp. ![]() Við löbbuðum alveg hér upp að klakanum. ![]() Það var magnað að sjá hvað klakinn var skemmtilega frosinn. ![]() Siggi fór upp hér rétt hjá bænum Búlandshöfða og labbaði svo upp og alveg upp að klettunum þvi þar voru tvö ókunnug lömb sem við ætluðum að reyna ná samanvið okkar fé. ![]() Þau voru mjög óþekk við okkur og við misstum þau fram úr okkur og fyrir neðan Grænsdali. ![]() Hér er Embla svo dugleg að reyna komast fyrir þau. ![]() Þau fóru svo niður i klettabergið hér og vildu ekki hreyfa sig en þegar þau fóru svo af stað fóru þau allt annað en niður og hlupu aftur til baka. ![]() Við urðum svo að játa okkur sigruð eftir mikið hlaup fram og til baka en þau vildu engan veginn fara áfram með okkur út fyrir Búlandshöfðann enda ekki frá okkur og þá er mjög erfitt að reka þau út eftir. Mér tókst að súma aðeins með myndavélinni og mér sýndist merkið vera heilrifa á báðum eyrum en er samt ekki viss. ![]() Siggi fór svo á eftir kindunum okkar undir Búlandshöfðann leiðina mína sem ég er vön að fara en fór ekki núna því ég var með Ronju í bílnum. Siggi fór þessa leið í fyrsta sinn og fannst hún ekki eins glæfraleg eins og hún sýnist. ![]() Það er svo búið að dæla út úr húsunum svo allt er að verða reddý. Við tókum gimbranar inn 26 október og Siggi hefur verið að gefa þeim og lambhrútunum svo tók Siggi og Emil stóru hrútana inn núna seinustu helgi því þeir voru farnir að slást svo mikið. ![]() Hér eru Drjóli hans Sigga Hæng sonur og Svarti Pétur hans Óttars á Kjalvegi. ![]() Hlúnkur Máv sonur frá Sigga. ![]() Svanur Máv sonur frá okkur og Kaldnasi Magna sonur frá okkur. ![]() Grettir Máv sonur frá Sigga. ![]() Askur Kalda sonur frá okkur. ![]() Hér er betri mynd af Kaldnasa kollótta og Svan. Það verður svo næst á dagskrá hjá okkur að fá dýralæknirinn til að sprauta lömbin og svo að taka inn kindurnar um miðjan nóvember og þá ætlar Arnar að koma og taka af fyrir okkur. Það eru svo fleiri myndir af þessu öllu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is