Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
04.01.2020 17:59Gleðileg Jól 2019![]() Gleðileg jól kæru vinir. Við fjölskyldan erum búnað hafa það gott yfir hátíðina ásamt því að hafa haft nóg að gera í fjárhúsunum sem og heima. Það var stærsti dagurinn hjá okkur í fjárhúsunum á aðfangadag og jóladag. Ég sæddi 12 kindur og það voru aðeins 5 sem héldu tvær með Móra, ein með Mjölni,ein með Minus og ein með Amor. Það hefur svo gengið frekar brösulega það fóru fram hjá okkur ein veturgömul og ein þriggja vetra nema þær hafi verið búnað fá með lambhrútunum sem voru með kindunum þegar við smöluðum það er alveg möguleiki að svo hafi verið. Annars hefur allt gengið og við höfum leitt hrúta í hverja einustu kind sem hefur verið að ganga. Það er svo allur gangur á því sumar ganga alveg í þrjá daga á meðan sumar ganga bara í einn dag. Við höfum leitt í þær sem ganga í tvo daga en látið það vera ef þær ganga í þrjá daga. Ég var einstaklega heppin að Emil var heima flesta dagana því það var svo mikil bræla í desember svo ég fékk góða hjálp á fengitímanum frá honum og Jóhönnu. ![]() Ronja Rós komin í jólafötin sín og tilbúin að eiga sín fyrstu jól. ![]() Emil og Embla að undirbúa fyrir jólamatinn. ![]() Hér er amma Hulda með gullin okkar. ![]() Það var mikið gaman hjá okkur á aðfangdag það voru Jóhanna,Hulda mamma mín og Freyja og Bói og svo var Steinar bróðir Emils með krakkana og við borðuðum öll saman svo fór Steinar með krakkana yfir til sín að opna pakkana þeirra og Freyja og Bói með honum og við opnuðum svo pakkana okkar með Huldu og Jóhönnu. Hér er þessi flotti hópur Freyja Naómí okkar svo er Birgitta Emý og Kamilla Rún og svo Embla Marína okkar og Alexander Ísar og svo Benóný Ísak okkar. Þetta voru yndisleg jól umkringd fjölskyldu og hamingju. ![]() Birgitta Emý með Ronju Rós. ![]() Bræðurnir saman Emil Freyr og Steinar Darri. ![]() Við fjölskyldan með fyrstu fjölskyldumyndina með Ronju Rós. ![]() Mamma glæsileg hjá jólatrénu okkar. ![]() Jóhanna að hræra í súpunni það er alltaf jólahefðin að Jóhanna gerir aspassúpu sem er alveg ómissandi á jólunum. Svo gerir hún líka fyrir okkur brúna lagtertu sem er alveg ómissandi líka og guðdómlega góð. ![]() Ronja svaf vært á meðan við borðuðum jólamatinn. ![]() Mamma með Freyju sína. ![]() Freyja tengdamamma með Birgittu sína. ![]() Benóný fékk brauðstangir í jólamatinn. ![]() Alexander Ísar svo frábær strákur. ![]() Emil fékk verkfærasett frá mér og krökkunum og var mjög ánægður. ![]() Það vakti mikla lukku hjá Emblu að við pökkuðum inn mynd af mórauðri gimbur sem ég fékk hjá Friðgeiri á Knörr og við gáfum henni hana í jólagjöf og það var auðvitað besta gjöfin og hún skírði hana Gjöf. Ég var búnað blogga áður um að þessi gimbur kom með mömmu sinni upp að fjárhúsum rétt áður en skall á fyrsta vonda veðrið í vetur og kindin var svo róleg og góð að hún kom inn eftir að ég lokkaði hana með heyi og voru þær mæðgur í húsunum hjá okkur í alla vega viku og þar myndaði ég tengsl við hana og sá strax að þessi gimbur var mikill karekter og var búnað gera hana frekar gæfa og þá bræddi hún mig alveg svo ég fékk þessa snilldar hugmynd að heyra í Friðgeiri og athuga hvort hún væri föl. ![]() Hér erum við saman komin á aðfanga dag. Emil,Steinar bróðir Emils og Hulda mamma, Freyja tengdamamma, Bói maðurinn hennar og Jóhanna frænka Emils. Krakkarnir sátu svo saman við annað borð. ![]() Benóný fékk Titanic módel frá ömmu Freyju og afa Bóa og er alveg alsæll með það. ![]() Við og systkyni Emils og makar gáfum Freyju og Bóa þetta glæsilega hús í garðinn. ![]() Ronja að opna pakkana með pabba sínum. ![]() Embla og Freyja í peysunum sem við gáfum þeim í jólagjöf. ![]() Svo kósý að lesa á pakkana við arininn. ![]() Við fórum i árlega jólaboðið til mömmu á jóladag. Maggi bróðir og Erla komu vestur og hittu alla og fóru svo aftur suður. Hér er mamma með Ronju Rós heima hjá sér. ![]() ![]() Jóhann bróðir Emils með Ronju Rós. ![]() Allir spila saman. ![]() Stolt amma og afi með Ronju Rós. ![]() Ronja Rós fór í fyrsta sinn inn í fjárhús og kindurnar voru mjög forvitnar um hana. ![]() Birgitta kom líka með í fjárhúsin og fékk að setjast á Kaldnasa sem er alger barnagæla. ![]() Benóný að klappa kindunum og orðinn fastur he he. ![]() Embla hjá Hröfnu sinni hún var sædd með Móra og hélt. ![]() Freyja með Vaíönnu sinni hún hélt líka með Móra. ![]() Svo æðisleg feðgin Embla Marína og Emil út að borða á Hrauninu. Jæja þá er ég loksins búnað koma þessu bloggi niður en ástæðan fyrir því að það kemur svona seint er að desember er mjög annasamur mánuður hjá okkur bæði hvað varðar jólin,börnin og auðvitað fengitímann í fjárhúsinu. Þessi jól voru svo sérstaklega mikil um sig þegar maður er með litla prinsessu sem er á brjósti og þarf alla mína athygli ásamt því að ég nái að sinna vinnunni í fjárhúsinu en allt gekk þetta að óskum og á ég það mömmu allt að þakka hún hefur verið mín stoð og stytta með að passa Ronju meðan ég var í fjárhúsinu. Emil lenti svo í því milli jóla og nýárs að fá nýrnasteina og fluttur upp á Akranes en það gekk svo allt vel og Jóhann bróðir hans náði í hann og hann var smá tíma að ná sér hérna heima en svo fer hann aftur í myndatöku eftir 3 vikur og athuga hvort steinarnir séu ekki örugglega farnir. Það eru svo myndir af jólunum hér inn í myndaalbúmi til hliðar á síðunni og þar má einnig sjá allar myndirnar okkar á síðunni gegnum árin flokkuð eftir atburðum og dagsettningu. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is