Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.01.2020 10:25

Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.

Gleðilegt ár kæru síðu vinir og þökkum kærlega fyrir innlitið á síðuna á liðnu ári.
2019 var mjög viðburðarríkt ár fyrir okkur fjölskylduna og stóð þar efst upp úr 
viðbótin okkar í fjölskylduna hún yndislega og glaðlynda Ronja Rós.

Það kom verulega á óvart þegar við komumst af því að ég væri ólétt að hún myndi koma
í heiminn á mesta annatíma hjá mér í september og að ég þyrfti að vera ólétt á meðan
sauðburðurinn gekk yfir en það reddaðist allt með góðu móti og hún kom í heiminn 
og fékk fullt af gleði og hamingju.Hún fyllti allar kröfur foreldra sína sem voru að springa úr stolti og umhyggju ásamt því að mamman fékk beina útsendingu af hrútasýningu í símann.


Við fórum svo til Tenerife í apríl og það var yndisleg ferð og Benóný fékk alveg að njóta sín
í vatnsrennibrautagörðunum Sía Park og Aqualandi og fékk ósk sína uppfyllta að fara þá
loks í Sia Park sem hann var búnað skoða fram og til baka á youtube.

Við ferðuðumst mikið innanlands líka í útilegu og fórum austur í sumarbústað og norður
í útilegur og svo aftur norður um verslunarmannahelgina. Ég átti frekar erfitt með alla
þessar útilegur því það var ekki eins auðvelt að vera ólétt í útilegu en þetta var allt saman
mjög gaman og mikið farið í sund með Benóný til að uppfylla drauma hans um að prófa
nýjar rennibrautir eins og var í Varmahlíð,Húsavík og Dalvík og hann var mest heillaður af rennibrautunum á Dalvík þær voru flottastar. Við fórum í okkar árlegu heimsókn til 
Birgittu og Þórðar vini okkar sem er alltaf yndislegt að hitta og spjalla um okkar 
sameiginlega áhugamál sem eru auðvitað kindur.

Heyskapur stóð stutt yfir og gekk mjög vel nema það endaði illa og það bilaði traktorinn en að öðru leiti hefur hann held ég ekki gengið svona hratt yfir. Sauðburður var mjög langur
þetta árið og seinasta bar 10 júní. Það heimtist svo ekki vel það vantaði talsvert af lömbum
og einnig voru afföll á kindum sem skiluðu sér ekki af fjalli. Lömbin voru annars væn og 
dómar komu vel út. Askur heimahrútur undan Kalda sæðingarstöðvarhrút stóð efstur í lambadómum og var að koma vel út alhliða í öllu. Hann fór svo í afkvæmarannsókn núna
í vetur svo það verður spennandi að fylgjast með því næsta haust.

Við fengum svo verðlaun fyrir Máv 2019 fyrir besta lambafaðirinn og það var mjög mikil
viðurkenning fyrir okkur. Áttum ekki von á þvi að fá það ,okkur þótti til mikils vert að fá
hann inn á stöð og hvað þá að fá svo viðurkenningu fyrir lambafaðirinn það var geggjað.
Hann var líka mest notaði hrúturinn á stöðinni fyrsta árið sitt. Hann hefur svo haldið áfram
að standa sig og átti flesta af best dæmdu lambhrútunum núna sem lambafaðir á sæðingarstöðinni en þeir voru 31 talsins og hann átti flesta samfeðra hrúta eða 7 talsins. Það er svo gaman þegar maður sér ræktunina skila sér svona vel og það hvetur mann svo miklu meira áfram og sýnir manni að maður sé á réttri leið.

Það var svo keyptur Kastali með rennibraut inn í sveit hjá Freyju og Bóa og það fjárfestu
allar í því saman fyrir börnin og það vakti mikla lukku hjá þeim.

Það var skipt um þak á fjárhúsunum í Tungu hjá Sigga.

 Ég fór mikið með krakkana að veiða síli það var svo yndislegt sumar 2019 
hef ekki upplifað svona mikinn hita og logn í marga daga eins og það var í sumar. 
Ég klöngraðist kasólétt með krakkana upp að Hofatjörn fleiri ferðir að veiða síli. 
Freyja og Bói fengu hænuegg sem þau unguðu út og það vakti
rosalega mikla lukku hjá krökkunum að fylgjast með því og spekja 
hænurnar sem eru núna orðnar vel stórar en eru einstaklega gjæfar.

Benóný er stundum alveg að ganga fram af ömmu sinni þegar hann hefur lokað sig inni
í gangi og verið með allt stóðið inni að leika og svo er allt þakið hænsna kúk he he.
Hann alveg elskar hænurnar og finnst það vera besta dýrið sitt.

Ronja Rós krúttsprengja bræðir alla með brosinu og gleðinni sinni. Hún varð 3 mánaða
núna 27 desember og er núna farin að skellihlæja af systrum sínum þegar þær eru
að hlæja og fíflast í henni. Það er svo alveg magnað að Myrra kisan okkar hún fylgir mér hvert fótmál þegar ég er með hana og þegar ég gef henni brjóst er kisan með mér og þá 
á ég að klappa henni líka og svo leggst hún hjá okkur og er meðan ég gef henni og svo þegar við förum fram kemur hún fram líka. Myrra er mjög háð mér svo þetta var frekar
mikil breyting fyrir hana þegar ég var allt í einu komin með litið kríli sem fékk meiri 
athygli en hún he he en hún er alveg alsæl með Ronju og virðist vilja passa hana og sefur
oft í rúminu okkar hliðina á rúminu hennar þegar hún sefur.

Skvísurnar okkar saman á gamlársdag.

Fallegu og yndislegu börnin okkar.

Emil stoltur pabbi með allar stelpurnar sínar.

Embla með stjörnuljós.

Freyja með stjörnuljós annars var hún frekar hrædd þessi elska og svaf af sér flugveldana.

Benóný var alveg að fýla þetta og tók virkan þátt með pabba sínum að skjóta upp.

Það var mikið skotið upp og mikil gleði.

Fallegar systur Freyja og Jóhanna með stelpurnar okkar.

Við mæðgurnar á gamlárskvöldi. Ronja í áramóta kjólnum sínum.

Embla var svo dugleg að hjálpa mér að gefa yfir hátíðarnar að hún var farin að gefa á aðra
jötuna alveg fyrir mig.

Freyja líka svo dugleg að hjálpa til þær gáfu saman á garðann hjá gemlingunum og 
veturgömlu.

Benóný aðeins að sitja á Kaldnasa áður en ég færi með hann að sinna sínum kindum.
Ég verð að hafa þá í bandi rétt á meðan ég leita svo ég missi þá ekki á vitlausa kind.

Ronja Rós orðin svo sterk að vera a maganum svona smá stund í einu.
Við vorum heima um áramótin og Freyja,Bói,Jóhanna og Siggi i Tungu voru í mat hjá
okkur við vorum með úrbeinaðan lambahrygg sem Emil grillaði og svo nauta wellington
steik og þetta var rosalega góður matur. Eg held ég sé búnað taka svona mest allt saman
sem var áhrifaríkast á árinu 2019 og við fjölskyldan bjóðum 2020 velkomið og megi það 
færa okkur ár fullt af spennu,tilhlökkun,afrek,gleði og hamingju.



Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar