Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.01.2020 12:06

janúar 2020

Það er aldeilis búið að vera stormasamt veðrið á þessu nýja ári og hver lægðin búnin að taka við af hvor annari, skólahald búið að falla niður að hluta og kennt á sínu heimasvæði og engar rútur verið á milli skóla. Fyrsti almennilegi snjórinn lét svo sjá sig krökkunum til mikilla gleði en það var þó ekki mikið hægt að njóta hans fyrir kolbrjáluðu veðri upp á hvern einasta dag. Emil er aðeins búnað fara 4 róðra í þessum mánuði og það er kominn 21 jan en við sjáum bara 
jákvæðu hliðina í staðinn sem er sú að við fáum að hafa hann heima hjá okkur og hann fær gæðatíma með Ronju litlu og nýtur hans í botn, því hann var ekki mikið heima þegar hin voru lítil þá var hann í öðruvísi bátaplássum og var mikið af heimann. 
Freyja og Bjarki frændi hennar að leika sér í snjóhúsinu sem Bjarki og mamma hans bjuggu
til.
Stelpurnar á þrettándanum að sníkja í gogginn en það er hefð hérna hjá okkur.
Benóný var fangi að sníkja í gogginn og fór með Svavari vini sínum. Það veðraði allt í lagi
svo krakkarnir gátu farið í hús fram eftir kvöldmat og sníkt í gogginn.
Birgitta frænka kom með okkur í fjárhúsin í janúar og alltaf er jafn vinsælt að skella sér á
bak á Kaldnasa og gefa honum knús.
Hún var dugleg að hjálpa okkur að gefa.
Freyja með Lóu sína.
Stelpurnar að dekra við gemlingana sem eru flestir orðnir gæfir.
Gjöf jólagjöfin hennar Emblu stækkar vel og er mjög skemmtilegur karekter og svo 
gaman af henni.
Hér er ein undan Ask og hin undan Gosa hans Gumma Óla.
Hér eru gemlingarnir.
Alltaf vinsælt að máta búninga hér er Birgitta Emý og Kamilla Rún frænkur hennar
Freyju Naómí.
Þetta var mesti snjórinn sem kom hjá okkur og ég þurfti að moka frá kattarlúunni svo
Myrra kisan okkar kæmist út en þetta er nú ekkert í líkingu við það sem er búið að vera 
fyrir norðan hjá henni Birgittu kindavinkonu á blogginu þar má sko sjá mikinn snjó.
En ég fanga þessum snjó er alveg til í að hafa hann þá verður miklu bjartara úti og mér
finnst að þegar það er vetur er flott að hafa snjóinn þá er skemmtilegra fyrir krakkana
að geta farið að renna og leika heldur en að hafa allt autt og skítugt eitthvað
og allt svo þungt og drungalegt.
Hér eru Birgitta og Freyja að reyna renna í rokinu um daginn inn í sveit.
Það var svo hvasst að þær áttu í erfiðleikum með að halda í dýnuna.
Þennan dag lentum við í að það var svona allt í lagi með veðrið en frekar hvasst. Við 
löbbuðum upp í fjárhús því það var svo mikill snjór frá íbúðarhúsinu í Tungu upp að 
fjárhúsum en þegar við vorum búin að gefa þá skall á þessi þreifandi bylur og þvílíkt hvass
virði og ég treysti mér ekki til að labba með báðar stelpurnar og Jóhanna var með mér líka
og var hrædd um að týna hundunum því það sást ekkert út. Ég skellti mér út í þetta og labbaði með girðingunni og gat varla andað fyrir roki og þurfti að skríða með girðingunni
að húsinu hjá Sigga og fékk Sigga með mér til að keyra fyrir mig upp í fjárhús því hann 
ratar betur að keyra upp túnið þar sem best er að fara svo maður myndi ekki festa sig.
Það gekk eftir og við komumst upp í fjárhús til að sækja þau sem betur fer og svo keyrði
ég heim og það var leiðinda skafrenningur og blint út af Geirakoti en svo var bara fínt
veður í Ólafsvík.
Hérna var gott einn morguninn inn í Tungu og fullt Tungl og þetta var einmitt lognið
á undan einum storminum.

Siggi var tvo daga heima þegar veðrið var sem verst og hann gaf fyrir okkur þá daga
og þá var líka lokað milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og flestum leiðum á nesinu.
Rósin okkar hún Ronja Rós dafnar vel og hér er hún á kaffihúsi með okkur við þurftum að 
skjótast upp á Akranes og Emil fór í eftirskoðun út af nýrnasteinunum og þeir voru farnir
og allt gekk vel. Við skelltum okkur í KB í leiðinni og keyptum fóðurbætir.
Embla Marína elskar svo mikið litlu sætu systir sína og Ronja elskar að heyra röddina 
hennar Emblu þá ljómar hún og brosir. Hún er farinn að taka svo vel eftir og fylgjast með.
Hún vill helst reisa sig upp og sitja. Snýr sér yfir á báðar hliðar og dettur jafnvel á grúfu og
reynir að fara á magann svo það verður ekki langt þangað til að hún nær því.
Svo yndisleg og góð. Hún sefur alla nóttina vaknar aðeins 1 sinni til að drekka um 5
leytið og svo bara aftur þegar ég vek krakkana kl 7. Stundum vakir hún aðeins á meðan
ég kem krökkunum á fætur og græja þau en stundum sefur hún bara alveg til 11 hjá 
pabba sínum meðan ég fer að gefa kindunum og kem aftur til baka og þá er hún enn sofandi.
Svo hún er alveg draumabarn og bræðir mann alveg með brosinu sínu. Hún er líka farinn
að spjalla alveg heilmikið og hjalar út í eitt.
Hér er hún Lóa að kíkja yfir og svo má sjá í hinn endann Óskadís og Kol lambhrút að kíkja
yfir það er mjög vinsælt hjá þeim. Við tókum stóru hrútana úr 18 jan og svo tókum við
Kol núna 21 jan úr veturgömlu. Mér til mikilla gremju þá gekk ein kollótta hún Vaíanna sem
ég sæddi með Móra upp á öðru gangmáli og það var ekki einu sinni rétt að hún væri að ganga aftur en hún hefur þá pottþétt haldið sæðinu en svo bara misst það ömurlegt.
En hún hélt þá eitt gangmál og gekk svo óreglulega upp allt í einu og fékk með Bjart kollótta hrútunum sem við fengum á Fáskrúðarbakka. Annars er allt bara í rólegheitum í húsunum
núna og gemlingarnir eru orðnir svo gæfir og skemmtilegir en stundum of mikið það er ein
grá sem prilar upp á mig í tíma og ótíma og hún er svo geggjaður karekter og hagar sér 
stundum eins og geit. Hún stekkur á mig og bítur í rennilásinn á gallanum og nagar hann
og reynir að naga allt sem hún sér til dæmis um daginn var ég með heyrnatól að hlusta á 
tónlist og snúran var hangandi á mér og hún gat auðvitað ekki staðist hana og reyndi eftir
mesta megni að éta hana he he en það slapp ég náði henni út úr henni áður en hún myndi
eyðleggja hana. Þarf endilega fara taka videó af gimbrunum til að sýna ykkur hversu 
skemmtilegar þær eru orðnar. Læt þetta duga af sinni og það eru myndir af þessu hér inn
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar