Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

12.02.2020 20:41

Vaskur kvaddi okkur um daginn

Það er mér með sorg í huga og vonbrigðum að tilkynna að Vaskur sem er lambhrútur frá okkur undan Ask Kalda syni og Hriflu sem er undan Hriflon dó hjá okkur um daginn. 
Hann var búnað vera skrýtinn og vildi ekkert borða, svo sprautaði ég hann með pensilíni einu sinni og Siggi einu sinni en það var of seint hann hefur fengið fóðureitrun eða hlandstíflu og varð bráðkvaddur aðeins tveim dögum seinna eftir að hann veiktist.
Þessi hrútur var svo svakalega fallegur og ég var búnað binda svo geggjaðar vonir um hann. Sem betur fer var hann þó mikið notaður bæði hjá okkur, Gumma Óla Ólafsvík og Óttar á Kjalveg notaði hann líka svo vonandi fáum við einhvern erfingja frá honum.

Svo fallegur og hann var svo geðgóður orðin  mjög gæfur og svo fljótur að lemba alveg topp
hútur á alla vegu en svona vill þetta oft vera þegar maður bindur miklar vonir við gripi
og þá fara þeir sem maður myndi síst vilja missa. En ég hef fulla trú á honum og hann
á eftir að gefa okkur einhvern þrusu hrút í haust.

Benóný og Embla að gefa kindunum brauð.

Freyja að klappa gemlingunum.

Embla svo dugleg að sópa jötuna.

Stelpurnar eru svo duglegar að hjálpa mér að gefa. Hér er Freyja að gefa.

Embla svo dugleg hún gefur jötuna yfirleitt ein því Freyja endar með að setjast í jötuna
og leika sér við lömbin .

Benóný að klappa stóru hrútunum.

Gemlingarnir hans Sigga í Tungu.

Freyja umkringd af gemlingunum okkar þeir eru nánast allir orðnir gæfir og sumir
allt of uppáþrengjandi.

Það styttist svo í fyrsta spenninginn á þessu ári en það er fósturtalningin og verður
hún núna um helgina það er að segja ef veður leyfir það spáir nú ekkert spennandi
eins og þetta ár hefur verið veðurlega séð þá er veðrið eiginlega hætt að koma manni á 
óvart maður er eiginlega bara orðinn vanur að það sé alltaf vont veður.
Flettingar í dag: 54
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 900
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 1350291
Samtals gestir: 74528
Tölur uppfærðar: 29.1.2025 00:32:57

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar