Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
04.03.2020 10:12Seinni rúningur 22 feb![]() Arnar kom þar seinustu helgi og tók af fyrir okkur. Hann var eldsnöggur að þessu og þær voru mjög rólegar hjá honum. ![]() Stóru hrútarnir voru klipptir líka. ![]() Hér er hann að störfum. ![]() Embla og Freydís vinkona hennar fylgjast með og opna pokann fyrir ullina. Embla var svo rosalega dugleg að hún var allann daginn með pabba sínum frá 10 um morguninn og framm til klukkan 6 en Arnar kom rúmmlega 12 og kláraði fyrir 6 að rýja fyrir okkur og Sigga. Freydís kom með mér í hádeginu og var svo með Emblu allann daginn svo þær voru rosalega duglegar að hjálpa til. ![]() Fallegir litir sem koma undan ullinni sumar mjög doppóttar. ![]() Gemlingarnir vel vænir hér er ein undan Ask Kalda syni og Brussu. Brussa er undan Máv. ![]() Hér er hluti af gemlingunum nýklipptum. ![]() Lambhrútarnir fyrir klippingu. Hér er Bolti. ![]() Eftir klippingu hér er fremstur Gumma Óla hrútur undan Gosa frá honum sem er undan Bjart sæðingarstöðvarhrút og fyrir aftann hann er hrútur frá Sigga sem er líka undan Gosa frá Gumma svo er Bolti hans Kristins sem er undan Víking frá Bárði sem er undan Skjöld frá Bárði og Dóru. ![]() Hér er svo kolur búnað bætast í hópinn hann er undan Zesari frá mér og Kviku hann er mógolsóttur. ![]() Lóa að kíkja yfir hún er alltaf að príla. ![]() Gemlingarnir hjá Sigga í Tungu. ![]() Freydís að klappa Viktoríu og Emblu þessari gráu hún er undan Fáfni sæðishrút. ![]() Hluti af stóru hrútunum. ![]() Búið að gefa á garðann mislitar öðru megin og hvítar hinum megin. ![]() Benóný og Svavar komu með í fjárhúsin um daginn áður en það var klippt. ![]() Freyja alveg elskar að koma niður í kró hjá gemlingunum sem elska hana alveg jafn mikið. ![]() Embla Marína að sópa. ![]() Freydís og Freyja hjá Gemlingunum alveg umkringdar. ![]() Freydís alveg umkringd. ![]() Freyja Naómí í eltinga leik við þær. Það eru svo fleiri myndir af þessu inn í albúminu. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is