Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

11.03.2020 14:57

Ronja Rós í fyrsta sinn að sofa út í vagni

Það var núna 9 mars sem Ronja Rós svaf fyrst út í vagni. Ég var ekkert að stressa mig á því að láta hana sofa úti því það hefur alltaf verið svo leiðinlegt veður og mikill kuldi svo ég ákvað að láta loks verða að því núna í vikunni. Fyrst svaf hún bara í 20 mín og ég tók hana svo inn svo næsta dag svaf hún 2 klukkutíma og því næst í 4 klukkutíma svo ég held hún eigi bara eftir að líka vel við að fá að sofa út í vagni.
Hér er búið að dúða hana upp og setja hana í vagninn.
Sefur í sólinni sem teygir sig niður á pallinn.
Fyrsti göngutúrinn var líka tekinn í frekar köldu veðri en mildu.
Donna var alsæl að komast í göngutúr enda langt síðan hún hefur farið með okkur í svona
göngu heldur tek ég hana bara alltaf með í fjárhúsin og hún er hundleið á því og nennir 
ekki hreyfa sig fer bara og finnur ullarpoka til að sofa á meðan ég gef kindunum.
Svo kát þegar hún er búnað fá sofa í vagninum.
Svo gaman að vera í bumbo og leika.
Fékk að fara í bað með systurm sínum og máta baðhringinn í fyrsta sinn og fannst það
rosalega gaman eins og sjá má mjög kát yfir þessu.
Alltaf stuð á okkur í fjárhúsunum hér er ég með Lóu og Hörpu sem eru mjög uppáþrengjandi.
Ég fæ engan frið fyrir þeim þegar ég er að sópa grindurnar þær eru tvævettlur.
Hér lagði ég pokann í jötuna á meðan ég var að sópa hjá gemlingunum og á meðan
voru þær tvævettlurnar búnað teygja sig í hann og stela honum til að leika sér með hann.

Hér var ég búnað teygja mig í hann frá þeim og núna eru gemlingarnir að krafsa í hann á 
meðan ég er að setja heyjið inn í hann sem þær voru búnað slæða á grindurnar.
Hér er svo hún Lóa hún er alveg einstaklega áhugasöm þegar ég set í pokann og stendur
alltaf ofan á honum svo ég get varla sett í hann og ég þarf að ýta henni af honum.

Annars er allt í rólegheitum heima og í fjárhúsunum. Emil er búnað vera heima ,það hafa
bæði verið brælur og bilað hjá honum svo það hefur ekki verið mikið farið á sjó en jákvæða við það er að við fáum að hafa hann heima og hann fær dýrmætan tíma með okkur sérstaklega Ronju sem stækkar svo hratt og þá er gaman að fá að fylgjast með henni.

Við ætluðum að fara til Tenerife í apríl en við erum búnað breyta ferðinni út af kórónu
veirunni og förum þá bara seinna í staðinn. Ég var ekki tilbúin að fara með Ronju svona
litla og eins að fara með Benóný því hann er með dæmigerða einhverfu og myndi ekki
höndla þessar aðstæður að vera með grímu og svoleiðis í flugstöðinni og þess þá heldur
ef það kæmi til þess að vera fastur úti eða á einhverju hóteli ef þær aðstæður myndu 
gerast. Benóný var auðvitað farinn að hlakka alveg rosalega til að fá að fara í vatnsrenni
brauta garðana en tók því bara mjög vel að við værum ekki að fara og værum búnað fresta hann horfir samt alveg jafn mikið á rennibrautagarða á youtube og lætur sig dreyma um að fara í þá og er líka farinn að pæla í sumrinu hvert á að fara um landið í hjólhýsinu.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar