Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
14.04.2020 20:01Ronja Rós í fjárhúsin og göngutúr![]() Ronja Rós fékk að fara á hrútsbak á Kaldnasa með systkynum sínum. Siggi og Emil voru að klippa klaufar og saga horn á hrútunum. ![]() Hér eru þeir að saga með vír Svarta Pétur hans Óttars á Kjalvegi en við vorum með hann í vetur fyrir Óttar. ![]() Við settum líka ásettningsmerkin í lambhrútana og gimbranar um daginn. ![]() Hér eru systurnar á Kaldnasa sem er alveg einstakur hrútur og ég hef ekki vitað um annan eins hrút sem er algert gæðablóð. ![]() Ronja var bara kát í kerrunni og Freyja keyrði hana um allt. ![]() Og Embla líka það er um að gera að venja hana við áður en sauðburður kemur þá verður Ronja að vera mikið með mér í fjárhúsunum. ![]() Stelpurnar að sýna henni Möggu Lóu kindina hennar Freyju. ![]() Hér er hún svo komin í jötuna hjá gemlingunum. ![]() Embla var svo með henni og hún var alveg hissa á þessu. ![]() Það snjóaði svo aftur eftir að snjórinn var farinn um daginn og það var alveg blindbylur og Siggi gaf fyrir okkur. Daginn eftir var svo fallegt veður og jökulinn skartaði sínu fegursta. ![]() Freyja Naómí og Embla Marína með Rósu. ![]() Krakkarnir eru búnað vera rosalega dugleg í páskafríinu að koma með mér inn í fjárhús og hér eru þau með playmó með sér að leika í jötunni. ![]() Tvævettlurnar eru búnað berja gat yfir í hina króna og hér sést hvað það er mikið sport að stinga hausnum í gegn og fylgjast með hinum megin. ![]() Hér sést það hér er þessi sama með hausinn kominn í gegn að gjæjast. ![]() Hér sést betur yfir. ![]() Benóný alveg elskar gemlingana. ![]() Jóhanna og Emil að vigta ullina. ![]() Ronja sofnaði svo í kerrunni inn í fjárhúsum og við tókum hana inn til Sigga í kaffi og hún hélt áfram að sofa svo hún var alveg alsæl eftir fyrstu almennilegu fjárhúsa heimsóknina. ![]() Ronja Rós inn i sveit hjá Freyju ömmu og afa Bóa. ![]() Við fórum svo í göngutúr um daginn niður á bryggju. ![]() Benóný vildi hlaupa upp og niður stigann hjá bátunum. ![]() Þau hlupu svo niður í fjöru og það var svakalega löng fjara og æðislegt veður. ![]() Enduðum svo á að fá okkur ís hjá Dodda í sjoppunni. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is