Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
13.06.2020 11:36Sauðburðarblogg![]() Það var erfitt í fæðingu þetta sauðburðarblogg því ég hef bara einfaldlega ekki getað gefið mér tíma til þess að koma þessu til skila og þegar ég ætlaði að gefa mér tíma inn á milli þegar sauðburður var þá var kerfið eitthvað bilað. Síðan var Emil að róa í burtu allann sauðburðinn svo ég var alveg önnum kafinn við heimilið börnin og kindurnar. Hrútarnir fóru fljótlega út í tún í byrjun maí og Siggi gaf þeim hey úti fyrst því gróðurinn var mjög lengi að taka við sér. ![]() Það voru smá slagsmál en ekkert alvarleg. Siggi lenti þó í atviki í byrjun sauðburðar að kind rann á grindunum og fór með hornið akkurrat í augað á honum og braut gleraugun hans og gerði skurð við augað á honum en sem betur fer náði hann öllum glerbrotunum úr og náði að hreinsa augað vel og hann náði sér vel. ![]() Hér eru Bói,Jóhanna og Siggi eftir að við vorum búnað fá hjálp frá Bóa við að klippa klaufarnar á hrútunum og saga hornin. ![]() Hér eru svo Guðmundur Ólafs Ólafsvík og Kristinn Bæjarstjóri að saga hornin með rafmagns klippum á lambhrútnum hans Gumma. Kristinn á svo Bolta sem sést hér fyrir aftann og við ætlum að gefa honum séns að vera svona með hornin og fylgjast með í sumar hvort þau verði ekki í lagi. ![]() Hér er mjög þykkur og fallegur hrútur dagsgamall á þessari mynd og er tvílembingur undan Snædrottningu og Ask ég hef trú á að hann verði mjög efnilegur þessi. ![]() Hexía með tvo hrúta undan Ask. ![]() Þessi eru undan Björg og Ask. ![]() Þessi hrútur er mjög sérstakur á litinn hann er svo golsóttur undir og með svona bíldur í framan með golsóttum blæ. ![]() Hér er Gyða Sól með hrút og gimur undan Mosa hans Gumma Óla. ![]() Salka með þrilembingana sína undan Ask. Botnótta lambið var svo vanið undan henni. ![]() Hrafna me[ gimbur undan Móra sæðingar hrút. ![]() Ronja Rós með Emblu að skoða kindurnar. ![]() Flottar vinkonur Freyja,Embla og Aníta. ![]() Embla búnað veita fæðingarhjálp með Sigga að draga úr Önnu kindinni hennar Freyju hún er með þrjú undan Mosa hans Gumma Óla. ![]() Hér eru stelpurnar að gera sig reddý fyrir fæðingarhjálp. ![]() Rósa hennar Emblu með lömbin sín undan kaldnasa. ![]() Fullt tungl á næturvaktinni. ![]() Stelpurnar hjá Hröfnu uppáhaldinu sínu. ![]() Gemlingar hjá Sigga með lömb undan Svarta Pétri hans Óttars á Kjalvegi. ![]() Flottur hrútur frá Gersemi og Ask þrílembingur. ![]() Lömbin eru svo skemmtilega gæf. ![]() Hér er falleg botnótt gimbur undan Ask og Gurru. ![]() Þessir hvítu bræður eru undan Ask og Klöru. ![]() 4.bekkur frá Grunnskóla Snæfellsbæjar kom í heimsókn til okkar í fjárhúsin að skoða lömbin. Það kom fram í Bæjarblaðinu Jökli en það var smá prentvilla um að þetta hafi verið inn í Mávahlið en þetta var auðvitað inn í Tungu því við eigum ekki Mávahlíð lengur, það er búið að selja það og fyrir þá sem ekki vita þá erum við með kindurnar inn í Tungu hjá Sigurði Gylfasyni og vorum seinast með kindur inn í Mávahlíð árið 2009. ![]() Lömb undan Björg og Ask. ![]() Farið að bætast við litadýrðina. ![]() Flottur hrútur undan Hexíu og Ask. ![]() Gimbur undan Möggu lóu og Kol. ![]() Það komu svo líka hænu ungar hjá Freyju og Bóa 5 maí. ![]() Krakkarnir voru alsælir með ungana. ![]() Bjarki og Benóný með unga. ![]() Bjarki Steinn með unga. ![]() Allir saman svo gaman. Þetta blogg var svona byrjun á sauðburði og ungum svo eru myndir af þessu hér inn í Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is