Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
16.07.2020 19:23Ronja Rós í júní![]() Krúttbomban okkar Ronja Rós. ![]() Ronja Rós og Donna mjög fyndin mynd Donna að ulla. ![]() Með pabba sínum inn í Kötluholti. ![]() Smá fjölskyldumynd af okkur með Ronju Rós. ![]() Krúttaðar systur Ronja Rós og Embla Marína. ![]() Hæ mamma ég er svona stór. ![]() Ronja Rós að hjálpa pabba sínum að setja saman skápa. Við keyptum fataskápa í öll herbergin og Bói snillingur hjálpaði okkur geggjað mikið og var búnað græja fyrir okkur auka herbergi inn í stofu og slá upp vegg þegar við fórum suður um daginn til að kaupa skápana. ![]() Hér er Bói búnað græja vegginn og svo erum við svo heppin að eiga svona góða að Bóa sem er alveg snillingur í smíði og svo er Jóhann bróðir Emils er rafvirkji og hann græjaði fyrir okkur að leggja rafmagn í vegginn. ![]() Hér er búið að klæða vegginn og grunna og mála. Þetta verður fjórða herbergið og við verðum í þessu herbergi. ![]() Hér er svo komið lokahönd á herbergið okkar og við splæstum í nýtt rafmagnsrúm fyrir okkur við vorum með gamalt rúm og mjög stórt 2*2 en fengum okkur núna 180 cm og þá gleypir það ekki alveg herbergið. Við erum rosalega ánægð með þetta. Við keyptum svo ljósið í Ylfu svona fjaðra ljós mjög kósý og rúmið í Betra bak. ![]() Fór með krakkana í árlegu fjallgönguna upp í Hofatjörn í Kötluholti að veiða síli. ![]() Amma Hulda keypti þessa glæsilegu sundlaug fyrir okkur og hér eru Embla,Freyja,Aníta og Bjarki í blíðskapar veðri á pallinum okkar. ![]() Ronja Rós fékk að fara í bala. ![]() Freyja á hestbaki í sveitinni inn í Varmalæk vantar hjálminn en hún var að fá hann hjá Emblu áður en hún fór af stað ég tók myndina bara áður. ![]() Hér er svo Embla á Sunnu hennar Jóhönnu þær eru mjög duglegar að beisla sjálfar og sækja hestana í aðhaldið og leika sér svo á þeim á túninu að fara á bak og teyma þá fram og til baka og kemba og dekra við þá. Við ætluðum að sækja hestinn okkar um daginn hana Heru en hún var bara svo hölt að við gátum ekki tekið hana á kerruna svo við sækjum hana seinna þegar hún verður búnað ná sér. Hún er á Stóra Kambi í Breiðvík hjá honum Hjört. Hann lánaði svo Emblu einn hest í staðinn til að taka með ´sér og hún var alsæl með það og sérstaklega því hann kann að heilsa með fætinum og réttir fram hófinn he he. ![]() Við keyptum þessa fínu kerru með Bóa og hún er strax farin að borga sig. Við fórum suður og keyptum skápa og svo fleira í Ikea svo kerran var alveg full. ![]() Flottur hópur af barnabörnum hjá Freyju og Bóa inn í Varmalæk. Við hittumst öll heima hjá Freyju og Bóa og þar var grillað og fengið sér ís í eftirrétt svo gaman. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is