Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
21.08.2020 23:43Ronja Rós 10 mánaða 27 júlíÆtlaði löngu að vera búin að koma þessu bloggi hér en við fórum í ferðalag og svo var allt bilað hér á 123 svo þetta verður að koma svona löngu seinna. Ronja var sem sagt 10 mánaða og hún er farin að skríða um allt og standa upp með öllu og meira segja farin að sleppa sér og standa ein. Hún er farin að skella alveg upp úr og elskar þegar stelpurnar eru að fíflast í henni. Hún er enn þá alveg brjáluð í bíl og hatar að keyra eitthvað þegar hún er vakandi en er þó í lagi ef hún sofnar í bílnum en ef hún vaknar verður hún alveg brjáluð. Það bætist óðum við orðin hjá henni hún segir mamma mjög skýrt og babba,amma og kis kis,nei,ha,þetta og þá held ég að það sé upp talið. Elskar að borða ávexti jarðaber,bláber og banana. Hún er orðin 7560 gr og 71 lengd og heldur sinni línu bara en er aðeins fyrir neðan meðallag en stækkar fínt eftir sinni kúrvu. ![]() Inn í Mávahlíð þegar við vorum að heyja. ![]() Farin að fikta í öllu hjá mömmu sinni nú fær skrautið ekki að vera í friði. ![]() Út í garði með Donnu hundinum sínum og Myrru kisu. ![]() Alltaf stutt í brosið. ![]() Svo montin að standa sjálf. ![]() Heyskapur gekk mjög vel og fljótt fyrir sig í blíðskapar veðri. ![]() Hér erum við mæðgur inn í Mávahlíð þegar það var verið að heyja. ![]() Siggi á gula að plasta. ![]() Emil á bláa að rúlla. ![]() Bói á græna að raka saman. Það var klárað að heyja allt og svo gengið frá rúllunum strax eftir það og allt keyrt upp í Tungu og Siggi sá um að raða þeim upp. Þessar myndir voru teknar 19 júlí. ![]() Hrútur undan Nál og Bolta og svo fóstrar Nál þessa gimbur sem er þrílembingur undan Skvísu og Vask. Þessar myndir voru teknar í kringum 24 til 28 júlí. ![]() Gimbur undan Ösku og Mosa hans Gumma Óla Ólafsvík við fengum hann lánaðann og það eru mjög falleg lömbin að sjá undan honum. ![]() Hér eru báðar gimbranar saman. ![]() Kvika með hrút og gimbur undan Vask. ![]() Sól með gimbur undan Mosa. ![]() Fóstrar svo þennan hrút sem er þrílembingur undan Skrýtlu og Vask. ![]() Falleg gimbur frá Sigga undan Svarta Pétri og gemling frá Sigga. ![]() Krúttlegur hrútur undan Ögn Blika dóttur og Svarta Pétri hans Óttars ég held að þessi og bróðir hans verði svakalega fallegir. Hermil hans Arnars frá Haukatungu var ættaður bæði í Kveik og Blika og var alveg magnaður í gerð svo ég vona að þarna sé á ferðinni sama blanda eða allavega varð ég að prófa þessa uppskrift í svipuðu sniði og sjá hvað myndi koma út úr því. Þessi mynd var tekin 27 júlí. Flettingar í dag: 5602 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1562245 Samtals gestir: 77959 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:55:28 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is