Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
24.09.2020 10:34Smalað Búlandshöfða,Mávahlíð og Fögruhlíð 17sept![]() Byrja á því að smala inn fyrir Búlandshöfða og hér er ég komin með þær af stað niður í Búlandi sem er fyrir neðan veg og þar tekur við annað eins fjall og engi eins og fyrir ofan veginn. Ég byrja Grundarfjarðarmegin í Höfðanum alveg fremst upp í brekkunni þar sem er hægt að keyra út fyrir og þar fyrir neðan er Búlandið. ![]() Hér eru þær komnar yfir á næstu sléttu og svo fara þær áfram inn kindagötu. ![]() Áfram halda þær. ![]() Það liggur svo kindagata undir öllum Búlandshöfðanum fyrir neðan veg en það er ekki gott fyrir lofthrædda að fara þessa leið því það er þverhnýtt niður og svo þvert upp líka þegar maður fer kindaslóðina á eftir þeim en annars elska ég þessa leið og finnst alltaf jafn gaman að fara hana því umhverfið og náttúran er svo falleg og mikið af fallegum steinum sem maður finnur á leiðinni. ![]() Hér erum við komin undir útsýnispallinn sem er í miðum Búlandshöfða. ![]() Allt að koma hjá okkur. ![]() Hér er ég svo komin upp og fór upp fyrir útsýnispallinn í Höfðanum. Það er mikið gras og sleipt að ganga. ![]() En selfie með Mávahliðarrifið í baksýn. Ég og Maja systir eltum Fíu Sól mína og Móönu og Vaíönnu í hlíðinni og þær sneru á okkur og stukku upp á fjall í Kotengishöfðanum og ég var bara í núll formi og mikið veðurbarinn til að elta þær svo ég gafst upp og við ætlum að reyna ná þeim bara á morgun. ![]() Óskadís með hrútana sína mórauðan og mógolsóttan undan Kol. Kolur er mógolsóttur hrútur hjá okkur undan Kviku 15-026 og Zesari 18-002. Zesar á ættir í Dreka og Grábotna. ![]() Hér er ég að komast fyrir hornið og hér sést í Ólafsvíkur Enni lengst hinum megin og fyrir neðan er Mávahlíðarhellan. ![]() Hér er ég komin yfir Mávahlíðina og er staðsett fyrir ofan Tröð lengst upp í hlíð og hér sést Mávahlíð fyrir neðan mig og Vaðalinn og allt vatnasvæðið í kringum hann. Við smöluðum þetta svæði fimmtudaginn 17 sept því það spáði svo illa á laugardaginn. Með okkur voru Siggi,Maja,Kristinn og Jóhanna. Bói kom svo líka og aðstoðaði okkur. ![]() Emil að fara af stað neðar í hlíðinni með Donnu aðal smala hundinn okkar he he sem ætlaði varla að komast neitt fyrir grasi það er svo ofboðslega mikið gras allsstaðar. ![]() Hér sést svo yfir Traðarlandið og yfir í Kötluholt og Fögruhlíð . ![]() Hér er ég svo komin þar sem ég á að standa fyrir og ég er fyrir ofan Fögruhlíð og Siggi og Kristinn voru með okkur og þeir koma niður af Sneiðinni sem er hér innar og lengst hér innar og langt fyrir ofan sumarbústaðinn hjá Sigrúnu og Ragga frænda. ![]() Ég farinn að sjá Sigga og kindurnar svo ég get farið að fikra mig niður með þeim og við rekum þetta svo allt inn í Tungu. ![]() Hér erum við komin niður í Fögruhlíð. ![]() Hér erum við komin niður að Holtsá og hér sést í Sigga í Tungu og Kristinn Bæjarstjóra vera smala. Bústaðurinn sem er efst í hlíðinni er í Traðarlandinu og Maja systir mín á hann. ![]() Verið að reka upp með Holtsánni. ![]() Hér komast þær yfir brúna það er svo mikið vatn í ánni að þær fara ekki yfir hana en að öllu eðlilegu hefðu þær farið yfir hana neðar ef ekki hefði verið svona mikið vatn. ![]() Hér halda þær óðum áfram inn í Tungu. ![]() Hér er Kristinn og Siggi aðeins lengra að fikra sig upp á veginn. ![]() Hér eru þær komnar hinum megin við ána og yfir í Kötluholts landið. ![]() Virka falleg þessi lömb þau eru frá Sigga og eru undan Röst sem ég er búnað vera taka svo mikið af myndum af. ![]() Stelpurnar kátar komnar að smala í rokinu. Embla,Aníta vinkona þeirra og Freyja. ![]() Hér er allt að gerast og meira segja komnir smá sólargeislar. ![]() Komið upp inn í Kötluholti. ![]() Stelpurnar duglegar að reka á eftir þeim. ![]() Hér er Kristinn og stelpurnar að reka milli Kötluholts og Tungu. ![]() Hér renna þær svo inn bak við hlöðuna í Tungu. ![]() Hér koma svo allir smalarnir og halda bilinu á milli sín. ![]() Þetta gekk allt saman mjög vel. Þetta var á fimmtudaginn. ![]() Það voru svo einhverjar að nálgast hinum megin frá Hrísar megin og það var farið af stað að sækja þær og hér er Maja systir að standa fyrir. Þetta var á föstudaginn eftir að við vorum búnað smala Svartbakafellið ég setti það óvart í þetta blogg og vildi ekki fara stroka það allt út og færa það fyrst ég var búnað skrifa það. ![]() Hér koma þær. ![]() Og Emil á eftir þeim. ![]() Og Kristinn. ![]() Þær runnu svo létt inn á eftir hinum. ![]() Flottar smala stelpur Freyja Naómí,Aníta Sif og Embla Marína. ![]() Þær stóðu sig svo vel að smala. ![]() Gyða Sól með lömbin sín. ![]() Þetta var tekið aðeins áður þegar það var ausandi rigning. Ég er mjög spennt að sjá hvernig lömbin hennar koma út. ![]() Búið að reka inn og fara yfir hvað vantar. Hér er Benóný búnað finna Hörpu sína. Við fórum svo yfir hvað væri komið og klipptum rass ullina líka á fimmtudaginn. Það eru svo fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is