Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

24.09.2020 11:52

Frá Fróðarheiði að Svartbakafelli,Svartbakafell og Hrísar.

Á föstudaginn fór ég og Maja Fögruhlíðarmegin upp í Hríshlíð og fórum svo upp með Rjómafossi Fögruhlíðarmegin. Siggi,Emil,Kristinn,Hannes og strákurinn hans fóru upp á
Fróðarheiði ,þeir ganga þar yfir í Svartbakafellið og skipta sér svo niður og Emil tekur Tungu
megin. Við Maja fórum upp með Rjómafossi og lentum í stökustu vandræðum að komast 
yfir gilið það er svo mikið vatn allsstaðar.

Hér er Kristinn Bæjarstjóri,Siggi í Tungu ,Emil og Hannes og strákurinn hans.
Allir klárir og með bilið á milli sín.

Hér erum við Maja að komast upp að Rjómafossi og þurfum að finna okkur stað til að
vaða yfir í Svartbakafellið.

Hér er Maja að fikra sig ofar svo við finnum einhvern stað til að komast yfir því það er bæði
mikið vatn í og mikill straumur við enduðum með að komast yfir en óðum alveg upp að 
lærum og kuldinn var svo eftir því þegar við vorum komnar yfir.

Hér er Maja komin yfir.

Og hér klöngrumst við aftur upp úr gilinu og yfir í Fellið.

Kikjum hér ofan í Skálina og þar var ekkert að sjá svo við héldum áfram.

Ekkert að sjá hinum megin upp í Hríshlíð eða upp í Borgum.

Hér sést hvar Rjómafossinn rennur niður og núna erum við komin upp í Svartbakafell og 
hér sést niður að Rauðskriðumel og eyrunum lengst niður frá sem eru hér neðst.
Hlíðin sem blasir við hinum megin við gilið er Hríshlíðin. Vinstra megin lengst niðri er 
Tungufellið.

Þetta gekk svo allt saman vel og var rekið niður með Holtsánni og yfir í Tungu.
Hér er Maja,Siggi og Kristinn.

Hér eru svo feðgarnir frá Eystri Leirárgörðum alltaf gaman að fá að hitta þá og við erum
afar þakklát fyrir hjálpina þeirra á hverju ári.

Gummi Óla Ólafsvík og Magnús Óskarsson komu líka.

Verið að reka inn.

Reka inn.

Fjárhúsin inn í Tungu og hér renna þær inn.

Og enn kemur fé sem vill komast inn og nú fer þetta að vera komið.

Flott að láta vindinn halda sér á lofti.

Allir duglegir að halda bilinu á milli sín meðvitaðir um covid ástandið.

Og núna er þetta að klárast.

Falleg lömbin að sjá.

Vofa með lömbin sín.

Gimbrin hennar Hröfnu og Móra sæðingarhrút.

Þessi varð gæfur leið og hann kom inn reyndar var hann gæfur sem lamb og hefur alveg
munað eftir því. Hann er undan Ask og Gersemi. Fæddur þrílembingur.

Tvær fallegar mógolsubíldótt undan Kol og Magga Lóu og svo flekkótt undan Sölku og
Ask þrílembingur.
Þetta var á föstudeginum. Við eigum svo eftir að fara inn fyrir Búlandshöfða og sækja þær
sem við Maja misstum upp á fjall.

Í blogginu hér á undan skrifaði ég svo framhaldið af þessum degi óvart en það var þegar við
tókum það sem var inn í Hrísum og hér er svo framhald af því hér.

Hér er Maja og stelpurnar lagðar af stað upp í Hrísar og ég rek lestina með myndavélina.

Hér eru stelpurnar vel veðurbarnar á föstudaginn fyrir ofan Hrísar það var svo mikið rok.

Ég hljóp lengst fyrir ofan Hrísar og fann þessa Móru frá Friðgeiri með tvö svartbotnótt
lömb og hún virtist ætla að vera voða góð fara niður en hún vildi engan veginn fara inn
eftir og tók straujið úteftir svo ég sá að það þýddi ekkert fyrir mig að basla við hana ein svo
ég leyfði henni að fara.

Hér eru Embla og Aníta á leiðinni niður það var svo ofboðslega mikið gras að maður átti
í stökustu vandræðum að labba án þess að festast í grasi og þúfum og það þótti stelpunum
rosalega gaman.

Mamma pantaði fyrir mig tertu hjá Jón Þóri og við létum skreyta hana í tilefni réttana.
Hún var alveg rosalega góð hann er alveg snillingur í að baka. 
Jóhanna var svo með kjúklingasúpu fyrir okkur þegar við komum niður ásamt fleiri
kræsingum. Ég tók svo ekki myndir
af kaffinu því ég þurfti alltaf að skjótast heim á milli ganga og gefa Ronju og kíkja aðeins
á hana. Þetta gekk samt allt saman vel hjá okkur og við náðum að heimta allt á þessu svæði
sem við sáum.

Á laugardaginn héldum við Maja,Siggi og Kristinn áfram og fórum upp inn í Grensdölum
inn fyrir Höfða það er sem sagt farið upp á fjall Grundarfjarðarmegin alveg á horninu.
Það var geggjað mikið rok en sem betur fer sluppum við alveg við rigninguna.

Við byjuðum að fara upp á fjall og labba svo á móti miklu roki upp og yfir í Mávahlíðargilið
upp á fjalli og skoðum niður í það en hvergi var kindurnar að sjá en svo var ég og Maja 
neðar og þá sáu Kristinn og Siggi tvær tófur vera skottast í kringum okkur en við sáum
þær ekki. Þegar við voru nánast búnað gefa kindurnar upp á bátinn og vorum að labba til
baka sáum við loksins glitta í þær neðar og Siggi náði að fara fyrir þær og reka þær aftur
til baka ofan í Grensdali og þær fóru svo þaðan upp í kletta þar sem hjartað er í
Búlandshöfðanum Grundarfjarðarmegin. Það var svo heljarinnar mál fyrir okkur að komast niður út af roki við þurftum nánast að skríða niður þegar við komum fyrir hornið því hviðurnar voru svo miklar. Kristinn þurfti að leiða mig fyrir hornið svo ég myndi ekki fjúka svo mikið var nú rokið. Svo þegar við vorum komin niður í hlíð Grundarfjarðarmegin var skjól og miklu betra veður.

Hér erum við komin í skjól hér er Siggi og Kristinn.

Þeir biðu svo hér í skjóli meðan við Maja skriðum á rassinum niður brekkuna til að sjá
hvert kindurnar fóru.

Hér erum við Maja komnar niður á veg og planið er að reka kindurnar inn í girðingu hjá Bibbu í Grundarfirði en hún er með girðingu við Lárós svo það er styttra fyrir okkur að reka þær þangað og betra að hafa veðrið í bakið, ég held að þær hefðu aldrei rekist út eftir því 
veðrið var svo vont þar og núna var farið að rigna líka.
Hér er Siggi að reka þær fyrir neðan veg og Emil keyrir á veginum til að passa að þær fari
ekki upp fyrir. 

Það var ein ókunnug með þeim sem leiddi þær áfram sem betur fer ég er ekki viss um
að þær hafi verið svona stilltar ef hún hefði ekki verið fremst. Það kom svo í ljós síðar að hún var frá Bibbu.
Hér erum við á eftir þeim ég ,Maja og Kristinn og nú meiga þær fara fyrir ofan veg með
fram girðingunni. Dugnaður í Maju,Kristin og Sigga að hjálpa mér í þessu veðri enda vorum
við öll frekar lúin og veðurbarinn eftir þennan dag og ég er þeim rosalega þakklát og var
með hálf samviskubit yfir að vera smala í þessu roki sérstaklega þegar við fundum ekki
kindurnar en sem betur fer var þetta ekki til einskins og við náðum þeim öllum.

Hér erum við alveg að komast að girðingunni sem þær eiga að fara inn í og Bibba kom svo
og hjálpaði okkur að reka inn og við sækjum þetta svo þegar hún rekur inn næst.
Þetta var alveg frábært að ná þessu en mig vantar þrjár kindur af fjalli sem ég held að hafi
drepist því lömbin hafa skilað sér og svo vantar mig 12 lömb í heildina sem hafa týnst í 
sumar. 

Ég kláraði svo að þrífa á miðvikudaginn og Emil hjálpaði mér. Svo allt yrði nú klárt áður en
við færum að reka inn.

Jæja þá er ég loksins búnað gefa mér tíma í að koma þessu bloggi inn og næst mun ég setja inn stigunina hjá okkur en hún kom mjög vel út bara og það var stigað hjá okkur á mánudaginn 21 sept og Árni og Torfi áttu að koma tveir en Torfi veiktist svo Árni kom bara
einn og stigaði fyrir okkur, Ólafsvík og Óttar á Kjalveg.

Það stóð svo til að það væri Hrútasýning veturgamla hjá okkur í Búa og átti hún að vera hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum á morgun föstudaginn 25 sept en vegna Covid og almannavarna hefur Rml haft samband við okkur og það verður aflýst sýningunni um óákveðin tíma meðan ástandið er svona endilega látið það berast.





Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar