Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
25.09.2020 13:51Stigun 21 sept 2020![]() Stigun fór fram mánudaginn 21 sept og það var Árni Brynjar Bragason sem kom og skoðaði Torfi átti að vera með honum en hann var frá vegna veikinda svo þetta var langur dagur hjá Árna. Hér eru þeir meðvitaðir um ástandið sem er í samfélaginu í dag halda bilinu og vera með grímu það einkennir nú árið 2020. Við vigtuðum á sunnudeginum 20 sept og var meðalvigtin minni en hún var í fyrra hún var 45 kg af 133 lömbum núna en í fyrra var 46,2 kg af 125 lömbum svo það munar 1,2 kg á árinu núna og í fyrra. ![]() Hér eru Siggi í Tungu og Emil og við fengum svo góða hjálp frá Kristinn að vigta lömbin. ![]() Stigunin gekk vel og vorum við bara mjög sátt við útkomuna og komu kollóttu kindurnar stóðu sig mjög vel og komu með afbragðs lömb. Það voru 53 hrútar stigaðir 1 með 89,5 stig 1 með 88,5 stig 5 með 88 stig 8 með 87,5 stig 2 með 87 stig 6 með 86,5 stig 4 með 86 stig 6 með 85,5 stig 4 með 85 stig 8 með 84,5 stig 3 með 84 stig 2 með 83,5 stig 1 með 83 stig 2 með 82,5 stig meðaltal er 85,9 stig. Læri hjá hrútunum voru 18 að meðaltali og hljóðaði svona 4 með 19 10 með 18,5 21 með 18 15 með 17,5 3 með 17 Ómvöðvi var að meðaltali 31,5 1 með 39 7 með 34 7 með 33 9 með 32 12 með 31 11 með 30 5 með 29 1 með 28 Bak hjá hrútunum var að meðaltali 9 1 með 10 6 með 9,5 39 með 9 8 með 8,5 Lag að meðaltali var 4,3 Fita að meðaltali var 3,2 Malir að meðaltali 8,8 Gimbrar voru 55 42 voru með 30 í ómvöðva og yfir hæðst 40 meðaltal ómvöðvar er 31,4 Frampartur 1 með 9,5 35 með 9 18 með 8,5 1 með 8 meðaltal framparts er 8,8 Læri 1 með 19,5 5 með 19 14 með 18,5 17 með 18 17 með 17,5 1 með 17 meðaltal læra er 18,1 Lögun meðaltal er 4,3 Fita meðaltal 3.5 ![]() Hér er ein gimbur undan Kviku og Vask sem við erum að pæla í að setja á hún er 43 kg 33 ómv 3,2 ómf 4,5 lag 108 fótl 9 framp 19 læri 7,5 ull 8,5 samræmi. ![]() Hrútur undan Bombu og Vask. Hann er 89,5 stig tvílembingur. 50 kg 39 ómv 2,1 ómf 5 lag 104 fótl Settur á hjá okkur 8 9 9 10 9,5 19 8 8 9 alls 89,5 stig. ![]() Finnst þessi svo fallegur hann er undan Brussu og Mosa hans Gumma Óla. Hann er seldur þessi. Hann er 87,5 stig og 52 kg. ![]() Þessi er undan Ask og Snædrottningu hann er tvílembingur 48 kg 34 ómv 2,7 ómf 5 lag 109 fótl Settur á hjá okkur 8 9 9 9,5 9 19 7,5 8 8,5 alls 87,5 stig. ![]() Bróðir hans á móti er 48 kg og með 34 ómv 3,8 ómf 4 lag 104 fótl. Hann er seldur. 8 9 9 9 9 19 8 8 9 alls 88 stig. ![]() Þessi gimbur verður sett á og er þrílembingur undan Djásn og Bolta. Hún er 50 kg gengu tvær undir og er með 40 ómv 2,9 ómf 5 lag 109 fótl 9,5 framp 19.5 læri 8,5 ull 8,5 samræmi. Hún verður sett á. Systur hennar á móti voru önnur með 34 ómv og hin var með 38 ómv og báðar 18,5 í læri svo þetta eru alveg hörku systur. Bolti er undan Víking frá Bárði og Dóru og kind hjá mér sem heitir Hosa og er undan Topp frá okkur. Kristinn Bæjarstjóri er eigandi af Bolta. ![]() Stelpurnar völdu auðvitað þessa en hún er undan Möggu Lóu hennar Freyju og er mógolsubíldótt. Hún er 42 kg 34 ómv 2,9 ómf 4,5 lag 113 fótl 8,5 framp 17,5 læri 7,5 ull og 8 samræmi. ![]() Embla er búnað spekja gimbranar og við erum alveg í vandræðum því þær vilja setja allar spakar gimbrar á. En við ætlum að reyna setja ekki mikið á því við ætlum að fækka kindunum í haust. Fyrst var ég að íhuga að hætta með kindurnar því þetta var orðin svo rosalega mikil vinna og Emil er lítið heima yfir þessa háanna tíma og þá hef ég þurft að treysta mikið á aðra og það er stundum erfitt að vera alltaf háður því að vera alltaf að kvabba á fólki til að aðstoða sig, svo er mikil vinna hjá mér heima með 4 börn og allt sem því fylgir. En kindurnar eru mér svo mikils virði að ég get varla hugsað hver ég er án kindanna og þær eru minn heilunar tími út frá heimilinu svo ég ætla að minnka við mig svo ég geti notið þess að vera með þær áfram án þess að það sé kvöð og allt of mikil vinna. Börnin elska líka að stússast með mér í þessu og finnst mér nauðsynlegt að hafa þær til að ná gæðatíma með börnunum í áhugamáli sem við eigum saman. Svo planið er að selja eitthvað af kindum og halda eftir um 30 af 84. Setja svo eitthvað lítið á og við erum búnað fá mann til að dæla út fyrir okkur því það hefur alltaf verið mikið stress að ná því á haustin því þá er Emil farinn að róa. Það var svo stigað hjá Gumma Óla Ólafsvík ![]() Hér er Árni að stiga lömbin hjá Gumma í Ólafsvík. ![]() Hér eru flottir hrútar hjá Guðmundi. Hann fékk mjög flotta stigun og fékk 89 stiga og 89,5 stig hrúta og bakvöðvinn mjög jafn. ![]() Við kíktum á stigun hjá Óttari á Kjalveg í hans síðasta sinn því hann er að fara hætta með kindurnar i haust og er búnað selja þær allar. Það verður mikill söknuður að hafa ekki Óttar með í þessu enda mikil ræktandi og með eðal fé. Kristinn tók þessa mynd fyrir mig þegar var verið að dæma hjá Óttari. Hann fékk mjög góða og jafna stigun og lömbin hjá honum eru mjög væn eins og þau eru alltaf hjá honum. ![]() Hér má sjá hluta af lömbunum hans. Ég hafði orð á því að stríða honum hvað það væri mikið mislit hjá honum því hann var alltaf að stríða mér þegar ég var krakki að ég væri bara fyrir liti. ![]() Ronja Rós komin í fjárhúsin. ![]() Hér eru krakkarnir að spekja lömbin og Ronja Rós horfir á og kallar kis kis hún kallar kindurnar það he he. Flettingar í dag: 1331 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1557974 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is