Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

21.10.2020 21:28

Sláturmat

Við sendum 51 lamb í sláturhús og seldum 62 til lífs og svo verða settar á einhverjar gimbrar og 3 lambhrútar. Við erum búnað fækka talsvert af kindunum og seldum við 28 kindur og svo var einhverjum slátrað og munum við enda í 30 hjá okkur svo verður Jóhanna með 3 og Kristinn Bæjarstjóri verður með 3 og svo setur Jóhanna eitt lamb á og Kristinn 2 svo þetta 
fer allt að skýrast hvað verða margar í vetur. Lalli er að dæla út fyrir okkur núna svo allt fer að verða klárt fyrir að taka inn. Það á reyndar enn þá eftir að sækja eitthvað af sölulömbum.

En já eins og ég sagði áður fóru 51 í sláturhús og vorum við frekar stressuð að matið yrði ekki gott því það fór svo seint í sláturhús og þau voru búnað vera svo lengi inn á túni.

10,94 Gerð
6,61   Fita
17,82 kg

Ég er bara mjög sátt við þessa útkomu miðað við að ég er búnað taka allt það besta úr þessu og þetta er í rauninni bara það slakasta sem er eftir.

Hér er Ronja Rós alsæl með einni af lífgimbrunum sem við setjum á.

Þau eru svo ótrúlega spök hjá okkur lömbin hér eru krakkarnir að klappa þeim.

Gaman í sveitinni hér er Guðjón vinur Emblu og Freyju og svo Aníta vinkona þeirra.

Freyja að klappa sölu lömbunum.

Embla og Ronja Rós.

Nóg að gera að klappa þeim.

Ronja búnað troða sér ofan í pott hún er alveg órtúlegur prílari og dettur ýmislegt í hug eins og þetta að troða sér ofan í pottinn he he.

Hér er önnur gimbur sem við setjum á og Ronja fékk að klappa henni og klípa.

Þetta er þrílembingur undan Hriflu gömlu og Mosa hans Gumma Óla. Hrifla kvaddi 
okkur núna og svo drapst Mosi hans Gumma í haust.

Falleg grá gimbur sem við erum búnað selja hún er undan Vask og Vofu.

Ronja að leika við Mikka.

Hér er Bolti veturgamall hrútur hjá okkur sem Kristinn Bæjarstjóri á hann var að koma
mjög vel út hjá okkur.

Kolur veturgamall hjá okkur hann átti meðal annars 88 stiga mórauðann hrút sem við seldum Tóta á Ytri Hofdölum það verður spennandi að fylgjast með því hvað hann gerir í 
framræktun þar. Lömbin undan Kol voru fallega mórauð og mógolsótt.

Hérna er svo Askur sá golsótti hann var í afkvæmarannsókn á Álftavatni og var bara mjög
stutt í að við fengjum að vita úr henni en þá þurfti Askur endilega að drepast stuttu seinna.
Askur er Kaldasonur og var að koma mjög vel út hjá okkur og kom einnig vel út í afkvæma
rannsókninni sem við fengum svo að vita síðar. Við setjum einn lambhrút undan honum á 
og einnig undan Vask sem er sonur hans og vona ég að þeir erfi þessa miklu framræktun sem hann var að gefa svo vel í gegn frá sér.

Hér er Kiddi með gripinn sinn hann Bolta sem er algjört gæðablóð og elskar að láta klappa
sér og legst bara á rassinn þegar eins og sést þegar Kiddi klappar honum undir bringuna.

Það var Halloween ball í skólanum hjá krökkunum og hér er Freyja,Embla og Aníta 
vinkona þeirra í þessum flottu búningum sem Gunna Þórðar amma Anítu saumaði fyrir
þær og svo saumuðum við Anna svörtu saumana á kjólana og Anna málaði þær og ég
aðeins og svo hjálpaði Irma okkur líka að setja lit í hárið og útkoman af þessu varð alveg
rosalega flott og þær svo ánægðar.

Benóný fór sem Covid eftirlits maður og við áttum gamlan málingargalla sem ég teiknaði
og skrifaði á og límdi svo sprautu og eyranpinna og hár rúllur til að búa til líkan af veirunni.

Þetta var hann með framan á gallanum.

Þetta var svo hinum megin framan á.

Aftan á skrifaði ég svo Covid-19 Heima með Helga og svo í kvöld er Gigg og svo var
Sóttkví í 14 daga og tölur yfir hversu margir eru smitaðir þennan dag og hversu margir
í sóttkví og einangrun.

Hér eru glæsilegu Halloween börnin okkar og Benóný hlaut verðlaun á ballinu fyrir
frumlegasta búninginn og var rosalega ánægður með það enda var þetta svo geggjuð 
hugmynd honum langaði að vera Covid og ég fann þennan galla svo þetta small allt saman
hjá okkur svo var hann með grímu,gleraugu og derhúfu.

Auðvitað varð svo litla dúllan að fá að vera með líka svo við skelltum henni í búning.

Hér er hún alveg að krútta yfir sig í þessum sæta jarðaberja búning.

Flottar systur saman.

Við reiknum svo með að smala næstu helgi og fara taka inn lömbin og hrútana og þá mun ég blogga og setja inn myndir.
Flettingar í dag: 194
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 358
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 1349531
Samtals gestir: 74506
Tölur uppfærðar: 28.1.2025 04:08:13

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar