Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

02.11.2020 07:39

Ronja Rós 13 mánaða 27 október

Ronja Rós er heldur betur farin að príla út um allt og er mikill prakkari í sér og núna eru Donna og Myrra í miklu uppáhaldi og þær forða sér undan henni því hún hleypur á eftir þeim og grípur í skottið á þeim og reynir að setjast ofan á Donnu ef hún liggur einhversstaðar. Orðaforðinn er alveg komin á fullt og er farin að komast á eftirhermu aldurinn og apar allt upp eftir manni og fær það svo algerlega á heilann eins og páfagaukur alveg yndisleg.
Elskar öll dýr og sérstaklega hænurnar núna byrjar leið og við stoppum fyrir utan hjá 
Freyju og Bóa í sveitinni að segja gogg gogg þvi þar veit hún að hænurnar eru.
Þessi frábæra prinsessa kann svo alveg lagið á ömmum sinum og Jóhönnu frænku að láta halda á sér og bræðir alla með kátínu og prakkara skap.

Hér er hún brosandi að fá að príla upp á eitthvað nýtt.

Svo yndisleg.

Inn í Tungu hjá Sigga að leika með snigilinn sem hefur verið í miklu uppáhaldi hjá öllum
krökkunum.

Við náðum í þetta píanó frá Freyju þegar hún var litil því Embla var að æfa sig á píanó inn í herbergi og Ronja var alveg óð að fara inn í herbergi og trufla Emblu og ýta á alla takkana og þegar við föttuðum að við ættum þetta og náðum í það var hún alveg í skýjunum með það.

Þurý systir hennar mömmu heklaði þetta fallega hárband í stíl við kjólinn mjög flott.

Hún elskar að vera í kringum lömbin enda eru þau alveg einstaklega gæf.

Hér er hún að skottast með þeim svo glöð og kallar me me.

Þessi mynd er eitthvað svo einlæg og sæt af okkur.

Með ömmu Huldu sinni.

Hér er hún mikið að segja a við tré hundinn he he.

Hér er hún að borða egg með afa Bóa í sveitinni.

Það eru svo fleiri myndir af henni hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar