Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
02.11.2020 10:24Óstöðvandi smala mennskaSiggi í Tungu og Kristinn Bæjarstjóri eru alltaf að smala og var einstaklega fallegt veður í gær til að smala og fóru þeir tvisvar upp fyrst fóru þeir fyrir ofan Hrísar og náðu þar einni kind frá Friðgeiri sem kom til okkar líka í fyrra og var það móðir hennar Gjöf sem ég fékk hjá Friðgeiri í fyrra og gaf Emblu í jólagjöf. Svo fóru þeir upp í Svartbakafell og náðu þar einni kind með tvö lömb sem reyndist vera frá kvíabryggju og passaði það þeim vantaði akkurrat eina sem þeir vissu að væri einhversstaðar á þessu svæði. ![]() Hér sést hluti af veðurblíðunni séð inn i Mávahlíð frá Tungu. ![]() Ég skuttlaði Sigga og Kidda inn í Fögruhlið upp á Rauðskriðumel í gær. ![]() Hér eru Siggi og Kiddi um daginn þegar þeir voru að smala upp undir myrkur fé frá Gísla á Álftarvatni sem Kiddi kom með í því var svo forrystu kind með lömb frá Lýsudal. Forrystan er á bak og burt og hefur ekki sést til hennar en við náðum kindinni frá Gísla og var hún með tvö lömb sem reyndust vera undan Ask frá mér þvi hann var í afkvæma rannsókn hjá Gísla á Álftavatni. Gummi kom svo og tók kindurnar sem hann fær hjá mér þær eru þrjár svo kom Bárður og tók hjá mér 10 sem hann fær og svo bíttaði ég á við hann um eina gimbur sem mig langaði svo mikið í hjá honum. ![]() Ég fékk þessa hjá honum og auðvitað var það liturinn sem heillaði mig. ![]() Hann fékk þessa hjá mér sem er undan Sóldögg og Mínus sæðingarstöðvarhrút. Flettingar í dag: 265 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 7323 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1570167 Samtals gestir: 77986 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 16:11:55 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is