Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

07.11.2020 16:04

Lömbin bólusett

Tryggvi dýralæknir kom til okkar að bólusetja um daginn ásettningin hjá okkur. Annars er allt bara rólegt hjá okkur það á enn eftir að sækja nokkur sölu lömb og kindurnar eru enn úti nema nokkrar sem eru hérna heima við og höfum við haft þær inni það er búið að vera svo leiðinda veður í gær og fyrradag. Þaðeru alltaf að bætast við fleiri gimbrar sem eru að verða
gæfar og þær eru alveg yndislegar. Flestir hrútarnir sem búið er að selja eru líka gæfir.

Hér er hluti af gimbrunum.

Embla Marína ánægð að fá að koma og gefa.

Freyja Naómí að gefa.

Benóný Ísak búnað koma sér fyrir í sófanum.

Hér er hann Óðinn undan Vask og Bombu það verður spennandi að nota hann.

Hér er Óðinn og svo hrútur undan Hriflu og Mosa þrílembingur og svo Þór sem við eigum.

Óðinn stór og langur hrútur ásamt fleiri hrútum sem á eftir að sækja.

Svo falleg undan Kviku og Vask.

Ronja Rós að klappa Kaldnasa. Það eru fleiri myndir af þessu hér inn í albúmi.

Við fórum svo rúnt til Bárðar um daginn í fjárhúsin á Hömrum og skoðuðum hvað hann er
að fara setja á og það er myndarlegur hópur af gimbrum.

Hérna er hluti af ásettnings gimbrunum hjá Bárði og Dóru inn á Hömrum.

Hér er svo hinn hlutinn. Fallegur hópur hjá honum. Ég fékk svo þessa svartflekkóttu hjá
honum og hann fékk hvíta hjá mér í staðinn eins ég var áður búnað segja frá.

Hér er Vikingur sem er faðir Bolta hans Kristins Bæjarstjóra.

Fallegur svartur hrútur hjá Bárði sem hann fékk hjá Jón Bjarna á Bergi sem lambhrút.

Hér eru svo hrútarnir fremstur Einbúi sem við Bárður áttum saman og er undan Ísak og Tungu og hann hefur verið að reynast Bárði vel. Sá móflekkótti er Knarran sem á ættir í 
Knörr í móðurætt og hann hefur verið að reynast Bárði vel líka og ég á ær undan honum
sem eru góðar kindur.

Hér er hrútur frá Bárði og Dóru sem þau setja á og hann er með 18,5 læri og 41 ómv 10 bak
5 lögun 88,5 stig hann er undan Víking. Það verður spennandi að sjá hvað hann gefur.
Það eru fleiri myndir af heimsókn okkar til Bárðar hér inn í albúmi.

Emil fór á rúntinn um daginn og kíkti í fjárhúsin hjá Auði og Jóa Hellissandi og ég bað 
hann um að taka nokkrar myndir fyrir mig.

Þessar fóru frá okkur og fengu nýtt heimili hjá Auði og Jóa á Hellissandi. Þetta er Urður
Blíða og Dimmalimm.

Hér er hluti af gimbrunum sem þau setja á.

Hér sjást þær líka.

Þessi mógolsótta er frá okkur undan Poppý og Kol.

Þau keyptu þennan hrút af Neðri-Hól.

Þennan keypti Jói af Gumma Óla Ólafsvík og hann er 89,5 stig með 19,5 læri.
Það verður gaman að sjá frammræktunina á þessum hrút hjá þeim.

Það eru svo fleiri myndir af þessari heimsókn hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 895
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 1566
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 715850
Samtals gestir: 47210
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 21:50:52

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar