Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

04.12.2020 18:16

Ásettningsmerkin sett i og heimsókn til Bárðar.

Settum ásettningsmerkin i dag í lömbin og fórum svo í heimsókn til Bárðar og kíktum á Hörpu sem er í fóðrun hjá Bárði fyrir Benóný og svo kíktum við á hinar sem hann fékk hjá mér og ég 
er ekki frá því að þær hefðu þekkt okkur þær komu og vildu fá klapp og Nál fékk klapp á bakið hún var alltaf vön að fá nudd þegar ég sópaði króna og hún var ekki búnað gleyma því.
Benóný kíkti svo á hænurnar hjá Bárði og ungana og var alveg alsæll með það. Dagur 
hrúturinn okkar undan Mínus og Sóldögg er í fóstri hjá Bárði í vetur og við settum ásettnings
merkið í hann.

Hér er hún Lísa með merkið sitt. Hún verður höfð geld.

Þetta er Epal.

Hér eru Þór og Óðinn.

Hér er svo Dagur sem er hjá Bárði.

Flottur hópur hjá Bárði á Hömrum hér er hluti af ásettnings gimbrunum.

Ronja kom með okkur í fjárhúsið hjá Bárði kappklædd í kuldanum sem er núna.

Embla Marína með Ronju Rós í hænsnabúinu á Hömrum.

Hér er Benóný með einn unga sem hann var svo rosalega hrifinn af.

Ronja Rós svo fín í nýju peysunni sem Þórhalla Bankastjóri var að prjóna á hana.

Benóný að hrekkja ömmu sína og sleppti hænum inn í þvottarhús og lokkaði Ronju
inn til að gá hvernig við myndum bregðast við að sjá hænurnar þar he he.

Við mæðgurnar vorum að baka um daginn og hér eru Embla og Ronja að sleikja 
eftir baksturinn.

Bökuðum bleika formköku og settum svo súkkulaði yfir hana.

Alltaf gaman að koma í fjárhúsin ég tók þessa mynd um daginn áður en það var tekið af
og hér eru vinir krakkana Aníta og Þráinn með Emblu og Freyju og þau eru með gæfu
gemlingunum okkar.

Bjarki Steinn frændi þeirra kom líka með okkur eina helgina.

Jæja það styttist óðum í fengitíma og er ég að auka gjöfina smátt og smátt og byrjaði
að gefa lýsið í dag. Planið er að byrja sæða í kringum 11 des.


Flettingar í dag: 1331
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1557974
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:52:46

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar