Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
16.12.2020 22:19Sæðingar hafnar og heimsókn til Jóa og Auðar á Hellissandi![]() Ingibergur eða Bibbi fékka að spreyta sig á fyrsta lambinu sem var að ganga hjá okkur það var hún Kleópatra og það var 12 des. Mávadís fékk svo 13 des með Þór. Síðan fór ég að sæða 14 des. ![]() Ég sæddi í þrjá daga og það var nú ekki mikið að ganga það var aðeins eitt lamb hjá mér fyrsta daginn og tvær kindur hjá Sigga og fengu þær með Glitni. Annan daginn voru tvær kollóttar og tvær kindur frá Sigga og eitt lamb hjá mér og þá sæddi ég með Kost fyrir Sigga,Viðar fyrir mig og Sigga og svo Tón á þessar kollóttu. Þriðja daginn var ein kollótt hjá mér og fékk hún með Tón svo tvær aðrar hyrndar sem ég sæddi með Glitni og ein fyrir Sigga. Við ætlum að láta þetta duga af sæðingum í ár og reyna að nota hrútana okkar svo við fáum góða reynslu á lambhrútana okkar. ![]() Hér eru þær tilbúnar fyrir sæðinguna og Lóa sem var að ganga líka þarna hinum megin fylgist forvitin með en hún fékk með Kol frá okkur ég vildi ekki sæða hana því ég vil fá mórautt hjá henni. ![]() Kíktum í flottu og hlýlegu fjárhúsin hjá Auði og Jóa. Hér eru vinirnir Jói og Gummi í kaffistofunni. ![]() Þar er alltaf nóg gleði og glens og heitt á könnunni. Snilldar kaffistofa sem er með glugga til að fylgjast með kindunum. ![]() Hér er Móri hjá þeim að sinna störfum sínum. ![]() Og lambhrúturinn frá Gumma að sinna sínum hjá Jóa. ![]() Fallegur hrútur hjá Gumma sem Jóa fékk hjá honum hann er með 19,5 í læri en er aðeins farinn að leggja af sérstaklega á þessum tima en það sést vel að hann er mjög vel gerður. ![]() Hér eru gimbrarnar þeirra. ![]() Hér sjást þær betur. ![]() Þessi móflekkótta í horninu er frá okkur og er Blíða við létum Jóa hafa hana í haust. ![]() Urður sú gráflekkótta er líka frá okkur og er rosalega falleg og góð kind en hún gekk á leiðinlegum stað hjá okkur á rifinu í Tungu og var oft í hættu við að flæða svo við vildum koma henni frá okkur og ekki verra að hún sé í flottum höndum hjá Jóa og Auði sem alveg dekra við kindurnar sínar. ![]() Hér er Emil með Ronju Rós okkar í fjárhúsunum hjá þeim og eins og þið sjáið eru komin jól hjá þeim og þau skreyta alla glugga með jólaseríum ekkert smá kósý hjá þeim. Það eru svo fleiri myndir af heimsókn okkar hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 2059 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1558702 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is