Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

22.12.2020 23:58

Gleðileg jól og gleðilegan fengitíma kæru síðuvinir

Fengitími og jólaundirbúningur er á fullu hjá okkur þessa dagana. Fengitími gengur rólega og hafa verið í mesta lagi 5 ær á dag annars bara 2 til þrjár nýjar á dag. Ég held að aðal gusan verði akkúrat á aðfangadag og yfir jólin. Það hefur verið bræla hjá Emil mér til mikilla gleði þá fæ ég aðstoð við fengitímann. Ronja er mikið að þroskast þessa dagana og er farin að bæta mikið við orðaforðann sinn og skilur mikið sem maður segir henni ef maður biður hana að rétta sér hluti eða gefa einhverjum hluti þá gerir hún það. Hún elskar enn þá síma og fjarðstýringar og elskar að stríða pabba sínum og taka fjarðstýringuna og grýta henni í gólfið ef hann ætlar að taka hana af henni. Hún er uppátækjasöm og fann upp lítinn koll sem hún á og tekur hann út um allt og fer upp á hann og prílar upp á stól og upp í rúm og fann upp á þessu alveg sjálf og er alveg rosalega montin með sjálfa sig að komast allt sem hún ætlar sér.

Benóný var aldeilis montinn þegar við komum honum á óvart með að fá Belg hanann 
hans í heimsókn og fengum jólaföt hjá Maju systir lánuð til að klæða hann og Donnu í og
taka flotta jólamynd af þeim saman. Hann á svo yndislega ömmu Freyju og afa Bóa sem
gera allt fyrir hann og eiga þessar yndilslegu hænur og hana sem hann elskar.
Hér eru börnin okkar Benóný Ísak,Belgur hani,Embla Marína heldur á Ronju Rós og Freyja
Naómí heldur á hundinum okkar Donnu. Með þessari mynd viljum við senda ykkur kæru
vinir Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og takk fyrir innlitið á síðuna á árinu sem er að
líða.

Hér eru þau yndislegu okkar með Belg hanann hans Benónýs.

Benóný okkar gerði jólasögu og vann verðlaun fyrir bestu söguna og fékk svo söguna
birta í bæjarblaðinu Jökli ekkert smá flott hjá honum við erum svo stolt af flotta stráknum
okkar sem er upprennandi rithöfundur.

Embla og Freyja að skreyta jólatréð.

Við hjónin vð jólatréð og búið að skreyta.

Krakkarnir svo dugleg að koma með okkur í fjárhúsin og hér eru þau hjá uppáhalds
hrútnum sinum honum Kaldnasa.

Hér er Þór lambhrútur undan Ask að sinna henni Einstök.

Kaldnasi og Rósa.

Bibbi og Magga Lóa hér á eftir að koma skrautlegt.

Freyja að hjálpa til að setja lýsið.

Embla og uppáhalds kindin hennar Hrafna.
Kristinn Bæjarstjóri yfirsópari.

Hitti akkúrat á að þegar Kristinn var í húsunum var gimbrin hans að ganga hún Tuðra og 
fékk Óðinn heiðurinn að fara á hana. Ekki alveg búnað koma sér í rétta stellingu.
Óðinn er 89,5 stig og er undan Vask sem var undan Ask. Svakalega fallegur hrútur.

Hér er Bolti hans Kristins hann var hjá Gumma Óla í æfingarbúðum og fékk þar nokkrar
dömur svo hann er vel í æfingu núna að byrja hjá okkur.

Embla sýnir mikinn metnað og hér er hún með Kaldnasa í bandi meðan hann fer á Ósk
kindina hennar Freyju. Þær eru svo rosalega duglegar stelpurnar okkar og þetta er svo 
gaman þegar krakkarnir sýna áhugamálinu okkar svona mikinn áhuga þá er þetta svona
gæða fjölskyldu stund að fara öll saman í fjárhúsin.

Ronja fær engu ráðið og er tekin með en leiðist það þó ekki og er óhrædd að skottast með.

Hér er hún að labba í jötunni og lætur sko ekki heypoka stoppa sig og prílar yfir.

Hér er hún ofan í kró og Snærós hennar Emblu að sníkja klapp hjá henni.

Hér er Dagur sem er undan Mínus sæðingarstöðvar hrút og er lambhrútur frá okkur að fara á hana Kórónu sem er undan Mosa hans Gumma Óla og Gyðu Sól.

Hér eru gullin okkar í hlöðunni.

Ronja Rós dugleg að hjálpa til að setja pakkana undir tréð.

Hér er kollinn sem Ronja dröslast með út um allt til að komast leiða sinnar.

Hér er hún komin upp í rúm.

Hér er Ronja og amma Hulda svo miklar vinkonur.

Að kanna heiminn úti er svo spennandi.

Aðeins að skoða snjóinn út í garði.

Svo gaman og allt svo bjart og fallegt þegar snjórinn er kominn.

Með pabba sínum .

Svo miklir félagar Benóný og Belgur.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi.
Flettingar í dag: 2059
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1558702
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar