Velkomin á heimasíðuna okkar !

Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin.

30.12.2020 21:48

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Við óskum ykkur Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum innlitið á síðuna
á árinu sem er að líða. Við áttum kósý jól í sveitinni hjá Freyju tengdamömmu og Bóa.
Við fórum í fjárhúsin öll saman eins og vaninn er þessa dagana krakkarnir eru svo duglegir
að koma með okkur finnst svo gaman í kindunum og hjálpa til við að gefa.
Þetta var svo rosalega fínt við borðuðum í sveitinni svo við þurftum ekkert að vera stressa
okkur að vera fljót í fjárhúsunum til að fara stússast í matnum og eins og ég vissi var mest
að ganga á aðfangadag eða 8 stykki plús þessar 5 sem voru deginum áður. Við teymum 
hrútana í hverja á enda vel skipulagt að útpælt hvaða hrútur fer á hvaða ær.
Við fórum svo heim eftir matinn og opnuðum pakkana heima hjá okkur fram eftir kvöldi og
borðuðum svo eftir réttinn heima hjá okkur og Freyja,Bói og Jóhanna voru með okkur svo
kíkti Maggi bróðir í heimsókn til okkar eftir að hann var búnað vera í mat hjá Maju systir.

Hér erum við að borða í flottu nýju viðbyggingunni hjá Bóa og Freyju sem hann bætti við
núna í sumar sem stækkun á stofunni og er svona sólstofa.

Flottir saman Benóný og afi Bói.

Jólatréð hjá Freyju í sveitinni nett og lítið.

Benóný að borða jólamatinn sinn brauðstangir.

Litla jóla prinsessan hún Ronja Rós.

Hér eru þau að fara opna pakkana frá ömmu sinni og afa.

Fengu svo flotta hnetubrjóta.

Freyja með sinn hnetubrjót.

Benóný með sinn og svo fengu þau kósý galla líka.

Hér eru þau alveg dásamleg í þessum frábæru göllum sem þau fengu frá Freyju og Bóa.

Emil sá um sósuna á aðfangadag í sveitinni og svo vorum við með aspas súpu í forrétt sem
Jóhanna frænka hans sá um að gera.

Ég og Emil fengum svo líka stóran hnetubrjót ekkert smá flottur og bleikan uppáhalds 
liturinn minn.

Við vorum búnað pakka inn pakka fyrir Myrru með harðfisk og setja undir jólatréð og þegar
við komum heim úr matnum var hún sko búnað finna pakkann og tætan í frumeindir fyrir
framan hurðina he he og hún og Donna greinilega verið fljót að borða harðfiskinn.

Svo var komið að stundinni sem allir voru búnað vera svo þolinmóðir að bíða eftir og það
er að opna pakkana og það var lesið á og rétt í réttri röð eftir því hvað var frá hverjum og 
svo skrifaði ég niður hvað þau fengu.

Aðal spurningin var hvað er í stóra pakkanum og þar næst stærsta pakkanum.

Það var reynt að ná góðri fjölskyldumynd af okkur saman en Ronja var ekki alveg á þvi
að brosa eða horfa á myndavélina he he.

Ronja Rós að fara opna pakka með pabba sínum.

Benóný Ísak fékk svaðalega byssu frá Dagbjörtu frænku og fjölskyldu.

Embla Marína að fara opna nærst stærsta pakkann og þar leyndist nokkrum pökkum innar
lítill pakki með heitasta draumnum hennar síma sem hún er búnað bíða lengi eftir og var
alveg í skýjunum að fá loksins síma.

Svo var komið að Freyju að opna stóra pakkann sem var mikið búið að giska á að væri 
sjónvarp en það kom svo heldur betur í ljós að svo var ekki.

Því þar leyndist jólahjól he he og hún var mjög ánægð með það og við vorum búnað 
pakka því inn í sjónvarps kassa svo þær voru alveg vissar að þetta væri sjónvarp og voru
heldur hissa þegar hjólið kom í ljós.

Embla fékk spilið kjaftaska og hér eru þær glæsilegar með það he he.

Marta frænka kíkti í heimsókn með litlu frænku hana Brynju Katrínu og þær voru
kátar saman og Ronja alveg hissa þvi hún hefur ekkert hitt svona lítil börn og skoðaði
hana bak og fyrir og var mjög forvitin að elta hana.

Hér eru þær sætu saman að spila á píanóið og dansa.

Mamma var svo með jólaboðið sitt á jóladag.

Hér erum við heima hjá mömmu í fjölskyldu boðinu.

Ronja Rós í kjól af mér síðan ég var lítil.

Ronja Rós í fjárhúsunum hún varð 15 mánaða núna 27 des. Hún er farin að bæta talsvert við
af orðum og farin að apa eftir sem maður segir henni að segja og farin að tengja tvö orð segja koddu koddu og mamma hva ert að gera og hva er þetta. Segir svo mjög skýrt mamma
babbi Embla Freyja Benóný amma afi og kallar Jóhönnu frænku sína líka ömmu. Hún segir 
lika Myrra kisa og Donna voffi. Elskar lagið savage love og dansar og dansar með systrum
sínum tik tok dans við það lag. Hún segir namm namm við mat og þegar hún er svöng og 
elskar að fara í bað og segir bað og bendir og segir þetta ef hún vill fá eitthvað. Hún er mikil
vinnukona og er að allann daginn að tæta og finna upp á einhverju til að príla upp á og er 
búnað fá nokkrar flugferðir úr sófanum þegar hún er að hlaupa í honum en sem betur fer er
motta á gólfinu sem gerir lendinguna mjúka. Hún er líka sjúk í að taka alla skó af fólki sem
kemur í heimsókn og máta þá. Nýjasta nýtt hjá henni er að slá sig í hausinn ef hún fær ekki
það sem hún vill þá lemur hún með báðum höndum á hausinn á sér og fer í mikla ákveðna
fýlu he he.

Fengitíminn er langt gengin og er að komast hringinn og eitt lamb er gengið upp úr 
sæðingunum sem ég sæddi fyrsta daginn eða 14 des með Glitni svo verður það núna
næstu þrjá til fjóra daga sem getur gengið upp ef það gengur upp. Ég ætla krossa fingur
að það haldi ég vona það allavega svo innilega. Hér er hann Bolti hann hefur verið duglegur
og fékk flestar ær hjá okkur þennan fengitíma. Ég á eftir að setja inn hversu margar ær
þeir fengu þegar það er komið í ljós hvernig þetta endar.

Við mamma fórum inn á Brimisvöllum og kíktum á pabba og Steina frænda og Ragga
frænda og kveiktum á friðarkerti hjá þeim. Blessuð sé minning þeirra.

Það var svo yndislegt veður og alveg logn og hér sést útsýnið úr garðinum yfir í 
sveitina fögru Mávahlíðina. Fjöllin eru svo falleg.

Hér er svo Brimisvallarkirkja í blíðskapar veðrinu í dag rétt áður en fór að rökkva.



Benóný fékk þetta titanic skip frá Maju systir og fjölskyldu og var alveg alsæll með það og 
fór strax með það í bað til að láta það sökkva þetta er búið að vera draumur hjá honum í tvö
ár að eignast svona svipað og auðvitað var þetta flottasta gjöfin og hitti beint í mark.

Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi af jólunum og fleira.



Flettingar í dag: 2059
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 2593
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1558702
Samtals gestir: 77952
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:13:47

Um okkur

Nafn:

Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja Naóm

Farsími:

8959669,8419069

MSN netfang:

Disa_99@hotmail.com

Afmælisdagur:

17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 Mars

Heimilisfang:

Stekkjarholt 6

Staðsetning:

355 Ólafsvík

Heimasími:

4361442

Um:

Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.

Tenglar

Tenglar

Tenglar