Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
25.01.2021 10:44Heimsókn í Háafell og vanið hornin á hrútunumUm síðustu helgi létum við loks verða að því að skreppa aðeins út fyrir bæjarfélagið og fórum í sumarbústað í Svignaskarði með börnin. Það var langþráð að komast út fyrir ramman og gera eitthvað annað en að vera alltaf heima. Við heyrðum svo í henni Jóhönnu í Háafelli og þá var hún nýbúnað opna og við fengum að koma með krakkana og kíkja á geiturnar og það vakti mikla lukku og kátínu hjá krökkunum og vissu þau ekkert af því við komum þeim á óvart með því að fara þangað. Við höfðum það svo bara kósý í bústaðnum og krakkarnir nutu þess að fara í heitapottinn og Benóný tók auðvitað titanic skipið sitt og var alveg að elska að fá að leika með það í pottinum. ![]() Hér eru þau öll svo gaman í pottinum. ![]() Benóný með Titanic skipið sitt. ![]() Hér eru þau snemma um morguninn eins og sjást má að þau eru frekar nývöknuð he he en það var heldur kaldur potturinn hann náði ekki nema 33 til 35 gráður svo þau voru frekar kvefuð þegar við komum heim eftir að vera svona mikið í heitapottinum. ![]() Hér erum við komin í Háafell og erum að tala við geit sem heitir Emil það fannst þeim mjög fyndið he he. ![]() Það skín af þeim gleðin að sjá geiturnar. ![]() Svo gaman og svo fengu þau líka að fara niður í stíu og klappa þeim og leika við þær. ![]() Hér er ein að klifra upp á Benóný. ![]() Hér er Benóný að fá knús frá einni svo æðislegar. ![]() Hér eru þau svo öll saman svo gaman hjá þeim þau voru sko alveg að elska þetta. ![]() Svo flottar geiturnar og skemmtilegar. ![]() Þær fá jólatré til að gæða sér á eftir jólin. ![]() Þær eru svo líka kollóttar mjög flottar. ![]() Ronja Rós var auðvitað svo vön kindunum að hún gaf ekkert eftir systkinum sínum að hlaupa á eftir þeim og klappa þeim alveg óhrædd. ![]() Ég þurfti að passa hana því hún var svo köld hér er hún að leggjast á eina og gera a við hana. ![]() Hér erum við með eina hjá okkur. Mér finnst geiturnar alveg æðislegar og fannst þetta alveg jafn gaman eins og krökkunum. ![]() Hér er Ronja að fara á bak á einu kiðinu svo spennandi og ég tók niður grímuna meðan Emil tók mynd af okkur. Þetta var alveg rosalega skemmtileg heimsókn og það var tekið svo vel á móti okkur og frætt okkur um geiturnar og afurðirnar hennar og svo fórum við í búðina og fengum að smakka geita pylsu og osta og keyptum okkur svo Reyniblómasýróp sem er alveg rosalega gott og við keyptum líka geitaskinn fyrir Emblu til að hafa í herberginu hennar. Mæli hiklaust með heimsókn á Háafell. ![]() Þetta er hann Ingibergur eða Bibbi eins og hann er kallaður og Siggi setti í hann vír til að venja hornin og eru þau krækt í endann já horninu og svo er vírinn aftur fyrir haus og þetta hefur alveg þræl virkað og sést verulegur munur á honum eftir hálfan mánuð. ![]() Hér er Siggi að útbúa rör sem hann ætlar að setja vírinn í og setja á hrútana og Kristinn er honum til aðstoðar með þetta og voru þeir búnað setja í Óðinn fyrir okkur þegar við komum og hér er Emil að fylgjast með og við ætlum að prufa að láta vír í alla hrútana til öryggis og sjá hvernig gengur. ![]() Hér er Þór fyrir en hann hefur mjög gleið horn en við vitum ekki alveg hvert þau stefna þarna neðst það er eins og þau séu að fara beygja en við vildum prófa að setja í hann bara í stuttan tíma til að taka þau aðeins frá. ![]() Hér er svo búið að setja á hann vírinn með rörinu. ![]() Hér er Dagur fyrir. ![]() Hér er Siggi að bora smá gat í hornið til að krækja vírnum í og Kristinn aðstoðar hann. ![]() Hér kemur Siggi vírnum fyrir sem er inn í rörinu. ![]() Hér er Dagur svo tilbúinn. ![]() Hér er svo búið að stúkka þá alla af og hafa þá í sér stíu meðan þeir eru með þetta í sér. Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til. ![]() Þeir dafna vel ungarnir hjá Freyju og Bóa og Benóný hænsna bónda. ![]() Benóný að stríða mér og láta þá vera eins og páfagauka og þeir eru alveg rosalega gæfir þó þeir séu ungaðir út hjá hænu eru þeir samt svo mikið fyrir okkur að þeir elta mann og stökkva upp á mann. ![]() Bói kom svo krökkunum verulega á óvart núna um helgina og var með aðra hænu sem lá á og það komu enn þá fleiri ungar og nú eru fimm nýjir í viðbót. ![]() Ronja Rós alger dýrastelpa og elskar og þekkir flest húsdýrin og apar hljóðin eftir þeim. ![]() Við Ronja Rós skelltum okkur á ungbarnasundnámskeið um helgina og hún var alveg að elska það enda alvön sundlaugum eins og hin börnin. Það var mjög gaman og helgin var vel skipulögð Freyja og Embla voru á reiðnámskeiði og við á þessu námskeiði. Gunni og Veronika eru með reiðnámskeið inn á Brimisvöllum mjög flott hjá þeim. Það eru svo fleiri myndir hér inn í albúmi. Flettingar í dag: 255 Gestir í dag: 7 Flettingar í gær: 7323 Gestir í gær: 19 Samtals flettingar: 1570157 Samtals gestir: 77986 Tölur uppfærðar: 5.4.2025 15:42:44 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is