Velkomin á heimasíðuna okkar ! Dísa,Emil,Benóný Ísak og dýrin. |
|
02.02.2021 13:46Ronja Rós 16 mánaða og útkoma úr erfðagreiningu á hrútunumFrábæra,kröftuga og uppatækjasama Ronja Rós er full af orku og fagnar núna 16 mánaða afmæli sínu. Hún er mjög skýr og farin að tala heilmikið og skilur mun meira en maður heldur og finnur sínar leiðir til að komast sem hún vill. ![]() Hér er þessi eldklára og káta dama sem bræðir alla. ![]() Hún elskar að ögra mömmu sinni og príla út um allt og gera alskyns gloríur. ![]() Út að leika í snjónum. ![]() Fórum líka að renna en hún var ekki mikið fyrir það vildi bara fá að labba. ![]() Benóný kom með okkur að renna í sjómannagarðinum. Siggi fékk svo sent til sín frá Mast útkomuna úr hrútunum hjá okkur öllum og það kom mjög vel út allir í góðu lagi og Kaldnasi er bestur hann er með arfblendið fyrir þolnu arfgerðinni. Ég setti bréfið hérna inn sem Siggi fékk. Við Maja systir fórum suður að kveðja Guðmund Helga eða Helga hennar Fríðu eins og við kölluðum hann en hann dó 15 janúar og var orðinn 90 ára og búnað vera veikur. Hann var maður systir hans pabba sem heitir Friða og þau eiga sumarbústað í Fögruhlíð og komu þangað á hverju sumri þegar við bjuggum í Mávahlíð og dvöldu þar megnið af sumrinu svo við eigum margar minningar með þeim og fjölskyldu þeirra. Við Emil höfum mikið farið til þeirra líka þegar við förum til Reykjavíkur í heimsókn svo við höfum alltaf verið náin. Mamma kom með okkur í jarðaförina og var þetta mjög falleg athöfn og í hans anda var tæknin að stríða og streymið virkaði ekki alveg fyrst og þurfti að pása smá athöfnina og flestir voru sammála því að þarna væri Helgi á ferðinni enda svakalega stríðinn. Hans verður sárt saknað og minningar hans lifa áfram hjá okkur. Myndin hér að neðan var tekin í brúðkaupi okkar Emils og þótti mér afar vænt um að hann og Fríða skildu komast en hann hafði þá verið að glíma við veikindi og var hæpið að þau kæmust. Flettingar í dag: 2158 Gestir í dag: 6 Flettingar í gær: 2593 Gestir í gær: 42 Samtals flettingar: 1558801 Samtals gestir: 77952 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 07:37:05 |
Eldra efni
Um okkur Nafn: Dísa,Emil,Benóný Ísak, Embla Marína og Freyja NaómFarsími: 8959669,8419069Tölvupóstfang: benonyisak@gmail.comMSN netfang: Disa_99@hotmail.comAfmælisdagur: 17 júní 1982,1 apríl 1985, 19 ágúst 2009. 28 MarsHeimilisfang: Stekkjarholt 6Staðsetning: 355 ÓlafsvíkHeimasími: 4361442Um: Sjúkleg áhugamanneskja um sauðfjárrækt og allt sem henni tengist. Mikið um rollur á þessari síðu og örlítið um hesta og hænur og allskyns sveitalíf. Svo má ekki gleyma fjölskyldunni því það er auðvitað reglulega sett myndir og blogg af börnunum og daglegu lífi okkar.Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is